Högg Rory McIlroy endaði í kjöltu konu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2023 11:30 Rory McIlroy þarf að passa upp á það að setja á sig nóg af sólarvörn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Getty/Andrew Redington Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy átti skrautlegt högg á fyrsta hring á úrslitamóti evrópsku mótaraðarinnar, DP World Tour Championship. McIlroy endaði fyrsta daginn fjórum höggum á eftir efstu mönnum sem eru Julien Guerrier, Matthieu Pavon og Nicolai Hojgaard. Það var þó eitt af upphafshöggum hans sem stal fyrirsögnunum en mótið fer fram í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Högg McIlroy á þrettándu holu endaði nefnilega á mjög óvenjulegum stað eða í kjöltu eins áhorfenda. Konan, sem heitir Lois Miberon Obajul, var mætt til að fylgjast með keppninni með systur sinni sem er mikill aðdáandi McIlroy og ferðaðist alla leið frá Nígeríu til að sjá hann spila. Rory McIlroy's tee shot lands on spectator 's lap! #DPWTC | #RolexSeries pic.twitter.com/Yklsw5Nqhq— DP World Tour (@DPWorldTour) November 16, 2023 Systir hennar heitir Yemi og er mikil golfáhugamaður. Þær sátu saman og Yemi sá kúluna koma og snéri sér undan. Það þýddi að kúlan endaði í kjöltu systur hennar. Yemi sagði henni að hreyfa sig ekki fyrr en Rory kom og sá hvar kúlan lá. McIlroy hafði gaman af öllu saman og þóttist ætla að slá kúluna þar sem hún lá eða í kjöltu Obajul. Hann beið síðan eftir úrskurði dómarans. „Við vorum búnar að bíða eftir að sjá hann og svo lenti höggið hans bara á henni. Ég sagði bara: Vá,“ sagði Yemi. „Það er ekki hægt að komast mikið nær honum. Hann er einn af mínum uppáhaldskylfingum og ástæðan fyrir að við erum hér. Við vorum hér bara vegna hans,“ sagði Yemi. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Golf Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Sjá meira
McIlroy endaði fyrsta daginn fjórum höggum á eftir efstu mönnum sem eru Julien Guerrier, Matthieu Pavon og Nicolai Hojgaard. Það var þó eitt af upphafshöggum hans sem stal fyrirsögnunum en mótið fer fram í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Högg McIlroy á þrettándu holu endaði nefnilega á mjög óvenjulegum stað eða í kjöltu eins áhorfenda. Konan, sem heitir Lois Miberon Obajul, var mætt til að fylgjast með keppninni með systur sinni sem er mikill aðdáandi McIlroy og ferðaðist alla leið frá Nígeríu til að sjá hann spila. Rory McIlroy's tee shot lands on spectator 's lap! #DPWTC | #RolexSeries pic.twitter.com/Yklsw5Nqhq— DP World Tour (@DPWorldTour) November 16, 2023 Systir hennar heitir Yemi og er mikil golfáhugamaður. Þær sátu saman og Yemi sá kúluna koma og snéri sér undan. Það þýddi að kúlan endaði í kjöltu systur hennar. Yemi sagði henni að hreyfa sig ekki fyrr en Rory kom og sá hvar kúlan lá. McIlroy hafði gaman af öllu saman og þóttist ætla að slá kúluna þar sem hún lá eða í kjöltu Obajul. Hann beið síðan eftir úrskurði dómarans. „Við vorum búnar að bíða eftir að sjá hann og svo lenti höggið hans bara á henni. Ég sagði bara: Vá,“ sagði Yemi. „Það er ekki hægt að komast mikið nær honum. Hann er einn af mínum uppáhaldskylfingum og ástæðan fyrir að við erum hér. Við vorum hér bara vegna hans,“ sagði Yemi. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Golf Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Sjá meira