Ef gos hefst nærri Þorbirni gæti hraun þá runnið inn í Grindavík? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. nóvember 2023 09:03 Kortið sýnir landfræðilega afmörkun gossprungna sem gætu veitt hrauni inn í Grindavík og Þórkötlustaðahverfi. Breiða rauða línan afmarkar upptök miðlungsstórra hrauna (0,3 km3) og mjóa rauða línan upptök lítilla hrauna (0,02 km3). Ef lítið eða meðalstórt hraungos hefst á gossprungu sem er fyrir utan rauðu línurnar tvær benda hermanir úr hraunflæðilíkönum til þess að hraun mundi ekki renna inn í Grindavík né Þórkötlustaðahverfi. „Ef gýs nærri Þorbirni getur það vissulega gerst að hraun rynni inn í Grindavík. Það fer þó eftir hvar gossprunga er staðsett hversu útsettur bærinn er fyrir hraunrennsli.“ Þetta segir í nýju svari Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðfræði við Háskóla Íslands, við spurningunni „Ef gos hefst nærri Þorbirni gæti hraun þá runnið inn í Grindavík?“ á Vísindavef HÍ. Þar segir að ítarlegar upplýsingar um möguleikana megi finna í nýlegri skýrslu Veðurstofu Íslands. Þar var hætta á Reykjanesskaganum vestan Kleifarvatns metin með tilliti til hrauna-, gasmengunar- og gjóskufallsvá. „Á blaðsíðu 15 í skýrslunni er birt kort þar sem landfræðileg afmörkun gossprungna sem gætu veitt hrauni inn í Grindavík og Þórkötlustaðahverfi er sýnd. Þar er átt við hraunflæði meðalstórra (0,3 km3) eða lítilla (0,02 km3) hraungosa en til samanburðar má geta þess að rúmmál gossins í Fagradalsfjalli 2021 var 0,15 km3 (sjá nánar í svari við spurningunni Hversu stórt var gosið í Geldingadölum?),“ segir Magnús Tumi. Í stuttu máli megi draga möguleikana saman á eftirfarandi hátt: „Ef gýs norðan eða nokkuð vestan Þorbjarnar, færi hraun einkum til suðurs og suðvesturs og gæti náð að sjó vestan Grindavíkur. Grindavík sjálf væri ekki í beinni hættu. Ef gos kæmi upp á eða nærri Sundhnúkasprungunni, þar sem síðast gaus fyrir um 2000 árum, myndi gos á norðurhluta valda hraunrennsli til vesturs í átt að Svartsengi og Bláa lóninu auk þess að leita til austurs. Hraun sem kæmi upp milli Sundhnúks og Hagafells gæti sent hraun til vesturs í átt að Svartsengi, til austurs og suðausturs og þar með í átt að Grindavík, og það sama gerðist ef hraun færi til suðurs meðfram Grindavíkurvegi. Gos sunnan þess svæðis, myndi senda hraun í átt að Grindavík.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Sjá meira
Þetta segir í nýju svari Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðfræði við Háskóla Íslands, við spurningunni „Ef gos hefst nærri Þorbirni gæti hraun þá runnið inn í Grindavík?“ á Vísindavef HÍ. Þar segir að ítarlegar upplýsingar um möguleikana megi finna í nýlegri skýrslu Veðurstofu Íslands. Þar var hætta á Reykjanesskaganum vestan Kleifarvatns metin með tilliti til hrauna-, gasmengunar- og gjóskufallsvá. „Á blaðsíðu 15 í skýrslunni er birt kort þar sem landfræðileg afmörkun gossprungna sem gætu veitt hrauni inn í Grindavík og Þórkötlustaðahverfi er sýnd. Þar er átt við hraunflæði meðalstórra (0,3 km3) eða lítilla (0,02 km3) hraungosa en til samanburðar má geta þess að rúmmál gossins í Fagradalsfjalli 2021 var 0,15 km3 (sjá nánar í svari við spurningunni Hversu stórt var gosið í Geldingadölum?),“ segir Magnús Tumi. Í stuttu máli megi draga möguleikana saman á eftirfarandi hátt: „Ef gýs norðan eða nokkuð vestan Þorbjarnar, færi hraun einkum til suðurs og suðvesturs og gæti náð að sjó vestan Grindavíkur. Grindavík sjálf væri ekki í beinni hættu. Ef gos kæmi upp á eða nærri Sundhnúkasprungunni, þar sem síðast gaus fyrir um 2000 árum, myndi gos á norðurhluta valda hraunrennsli til vesturs í átt að Svartsengi og Bláa lóninu auk þess að leita til austurs. Hraun sem kæmi upp milli Sundhnúks og Hagafells gæti sent hraun til vesturs í átt að Svartsengi, til austurs og suðausturs og þar með í átt að Grindavík, og það sama gerðist ef hraun færi til suðurs meðfram Grindavíkurvegi. Gos sunnan þess svæðis, myndi senda hraun í átt að Grindavík.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Sjá meira