Utan vallar: Gleyma ekki sínum grindvíska bróður Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. nóvember 2023 10:01 Körfuboltalið Grindavíkur ætla að halda sínu striki þrátt fyrir allt. vísir/hulda margrét Aðdáundarvert hefur verið að fylgjast með því hversu þétt íþróttahreyfingin hefur staðið við bakið á Grindvíkingum vegna ástandsins þar í bæ. Á fimmtudaginn í síðustu viku vann Grindavík sinn þriðja leik í röð í Subway deild karla þegar liðið lagði Þór frá Þorlákshöfn að velli, 93-90. Daginn eftir var Grindavíkurbær rýmdur vegna jarðhræringa á svæðinu. Það er kannski kaldhæðni örlaganna að nýtt íþróttahús Grindavíkur, sem bæjarbúar biðu svo lengi eftir, sitji beint ofan á sprungunni sem gengur í gegnum bæinn. Óvíst er hversu miklar skemmdirnar eru en ljóst er að þær eru verulegar. Hljóðið var því skiljanlega nokkuð þungt í formanni körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, Ingibergi Þ. Jónassyni, þegar hann mætti í viðtal í kvöldfréttir Stöðvar 2 í vikunni. „Okkur langar bara að halda sjó. Við erum með nokkra viðburði, fótboltaleiki á sumrin, nokkrar íþróttagreinar, körfuna á veturna, þorrablót og sjómannadaginn. Þetta er eitthvað sem bindur bæinn saman. Við í stjórn körfunnar erum bara að hugsa um bæinn okkar og heildina,“ sagði Ingibergur. „Við erum ekki að hugsa um að vinna alla leiki. Okkur langar bara að halda áfram og halda sjó og reyna að gera eitthvað fyrir bæinn okkar.“ Hugur þjóðarinnar hefur verið hjá Grindvíkingum undanfarna daga og margir boðið fram aðstoð sína. Íþróttahreyfingin hefur ekki látið sitt eftir liggja og hefur verið sérstaklega dugleg við að rétta Grindvíkingum hjálparhönd. Hvert félagið á fætur öðru hefur boðið grindvískum íþróttakrökkum að æfa hjá sér, þeim að kostnaðarlausu. Gríðarleg röskun hefur orðið á lífi Grindvíkinga en þeir eiga allavega möguleika á að stunda sína íþrótt áfram þótt það sé á öðrum stað. Þá hafa meistaraflokkar Grindavíkur í körfubolta fengið inni í Seljaskóla og æft þar. Og leikmenn liðanna báru sig nokkuð vel á fyrstu æfingunum þar fyrr í vikunni. Breiðablik hefur boðist til að hýsa heimaleiki Grindavíkur í Smáranum og á morgun verður þar sannkölluð grindvísk körfuboltaveisla. Kvennalið Grindavíkur mætir Þór Ak. og karlaliðið Hamri. „Það væri ofboðslega fallegt, og held ég gott fyrir alla sem treysta sér og vilja, að taka næstkomandi laugardag frà, koma saman með okkur þar sem við ætlum að reyna að gleyma stund og stað. Losa um tilfinningar og spennu sem við erum öll búin að vera að glíma við á jákvæðan hátt með því að hvetja liðin okkar,“ segir meðal annars í yfirlýsingu frá stjórn körfuknattleiksdeildar Grindavíkur. Íþróttum er oft líkt við trúarbrögð. Grindvíkingar hafa komið saman í guðshúsum til að hlúa að hvort öðru á þessum erfiðu tímum og á morgun koma þeir saman í Smáranum, sækja styrk í hvort annað, njóta samverunnar og sjá vonandi góðan körfubolta. Íþróttirnar eru kannski ansi smáar í stóra samhenginu á tímum sem þessum en þær eru sannarlega sameiningartákn. Og samtakamátturinn í íslensku íþróttahreyfingunni, þegar hún tekur sig til, getur verið ansi sterkur eins og síðustu dagar hafa sýnt. Utan vallar UMF Grindavík Grindavík Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Sjá meira
Á fimmtudaginn í síðustu viku vann Grindavík sinn þriðja leik í röð í Subway deild karla þegar liðið lagði Þór frá Þorlákshöfn að velli, 93-90. Daginn eftir var Grindavíkurbær rýmdur vegna jarðhræringa á svæðinu. Það er kannski kaldhæðni örlaganna að nýtt íþróttahús Grindavíkur, sem bæjarbúar biðu svo lengi eftir, sitji beint ofan á sprungunni sem gengur í gegnum bæinn. Óvíst er hversu miklar skemmdirnar eru en ljóst er að þær eru verulegar. Hljóðið var því skiljanlega nokkuð þungt í formanni körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, Ingibergi Þ. Jónassyni, þegar hann mætti í viðtal í kvöldfréttir Stöðvar 2 í vikunni. „Okkur langar bara að halda sjó. Við erum með nokkra viðburði, fótboltaleiki á sumrin, nokkrar íþróttagreinar, körfuna á veturna, þorrablót og sjómannadaginn. Þetta er eitthvað sem bindur bæinn saman. Við í stjórn körfunnar erum bara að hugsa um bæinn okkar og heildina,“ sagði Ingibergur. „Við erum ekki að hugsa um að vinna alla leiki. Okkur langar bara að halda áfram og halda sjó og reyna að gera eitthvað fyrir bæinn okkar.“ Hugur þjóðarinnar hefur verið hjá Grindvíkingum undanfarna daga og margir boðið fram aðstoð sína. Íþróttahreyfingin hefur ekki látið sitt eftir liggja og hefur verið sérstaklega dugleg við að rétta Grindvíkingum hjálparhönd. Hvert félagið á fætur öðru hefur boðið grindvískum íþróttakrökkum að æfa hjá sér, þeim að kostnaðarlausu. Gríðarleg röskun hefur orðið á lífi Grindvíkinga en þeir eiga allavega möguleika á að stunda sína íþrótt áfram þótt það sé á öðrum stað. Þá hafa meistaraflokkar Grindavíkur í körfubolta fengið inni í Seljaskóla og æft þar. Og leikmenn liðanna báru sig nokkuð vel á fyrstu æfingunum þar fyrr í vikunni. Breiðablik hefur boðist til að hýsa heimaleiki Grindavíkur í Smáranum og á morgun verður þar sannkölluð grindvísk körfuboltaveisla. Kvennalið Grindavíkur mætir Þór Ak. og karlaliðið Hamri. „Það væri ofboðslega fallegt, og held ég gott fyrir alla sem treysta sér og vilja, að taka næstkomandi laugardag frà, koma saman með okkur þar sem við ætlum að reyna að gleyma stund og stað. Losa um tilfinningar og spennu sem við erum öll búin að vera að glíma við á jákvæðan hátt með því að hvetja liðin okkar,“ segir meðal annars í yfirlýsingu frá stjórn körfuknattleiksdeildar Grindavíkur. Íþróttum er oft líkt við trúarbrögð. Grindvíkingar hafa komið saman í guðshúsum til að hlúa að hvort öðru á þessum erfiðu tímum og á morgun koma þeir saman í Smáranum, sækja styrk í hvort annað, njóta samverunnar og sjá vonandi góðan körfubolta. Íþróttirnar eru kannski ansi smáar í stóra samhenginu á tímum sem þessum en þær eru sannarlega sameiningartákn. Og samtakamátturinn í íslensku íþróttahreyfingunni, þegar hún tekur sig til, getur verið ansi sterkur eins og síðustu dagar hafa sýnt.
Utan vallar UMF Grindavík Grindavík Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti