Hafna rýmingu suðurhluta Gasa og segja hungursneyð yfirvofandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. nóvember 2023 07:30 Leitað að líkamsleifum í húsarústum í Bureij-flóttamannabúðunum á Gasa. AP/Adel Hana Yfirmenn átján stofnana Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegra hjálparstofnana hafa mótmælt fyrirmælum Ísraelshers til íbúa Gasa um að rýma suðurhluta svæðisins og safnast saman á „öruggt svæði“ í Mawasi. Mawasi er um það bil fjórtán ferkílómetrar að stærð og stofnanir segja meðal annars að það sé of áhættusamt að safna svo miklum fjölda saman á svo litlu svæði. Stofnanirnar ítreka áköll sín eftir vopnahléi og neyðaraðstoð á svæðinu. Ísraelsher dreifði einblöðungum yfir suðurhluta Gasa í gær þar sem fólk var hvatt til að halda til Mawasi, í „öruggt skjól“. Flestir íbúar Gasa halda nú til í suðurhlutanum, eftir að einblöðungum var dreift í norðurhlutanum og fólk hvatt til að halda suður vegna herðnaðaraðgerða norðanmegin. Ef aukinn þungi færist í árásir Ísraelsmanna á suðurhlutann er óvíst hvað á að verða um fólk þar sem Egyptar hafa neitað að opna landamærin fyrir Palestínumenn á flótta. Utanríkisráðherra Egyptalands sagði raunar í gær að leggja þyrfti áherslu á að opna heilbrigðismiðstöðvar innan Gasa til að aðstoða sjúka og særða. Á sama tíma hefur Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna varað við því að hungursneyð standi fyrir dyrum á Gasa, þar sem nærri allir íbúar á svæðinu séu án mataraðstoðar. Vatn og matur sé af skornum skammti og íbúar standi frammi fyrir því að svelta. Ísraelsher réðist inn í Jenin-flóttamannabúðirnar á Vesturbakkanum í nótt og þá eru þrír Palestínumenn sagðir hafa látist í loftárásum á búðirnar í gær. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Mawasi er um það bil fjórtán ferkílómetrar að stærð og stofnanir segja meðal annars að það sé of áhættusamt að safna svo miklum fjölda saman á svo litlu svæði. Stofnanirnar ítreka áköll sín eftir vopnahléi og neyðaraðstoð á svæðinu. Ísraelsher dreifði einblöðungum yfir suðurhluta Gasa í gær þar sem fólk var hvatt til að halda til Mawasi, í „öruggt skjól“. Flestir íbúar Gasa halda nú til í suðurhlutanum, eftir að einblöðungum var dreift í norðurhlutanum og fólk hvatt til að halda suður vegna herðnaðaraðgerða norðanmegin. Ef aukinn þungi færist í árásir Ísraelsmanna á suðurhlutann er óvíst hvað á að verða um fólk þar sem Egyptar hafa neitað að opna landamærin fyrir Palestínumenn á flótta. Utanríkisráðherra Egyptalands sagði raunar í gær að leggja þyrfti áherslu á að opna heilbrigðismiðstöðvar innan Gasa til að aðstoða sjúka og særða. Á sama tíma hefur Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna varað við því að hungursneyð standi fyrir dyrum á Gasa, þar sem nærri allir íbúar á svæðinu séu án mataraðstoðar. Vatn og matur sé af skornum skammti og íbúar standi frammi fyrir því að svelta. Ísraelsher réðist inn í Jenin-flóttamannabúðirnar á Vesturbakkanum í nótt og þá eru þrír Palestínumenn sagðir hafa látist í loftárásum á búðirnar í gær.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira