McGregor segir Gunnar eiga heiðurinn af karatestílnum Smári Jökull Jónsson skrifar 16. nóvember 2023 07:01 Conor McGregor er litríkur karakter. Hann lærði af okkar manni. Samsett/Getty Conor McGregor svaraði aðdáendum sínum á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, í gær. Írinn ógurlegi nefndi þar Gunnar Nelson sem mikinn áhrifavald á sínum ferli. Conor McGregor er þekktasti MMA-bardagamaður heims en hann er fyrsti bardagamaðurinn sem hefur verið handhafi tveggja meistaratitla UFC í mismunandi þyngdarflokkum á sama tíma. Þá hefur hann einnig keppt í hnefaleikum en bardagi hans gegn Floyd Mayweather fékk gríðarlegt áhorf á sínum tíma. Í gær gátu aðdáendur McGregor spurt hann spurninga á samfélagsmiðlinum X. Einn aðdáandi spurði McGregor að því hvað hafi orðið til þess að Írinn hafi byrjað að nýta sér karatestílinn sem hefur verið einkennandi fyrir hann á ferlinum. What made you utilize the karate stance/style? What are its advantages over boxing or muay thai stance?— Chris (@Chrispa85) November 15, 2023 Í svari sínu segir McGregor að Gunnar Nelson eigi heiðurinn og hafi byrjað að nota stílinn í æfingabúðum þeirra. McGregor hefur verið æfingafélagi Gunnars Nelson í lengri tíma og eru þeir góðir vinir. „Það var ótrúlega erfitt að verja sig gegn þessu þannig að ég byrjaði að nýta mér stílinn sjálfur. Ég bætti við ýmsu nytsamlega og sleppti því sem var það ekki. Síðan bætti ég við einhverju sem var einstakt fyrir mig. Bruce Lee endurfæddur,“ skrifar McGregor. Training with Gunnar Nelson birthed this style in our camp. It was extremely difficult to fight against so I began to implement it myself. I added what was useful, I discarded what was not, and added what was uniquely my own. Bruce Lee reincarnate! https://t.co/UHOiBxjomo— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) November 15, 2023 Gunnar keppti síðast í UFC í mars á þessu ári þegar hann bar sigurorð af Bryan Barberena. Þá hrósaði Conor Gunnari í hástert og sagði hann einn besta bardagamann sem hann hafi kynnst. McGregor mætir aftur til leiks í UFC þegar hann mætir Michael Chandler. MMA Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Conor McGregor er þekktasti MMA-bardagamaður heims en hann er fyrsti bardagamaðurinn sem hefur verið handhafi tveggja meistaratitla UFC í mismunandi þyngdarflokkum á sama tíma. Þá hefur hann einnig keppt í hnefaleikum en bardagi hans gegn Floyd Mayweather fékk gríðarlegt áhorf á sínum tíma. Í gær gátu aðdáendur McGregor spurt hann spurninga á samfélagsmiðlinum X. Einn aðdáandi spurði McGregor að því hvað hafi orðið til þess að Írinn hafi byrjað að nýta sér karatestílinn sem hefur verið einkennandi fyrir hann á ferlinum. What made you utilize the karate stance/style? What are its advantages over boxing or muay thai stance?— Chris (@Chrispa85) November 15, 2023 Í svari sínu segir McGregor að Gunnar Nelson eigi heiðurinn og hafi byrjað að nota stílinn í æfingabúðum þeirra. McGregor hefur verið æfingafélagi Gunnars Nelson í lengri tíma og eru þeir góðir vinir. „Það var ótrúlega erfitt að verja sig gegn þessu þannig að ég byrjaði að nýta mér stílinn sjálfur. Ég bætti við ýmsu nytsamlega og sleppti því sem var það ekki. Síðan bætti ég við einhverju sem var einstakt fyrir mig. Bruce Lee endurfæddur,“ skrifar McGregor. Training with Gunnar Nelson birthed this style in our camp. It was extremely difficult to fight against so I began to implement it myself. I added what was useful, I discarded what was not, and added what was uniquely my own. Bruce Lee reincarnate! https://t.co/UHOiBxjomo— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) November 15, 2023 Gunnar keppti síðast í UFC í mars á þessu ári þegar hann bar sigurorð af Bryan Barberena. Þá hrósaði Conor Gunnari í hástert og sagði hann einn besta bardagamann sem hann hafi kynnst. McGregor mætir aftur til leiks í UFC þegar hann mætir Michael Chandler.
MMA Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Sjá meira