Segir það verða erfiðari ákvörðun að hleypa fólki aftur til Grindavíkur Kristján Már Unnarsson skrifar 14. nóvember 2023 19:19 Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur á Veðurstofu Íslands, og Freysteinn Sigmundsson, jarðvísindamaður við Háskóla Íslands, fjölluðu um náttúruhamfarirnar í Grindavík. Vilhelm Gunnarsson Jarðvísindamennirnir Freysteinn Sigmundsson og Kristín Jónsdóttir telja nokkrar vikur að lágmarki í að Grindvíkingar komist aftur heim til sín. Kristín segir það kannski auðvelda ákvörðun að rýma en það verði alltaf erfiðari ákvörðun að hleypa fólki til baka. Þetta kom fram í umræðuþættinum Pallborðinu á Vísi í dag en þar spurði Kristján Már Unnarsson hvað þyrfti að gerast til að Grindvíkingar fengju að snúa til baka. „Ég held að það sé erfitt að snúa til Grindavíkur fyrr en kvika er að lágmarki hætt að streyma inn í þennan kvikugang,“ sagði Freysteinn en bætti við að þá tæki við annað ferli; að meta hvort það væri ásættanleg áhætta. Pallborðið var í beinni útsendingu á Vísi í dagVilhelm Gunnarsson „Það getur verið lengra ferli en það. Það getur verið kvikusöfnun undir Svartsengi eða Fagradalsfjalli. Þetta er kannski allt samtengt. Ég held að við vitum það að kvikuhreyfingar undir Grindavík verða að stoppa, að lágmarki, áður en fólk getur farið til baka. En síðan þarf að meta áhætturnar, þó að kvikuhreyfingarnar hafi stoppað,“ sagði Freysteinn ennfremur. -Erum við að tala um kannski minnst nokkrar vikur? „Ég held það, bara alveg að lágmarki,“ svaraði Kristín. „Það er alveg þekkt með svona stóra atburði erlendis að það er eitt að rýma og má segja að það sé kannski auðveld ákvörðun. En það að hleypa fólki til baka mun alltaf verða erfiðari ákvörðun,“ sagði Kristín. Hér má sjá Pallborðið í heild sinni: Styttri klippur úr þættinum má sjá hér að neðan. Hér er spurt hvenær Grindvíkingar geti búist við að fá að snúa heim: Hér er fjallað um sprungurnar sem myndast hafa í Grindavík: Hér er fjallað um þann fyrirvara sem yrði á eldgosi: Hér er fjallað um minni líkur á eldgosi við fjallið Þorbjörn: Hér er rætt um hvort endurskoða þurfi mannvirkjagerð á eldvirkum svæðum Reykjanesskaga: Pallborðið Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Þetta kom fram í umræðuþættinum Pallborðinu á Vísi í dag en þar spurði Kristján Már Unnarsson hvað þyrfti að gerast til að Grindvíkingar fengju að snúa til baka. „Ég held að það sé erfitt að snúa til Grindavíkur fyrr en kvika er að lágmarki hætt að streyma inn í þennan kvikugang,“ sagði Freysteinn en bætti við að þá tæki við annað ferli; að meta hvort það væri ásættanleg áhætta. Pallborðið var í beinni útsendingu á Vísi í dagVilhelm Gunnarsson „Það getur verið lengra ferli en það. Það getur verið kvikusöfnun undir Svartsengi eða Fagradalsfjalli. Þetta er kannski allt samtengt. Ég held að við vitum það að kvikuhreyfingar undir Grindavík verða að stoppa, að lágmarki, áður en fólk getur farið til baka. En síðan þarf að meta áhætturnar, þó að kvikuhreyfingarnar hafi stoppað,“ sagði Freysteinn ennfremur. -Erum við að tala um kannski minnst nokkrar vikur? „Ég held það, bara alveg að lágmarki,“ svaraði Kristín. „Það er alveg þekkt með svona stóra atburði erlendis að það er eitt að rýma og má segja að það sé kannski auðveld ákvörðun. En það að hleypa fólki til baka mun alltaf verða erfiðari ákvörðun,“ sagði Kristín. Hér má sjá Pallborðið í heild sinni: Styttri klippur úr þættinum má sjá hér að neðan. Hér er spurt hvenær Grindvíkingar geti búist við að fá að snúa heim: Hér er fjallað um sprungurnar sem myndast hafa í Grindavík: Hér er fjallað um þann fyrirvara sem yrði á eldgosi: Hér er fjallað um minni líkur á eldgosi við fjallið Þorbjörn: Hér er rætt um hvort endurskoða þurfi mannvirkjagerð á eldvirkum svæðum Reykjanesskaga:
Pallborðið Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira