„Ég fór að gráta með henni“ Oddur Ævar Gunnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 15. nóvember 2023 15:18 Cynthia hélt í hendurnar á ókunnugri konu sem hún hjálpaði að ná í nauðsynjar og grét með henni. Vísir Cynthia Pétursdóttir fékk að fara heim til Grindavíkur í miklu stress í dag og sækja dót. Þar á meðal myndir af fjölskyldunni og nokkrar flíkur. Hún var tíu mínútur á svæðinu og fékk aðstoð frá björgunarsveitarfólki. Ein hélt í höndina á henni á meðan hún grét á leiðinni út úr íbúðinni. Eins og fram hefur komið hafa Grindvíkingar fengið að sækja nauðsynjar til síns heima í dag, þriðja daginn í röð. Einhverjir íbúar hafa kvartað undan skipulagsleysi og hafa margir þurft að bíða lengi. Titrar ennþá Cynthia var nýbúin að ná í nauðsynjar heim til sín og var á leið út úr Grindavík þegar fréttastofa náði af henni tali. Hún segir það hafa tekið um fimm tíma frá því að hún mætti við lokunarpóst. Hvernig var ástandið heima? „Bara, leit vel út. Engar skemmdir eða neitt. Þetta var bara stressandi. Ég titra ennþá sko. Ég er að fara að grenja sko,“ segir Cynthia og ljóst að það er erfitt að rifja föstudagskvöldið upp þegar skipun var gefin til íbúa um að rýma bæinn. „Pabbi var bara: „Ég er ekki að fara neitt, ég er ekki að fara neitt,“ Gamli kall sko....ég sagði bara: „Jú við verðum að fara.“ Ég tók eina litla tösku fyrir mig og hann,“ segir Cynthia. „En núna var ég að ná í allt sem hann á. Myndir af fyrrverandi konunni hans, barnamyndir af mér og systkinum mínum og svona. Nokkrar flíkur á mig þú veist. En já, vonandi komumst við aftur heim.“ Héldust í hendur alla leiðina Varstu lengi á svæðinu? „Ég var tíu mínútur. Ekki meira. Inn og út. Björgunarsveitarfólkið hjálpaði, kona sem var með mér í bíl hjálpaði líka og við hjálpuðum henni líka heima hjá henni. Þetta gekk bara rosa vel.“ Hvernig leið þér á svæðinu? „Þetta var bara mjög stressandi. Bara allt tómt. Um leið og ég kom út þá byrjaði ég bara að skjálfa, ég fór að gráta með henni. Við héldumst í hendur alla leiðina aftur niður á bílaplan. Frábær kona. Ég man ekki hvað hún heitir samt, en já. Þetta er ógeðslega stressandi.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Eins og fram hefur komið hafa Grindvíkingar fengið að sækja nauðsynjar til síns heima í dag, þriðja daginn í röð. Einhverjir íbúar hafa kvartað undan skipulagsleysi og hafa margir þurft að bíða lengi. Titrar ennþá Cynthia var nýbúin að ná í nauðsynjar heim til sín og var á leið út úr Grindavík þegar fréttastofa náði af henni tali. Hún segir það hafa tekið um fimm tíma frá því að hún mætti við lokunarpóst. Hvernig var ástandið heima? „Bara, leit vel út. Engar skemmdir eða neitt. Þetta var bara stressandi. Ég titra ennþá sko. Ég er að fara að grenja sko,“ segir Cynthia og ljóst að það er erfitt að rifja föstudagskvöldið upp þegar skipun var gefin til íbúa um að rýma bæinn. „Pabbi var bara: „Ég er ekki að fara neitt, ég er ekki að fara neitt,“ Gamli kall sko....ég sagði bara: „Jú við verðum að fara.“ Ég tók eina litla tösku fyrir mig og hann,“ segir Cynthia. „En núna var ég að ná í allt sem hann á. Myndir af fyrrverandi konunni hans, barnamyndir af mér og systkinum mínum og svona. Nokkrar flíkur á mig þú veist. En já, vonandi komumst við aftur heim.“ Héldust í hendur alla leiðina Varstu lengi á svæðinu? „Ég var tíu mínútur. Ekki meira. Inn og út. Björgunarsveitarfólkið hjálpaði, kona sem var með mér í bíl hjálpaði líka og við hjálpuðum henni líka heima hjá henni. Þetta gekk bara rosa vel.“ Hvernig leið þér á svæðinu? „Þetta var bara mjög stressandi. Bara allt tómt. Um leið og ég kom út þá byrjaði ég bara að skjálfa, ég fór að gráta með henni. Við héldumst í hendur alla leiðina aftur niður á bílaplan. Frábær kona. Ég man ekki hvað hún heitir samt, en já. Þetta er ógeðslega stressandi.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira