Magnaður seinni hálfleikur Kolstad gegn stórliðinu Smári Jökull Jónsson skrifar 15. nóvember 2023 20:01 Sigvaldi Björn skoraði fjögur mörk í kvöld. Vísir/Getty Norska ofurliðið Kolstad vann í kvöld góðan sigur á PSG þegar liðin mættust í Noregi í Meistaradeildinni í handknattleik. Annað Íslendingalið gerði góða ferð til Slóveníu. Lið Kolstad hefur farið ágætlega af stað í Meistaradeildinni í handknattleik eftir nokkuð brösuga byrjun á tímabilinu. Fyrir leikinn gegn PSG í kvöld var liðið með þrjá sigra eftir fyrstu sex umferðirnar og gat jafnað PSG að stigum með sigri. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi. Staðan að honum loknum var 16-14 franska liðinu í vil en í seinni hálfleik fóru leikmenn Kolstad á kostum. Norska liðið skoraði tuttugu og tvö mörk í síðari hálfleiknum og var Magnus Röd í aðalhlutverki en hann skoraði tólf mörk í leiknum. Röd hefur átt við meiðsli að stríða en er augljóslega að finna sitt gamla form. Magnus Rød Great to witness him back on his top level.Impressive second half by Kolstad. That being said, a way too bad second half by PSG with 22 goals conceded!It s the second 2nd half in a row in the EHF Champions League where they concede +20 goals!#handball #ehfcl— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) November 15, 2023 Lokatölur í Noregi í kvöld 36-31 eftir magnaðan síðari hálfleik Kolstad. Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fjögur mörk fyrir Kolstad í kvöld. Sander Sagosen skoraði fimm mörk en þeir Kamil Syprzak og Elohim Prandi voru markahæstir hjá PSG með sjö mörk hvor. Bjarki Már Elísson skoraði þrjú mörk fyrir Veszprem sem gerði góða ferð til Slóveníu. Veszprem vann 40-33 sigur á Celje Lasko eftir að hafa leitt 22-17 í hálfleik. Hugo Descat skoraði 9 mörk fyrir Veszprem og Tim Cokan 7 fyrir Celje. Bjarki Már nýtti öll skot sín í leiknum en Veszprem er í öðru sæti B-riðils með jafn mörk stig og Barcelona. Bæði lið hafa unnið fimm af fyrstu sex leikjum sínum. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Enski boltinn Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
Lið Kolstad hefur farið ágætlega af stað í Meistaradeildinni í handknattleik eftir nokkuð brösuga byrjun á tímabilinu. Fyrir leikinn gegn PSG í kvöld var liðið með þrjá sigra eftir fyrstu sex umferðirnar og gat jafnað PSG að stigum með sigri. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi. Staðan að honum loknum var 16-14 franska liðinu í vil en í seinni hálfleik fóru leikmenn Kolstad á kostum. Norska liðið skoraði tuttugu og tvö mörk í síðari hálfleiknum og var Magnus Röd í aðalhlutverki en hann skoraði tólf mörk í leiknum. Röd hefur átt við meiðsli að stríða en er augljóslega að finna sitt gamla form. Magnus Rød Great to witness him back on his top level.Impressive second half by Kolstad. That being said, a way too bad second half by PSG with 22 goals conceded!It s the second 2nd half in a row in the EHF Champions League where they concede +20 goals!#handball #ehfcl— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) November 15, 2023 Lokatölur í Noregi í kvöld 36-31 eftir magnaðan síðari hálfleik Kolstad. Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fjögur mörk fyrir Kolstad í kvöld. Sander Sagosen skoraði fimm mörk en þeir Kamil Syprzak og Elohim Prandi voru markahæstir hjá PSG með sjö mörk hvor. Bjarki Már Elísson skoraði þrjú mörk fyrir Veszprem sem gerði góða ferð til Slóveníu. Veszprem vann 40-33 sigur á Celje Lasko eftir að hafa leitt 22-17 í hálfleik. Hugo Descat skoraði 9 mörk fyrir Veszprem og Tim Cokan 7 fyrir Celje. Bjarki Már nýtti öll skot sín í leiknum en Veszprem er í öðru sæti B-riðils með jafn mörk stig og Barcelona. Bæði lið hafa unnið fimm af fyrstu sex leikjum sínum.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Enski boltinn Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira