Segir að vandræðalega lélegir dómarar hafi rænt Chelsea sigri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. nóvember 2023 12:30 Það sauð á Emmu Hayes eftir leik Real Madrid og Chelsea í Meistaradeild Evrópu. getty/Angel Martinez Þjálfari kvennaliðs Chelsea í fótbolta, Emma Hayes, var vægast sagt ósátt við frammistöðu dómaranna í 2-2 jafntefli við Real Madrid á Spáni í Meistaradeild Evrópu í gær. Tvær stórar ákvarðanir féllu Chelsea í óhag undir lok leiksins. Ekki er notast við VAR í Meistaradeild kvenna. „Ég man ekki hvenær tvær svona risastórar ákvarðanir féllu gegn okkur,“ sagði Hayes eftir leikinn. Madrídingar fengu vítaspyrnu á 77. mínútu þrátt fyrir að Jessie Fleming hafi brotið á Atheneu del Castillo fyrir utan teig. Olga Carmora jafnaði í 2-2 úr vítinu. „Frá bekknum sá ég að tæklingin var fyrir utan teig. Ég er í áfalli yfir að dómararnir hafi ekki séð það. Auðvitað ætti Jessie ekki að tækla á þessu svæði en þetta var klárlega fyrir utan teig. Það er erfitt þegar svona stórar ákvarðanir falla gegn þér þegar þú ert með stjórn á leiknum á þessu getustigi,“ sagði Hayes. Chelsea freistaði þess að skora sigurmark undir lokin og Niamh Charles hélt hún hefði gert það í uppbótartíma þegar hún stýrði fyrirgjöf Millie Bright í netið. Markið var hins vegar ranglega dæmt af vegna rangstöðu. „Við skoruðum fullkomlega löglegt mark. Þetta er vandræðalegt. Við vorum rænd því sem hefði átt að vera 3-1 sigur,“ sagði Hayes ósátt. Í fyrradag var greint frá því að Hayes tæki við bandaríska landsliðinu eftir tímabilið. Hún hefur stýrt Chelsea frá 2012 með frábærum árangri. Auk Chelsea og Real Madrid eru Häcken og Paris FC í D-riðli Meistaradeildarinnar. Næsti leikur Chelsea er gegn Paris FC á heimavelli 23. nóvember. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Sjá meira
Tvær stórar ákvarðanir féllu Chelsea í óhag undir lok leiksins. Ekki er notast við VAR í Meistaradeild kvenna. „Ég man ekki hvenær tvær svona risastórar ákvarðanir féllu gegn okkur,“ sagði Hayes eftir leikinn. Madrídingar fengu vítaspyrnu á 77. mínútu þrátt fyrir að Jessie Fleming hafi brotið á Atheneu del Castillo fyrir utan teig. Olga Carmora jafnaði í 2-2 úr vítinu. „Frá bekknum sá ég að tæklingin var fyrir utan teig. Ég er í áfalli yfir að dómararnir hafi ekki séð það. Auðvitað ætti Jessie ekki að tækla á þessu svæði en þetta var klárlega fyrir utan teig. Það er erfitt þegar svona stórar ákvarðanir falla gegn þér þegar þú ert með stjórn á leiknum á þessu getustigi,“ sagði Hayes. Chelsea freistaði þess að skora sigurmark undir lokin og Niamh Charles hélt hún hefði gert það í uppbótartíma þegar hún stýrði fyrirgjöf Millie Bright í netið. Markið var hins vegar ranglega dæmt af vegna rangstöðu. „Við skoruðum fullkomlega löglegt mark. Þetta er vandræðalegt. Við vorum rænd því sem hefði átt að vera 3-1 sigur,“ sagði Hayes ósátt. Í fyrradag var greint frá því að Hayes tæki við bandaríska landsliðinu eftir tímabilið. Hún hefur stýrt Chelsea frá 2012 með frábærum árangri. Auk Chelsea og Real Madrid eru Häcken og Paris FC í D-riðli Meistaradeildarinnar. Næsti leikur Chelsea er gegn Paris FC á heimavelli 23. nóvember.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Sjá meira