Sigurgeir Jónsson: Ágætis kaflar en mistök og klúður gerðu okkur erfitt fyrir Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. nóvember 2023 22:23 Sigurgeir Jónsson, þjálfari Stjörnunnar. vísir/hulda margrét Stjarnan mátti þola enn eitt tapið í Olís deild kvenna þegar liðið heimsótti Fram í Úlfarsárdalinn. Eftir góða byrjun misstu þær algjörlega tökin á leiknum í seinni hálfleik og töpuðu að endingu með ellefu mörkum, 33-22. „Ekki gott, bara allt annað en við ætluðum okkur. Misstum þetta frá okkur í byrjun seinni hálfleiks, ágætis kaflar í fyrri hálfleik en samt ýmislegt sem við ætluðum að laga. Tæknileg mistök og klúður í dauðafærum, vörnin lekur í seinni, gerðum okkur erfitt fyrir og hleyptum þeim fram úr“ sagði Sigurgeir Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, um leikinn í viðtali við blaðamann eftir að lokaflautið gall. Stjarnan hélt vel í heimakonur lengst af í fyrri hálfleiknum og þær sýndu snilldartakta inn á milli, en gerðust margsinnis sekar um klaufaleg mistök og slakan varnarleik. „Við þurfum að reyna að slípa okkur betur saman, auka samskipti og talanda. Missum utanvert inn á milli og þessar línusendingar voru alltof auðveldar hjá þeim, þurftum að láta þær frekar skjóta á blokkina hjá okkur. Það er eitthvað sem við þurfum að vinna í í pásunni og mæta grimmar til leiks í janúar. “ Nú tekur langt landsleikjahlé við vegna Heimsmeistaramótsins. Næsta umferð fer ekki fram fyrr en í ársbyrjun 2024. Sigurgeir sagði liðið ætla að nýta tímann vel til æfinga og snúa gengi sínu við í seinni hluta mótsins. „Það þarf bara að nýta tímann vel, tökum smá frí núna en svo æfum við á fullu og æfum vel. Það eru alls konar smá hlutir sem við getum lagað og þurfum að vinna í.“ Stjarnan er í áttunda og neðsta sæti deildarinnar með þrjú stig, Afturelding er einu stigi og sæti ofar, Þór/KA er svo tveimur stigum ofar í sjötta sætinu. Hefurðu enn fulla trú á að liðið geti haldið sér uppi? „Alveg fulla trú, það er ágætt þannig séð að fá þessa pásu núna. Svo koma leikir sem við þurfum að klára á móti þessum liðum í kringum okkur. Við eigum fyrsta leik við Þór/KA, sem er bara 'do or die' leikur strax. Reynum að nýta þessa pásu, fáum tíma til að endurstilla okkur og mæta með fullt sjálfstraust“ sagði Sigurgeir vongóður að lokum. Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Fram - Stjarnan 33-22 | Öruggur ellefu marka sigur í Úlfarsárdal Fram styrkti stöðu sína í 3. sæti Olís deildar kvenna með öruggum 33-22 sigri gegn Stjörnunni, sem situr áfram á botninum eftir tíu leiki. Þetta var síðasti leikur liðanna áður en haldið er í langt landsleikjahlé vegna heimsmeistaramótsins, næsta umferð fer fram 6. janúar 2024. 16. nóvember 2023 21:00 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 4-2 | Loksins Valssigur Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn Tuttugu ár síðan KR braut ísinn þykka Íslenski boltinn Komið að leiðarlokum hjá Páli Viðari og Magna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
„Ekki gott, bara allt annað en við ætluðum okkur. Misstum þetta frá okkur í byrjun seinni hálfleiks, ágætis kaflar í fyrri hálfleik en samt ýmislegt sem við ætluðum að laga. Tæknileg mistök og klúður í dauðafærum, vörnin lekur í seinni, gerðum okkur erfitt fyrir og hleyptum þeim fram úr“ sagði Sigurgeir Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, um leikinn í viðtali við blaðamann eftir að lokaflautið gall. Stjarnan hélt vel í heimakonur lengst af í fyrri hálfleiknum og þær sýndu snilldartakta inn á milli, en gerðust margsinnis sekar um klaufaleg mistök og slakan varnarleik. „Við þurfum að reyna að slípa okkur betur saman, auka samskipti og talanda. Missum utanvert inn á milli og þessar línusendingar voru alltof auðveldar hjá þeim, þurftum að láta þær frekar skjóta á blokkina hjá okkur. Það er eitthvað sem við þurfum að vinna í í pásunni og mæta grimmar til leiks í janúar. “ Nú tekur langt landsleikjahlé við vegna Heimsmeistaramótsins. Næsta umferð fer ekki fram fyrr en í ársbyrjun 2024. Sigurgeir sagði liðið ætla að nýta tímann vel til æfinga og snúa gengi sínu við í seinni hluta mótsins. „Það þarf bara að nýta tímann vel, tökum smá frí núna en svo æfum við á fullu og æfum vel. Það eru alls konar smá hlutir sem við getum lagað og þurfum að vinna í.“ Stjarnan er í áttunda og neðsta sæti deildarinnar með þrjú stig, Afturelding er einu stigi og sæti ofar, Þór/KA er svo tveimur stigum ofar í sjötta sætinu. Hefurðu enn fulla trú á að liðið geti haldið sér uppi? „Alveg fulla trú, það er ágætt þannig séð að fá þessa pásu núna. Svo koma leikir sem við þurfum að klára á móti þessum liðum í kringum okkur. Við eigum fyrsta leik við Þór/KA, sem er bara 'do or die' leikur strax. Reynum að nýta þessa pásu, fáum tíma til að endurstilla okkur og mæta með fullt sjálfstraust“ sagði Sigurgeir vongóður að lokum.
Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Fram - Stjarnan 33-22 | Öruggur ellefu marka sigur í Úlfarsárdal Fram styrkti stöðu sína í 3. sæti Olís deildar kvenna með öruggum 33-22 sigri gegn Stjörnunni, sem situr áfram á botninum eftir tíu leiki. Þetta var síðasti leikur liðanna áður en haldið er í langt landsleikjahlé vegna heimsmeistaramótsins, næsta umferð fer fram 6. janúar 2024. 16. nóvember 2023 21:00 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 4-2 | Loksins Valssigur Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn Tuttugu ár síðan KR braut ísinn þykka Íslenski boltinn Komið að leiðarlokum hjá Páli Viðari og Magna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Fram - Stjarnan 33-22 | Öruggur ellefu marka sigur í Úlfarsárdal Fram styrkti stöðu sína í 3. sæti Olís deildar kvenna með öruggum 33-22 sigri gegn Stjörnunni, sem situr áfram á botninum eftir tíu leiki. Þetta var síðasti leikur liðanna áður en haldið er í langt landsleikjahlé vegna heimsmeistaramótsins, næsta umferð fer fram 6. janúar 2024. 16. nóvember 2023 21:00
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn