Beina sjónum sínum helst að miðju gangsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. nóvember 2023 11:55 Líklegasti upptakastaður, ef til goss kæmi, er yfir kvikuganginum að sögn Kristínar. Vísir/Vilhelm Smáskjálftavirkni í kvikuganginum við Sundhnúk heldur áfram og GPS gögn sýna að gliðnun heldur áfram. Jarðeðlisfræðingur og deildarstjóri hjá Veðurstofunni segir stöðuna svipaða og í gær og að þau eigi alveg eins von á gosi í dag, á morgun eða næstu daga. Tæplega þúsund skjálftar hafa riðið yfir í og við kvikuganginn frá miðnætti. Engir stærri skjálftar urðu í nótt, sá stærsti mældist 2,6 laust fyrir fimm en allflestir hafa skjálftarnir verið undir tveimur. Kristín Jónsdóttir deildarstjóri hjá Veðurstofunni segir stöðuna áfram svipaða. „Við höfum verið að horfa upp á smáskjálftavirkni í kvikuganginum og hún heldur áfram með svipuðum hætti og síðustu daga og við höfum verið að fylgjast með því að gangurinn, hann er að víkka, en það hefur heldur dregið úr þeim færslum. Það er hins vegar ekki þar með sagt að þetta minnki líkur á gosi, við sáum það eins og fyrir fyrsta gosið í Fagradalsfjalli að það var einmitt þá sem gosið kom og það var hreinlega farið að draga úr þessum færslum og úr skjálftavirkni og þá fengum við gosið þannig að það verður ennþá að teljast líkur á því að það geti gerst.“ Gasmælar sýna enn ekki neinn verulegan styrk á kvikugasi. Líklegasti upptakastaður, ef til goss kæmi, er yfir kvikuganginum að sögn Kristínar. „Sjónir okkar beinast helst að miðju gangsins. Það virðist vera mestar færslur þar og við teljum líklegast að það gos yrði þar en við getum ekki útilokað að það yrði annars staðar.“ Kristín segir að vísindamenn séu á tánum og fylgist vel með. „og í rauninni má segja að við séum bara í svipaðri stöðu og í gær og í fyrradag. Við erum að fylgjast mjög vel með og eigum alveg eins von á gosi í dag eða á morgun eða næstu daga og erum að fylgjast mjög vel þeim merkjum varðandi það að kvikan sé að færast nær yfirborði,“ segir Kristín Jónsdóttir jarðeðlisfræðingur og deildarstjóri hjá Veðurstofu Íslands. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Ef gos hefst nærri Þorbirni gæti hraun þá runnið inn í Grindavík? „Ef gýs nærri Þorbirni getur það vissulega gerst að hraun rynni inn í Grindavík. Það fer þó eftir hvar gossprunga er staðsett hversu útsettur bærinn er fyrir hraunrennsli.“ 16. nóvember 2023 09:03 Hvetur þá sem þegar hafa farið inn í Grindavík að hleypa öðrum að Rafmagn fór af hluta Grindavíkur seinni partinn í dag. Yfirlögreglustjóri Almannavarna segir viðgerðarfólk á vegum HS veitna muni fara inn í Grindavík á morgun ef hættumat leyfir. Þá biðlar hann til íbúa Grindavíkur sem þegar hafa fengið að fara heim að hleypa hinum á undan sér. 16. nóvember 2023 00:05 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Sjá meira
Tæplega þúsund skjálftar hafa riðið yfir í og við kvikuganginn frá miðnætti. Engir stærri skjálftar urðu í nótt, sá stærsti mældist 2,6 laust fyrir fimm en allflestir hafa skjálftarnir verið undir tveimur. Kristín Jónsdóttir deildarstjóri hjá Veðurstofunni segir stöðuna áfram svipaða. „Við höfum verið að horfa upp á smáskjálftavirkni í kvikuganginum og hún heldur áfram með svipuðum hætti og síðustu daga og við höfum verið að fylgjast með því að gangurinn, hann er að víkka, en það hefur heldur dregið úr þeim færslum. Það er hins vegar ekki þar með sagt að þetta minnki líkur á gosi, við sáum það eins og fyrir fyrsta gosið í Fagradalsfjalli að það var einmitt þá sem gosið kom og það var hreinlega farið að draga úr þessum færslum og úr skjálftavirkni og þá fengum við gosið þannig að það verður ennþá að teljast líkur á því að það geti gerst.“ Gasmælar sýna enn ekki neinn verulegan styrk á kvikugasi. Líklegasti upptakastaður, ef til goss kæmi, er yfir kvikuganginum að sögn Kristínar. „Sjónir okkar beinast helst að miðju gangsins. Það virðist vera mestar færslur þar og við teljum líklegast að það gos yrði þar en við getum ekki útilokað að það yrði annars staðar.“ Kristín segir að vísindamenn séu á tánum og fylgist vel með. „og í rauninni má segja að við séum bara í svipaðri stöðu og í gær og í fyrradag. Við erum að fylgjast mjög vel með og eigum alveg eins von á gosi í dag eða á morgun eða næstu daga og erum að fylgjast mjög vel þeim merkjum varðandi það að kvikan sé að færast nær yfirborði,“ segir Kristín Jónsdóttir jarðeðlisfræðingur og deildarstjóri hjá Veðurstofu Íslands.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Ef gos hefst nærri Þorbirni gæti hraun þá runnið inn í Grindavík? „Ef gýs nærri Þorbirni getur það vissulega gerst að hraun rynni inn í Grindavík. Það fer þó eftir hvar gossprunga er staðsett hversu útsettur bærinn er fyrir hraunrennsli.“ 16. nóvember 2023 09:03 Hvetur þá sem þegar hafa farið inn í Grindavík að hleypa öðrum að Rafmagn fór af hluta Grindavíkur seinni partinn í dag. Yfirlögreglustjóri Almannavarna segir viðgerðarfólk á vegum HS veitna muni fara inn í Grindavík á morgun ef hættumat leyfir. Þá biðlar hann til íbúa Grindavíkur sem þegar hafa fengið að fara heim að hleypa hinum á undan sér. 16. nóvember 2023 00:05 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Sjá meira
Ef gos hefst nærri Þorbirni gæti hraun þá runnið inn í Grindavík? „Ef gýs nærri Þorbirni getur það vissulega gerst að hraun rynni inn í Grindavík. Það fer þó eftir hvar gossprunga er staðsett hversu útsettur bærinn er fyrir hraunrennsli.“ 16. nóvember 2023 09:03
Hvetur þá sem þegar hafa farið inn í Grindavík að hleypa öðrum að Rafmagn fór af hluta Grindavíkur seinni partinn í dag. Yfirlögreglustjóri Almannavarna segir viðgerðarfólk á vegum HS veitna muni fara inn í Grindavík á morgun ef hættumat leyfir. Þá biðlar hann til íbúa Grindavíkur sem þegar hafa fengið að fara heim að hleypa hinum á undan sér. 16. nóvember 2023 00:05