Arnar sagður í viðræðum við Norrköping Valur Páll Eiríksson skrifar 14. nóvember 2023 23:29 Arnar Gunnlaugsson gæti verið á leið til Svíþjóðar. Hann hefur gert Víkinga tvisvar sinnum að Íslandsmeisturum og fjórum sinnum að bikarmeisturum. Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari tvöfaldra meistara Víkings, er sagður í viðræðum við Norrköping í Svíþjóð um að taka við þjálfarataumunum hjá félaginu. Fótbolti.net greinir frá og hefur eftir sínum heimildum. Arnar sé talinn góður kandídat til að leysa Glen Riddersholm af hólmi. Sá var rekinn frá félaginu eftir að sænsku úrvalsdeildinni lauk um helgina. Arnar hefur verið þjálfari Víkings frá árinu 2018 og hefur félagið náð sögulega góðum árangri undir hans stjórn. Það hefur unnið tvo Íslandsmeistaratitla og fjóra bikartitla á þeim fimm árum. Fari svo að Arnar fari til Svíþjóðar yrði hann annar þjálfarinn til að fara úr Bestu deildinni til að taka við erlendu liði eftir nýafstaðna leiktíð. Óskar Hrafn Þorvaldsson yfirgaf Breiðablik til að taka við Haugesund í Noregi, sem hann tekur þó ekki við fyrr en leiktíðinni í Noregi er lokið. Norrköping er mikið Íslendingafélag og fjölmargir Íslendingar hafa leikið fyrir liðið undanfarin ár. Þrír íslenskir leikmenn eru á mála hjá félaginu; Arnór Ingvi Traustason, Ísak Andri Sigurgeirsson og Andri Lucas Guðjohnsen. Sá síðastnefndi er á láni hjá Lyngby í Danmörku. Ari Freyr Skúlason hefur verið leikmaður liðsins síðustu ár en lagði skóna á hilluna eftir lokaumferðina um helgina og hefur þegið starf í þjálfarateymi Norrköping. Norrköping endaði í níunda sæti deildarinnar á nýliðinni leiktíð. Taki Arnar við Norrköping yrði það hans fyrsta þjálfarastarf erlendis. Hann hefur þjálfað ÍA auk Víkings hér heima og einnig verið aðstoðarþjálfari hjá KR. Á leikmannaferli sínum lék hann víða um Evrópu; í Hollandi, Þýskalandi, Frakklandi og á Bretlandi en þó aldrei í Skandinavíu. Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Sjá meira
Fótbolti.net greinir frá og hefur eftir sínum heimildum. Arnar sé talinn góður kandídat til að leysa Glen Riddersholm af hólmi. Sá var rekinn frá félaginu eftir að sænsku úrvalsdeildinni lauk um helgina. Arnar hefur verið þjálfari Víkings frá árinu 2018 og hefur félagið náð sögulega góðum árangri undir hans stjórn. Það hefur unnið tvo Íslandsmeistaratitla og fjóra bikartitla á þeim fimm árum. Fari svo að Arnar fari til Svíþjóðar yrði hann annar þjálfarinn til að fara úr Bestu deildinni til að taka við erlendu liði eftir nýafstaðna leiktíð. Óskar Hrafn Þorvaldsson yfirgaf Breiðablik til að taka við Haugesund í Noregi, sem hann tekur þó ekki við fyrr en leiktíðinni í Noregi er lokið. Norrköping er mikið Íslendingafélag og fjölmargir Íslendingar hafa leikið fyrir liðið undanfarin ár. Þrír íslenskir leikmenn eru á mála hjá félaginu; Arnór Ingvi Traustason, Ísak Andri Sigurgeirsson og Andri Lucas Guðjohnsen. Sá síðastnefndi er á láni hjá Lyngby í Danmörku. Ari Freyr Skúlason hefur verið leikmaður liðsins síðustu ár en lagði skóna á hilluna eftir lokaumferðina um helgina og hefur þegið starf í þjálfarateymi Norrköping. Norrköping endaði í níunda sæti deildarinnar á nýliðinni leiktíð. Taki Arnar við Norrköping yrði það hans fyrsta þjálfarastarf erlendis. Hann hefur þjálfað ÍA auk Víkings hér heima og einnig verið aðstoðarþjálfari hjá KR. Á leikmannaferli sínum lék hann víða um Evrópu; í Hollandi, Þýskalandi, Frakklandi og á Bretlandi en þó aldrei í Skandinavíu.
Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Sjá meira