Líður eins og „algjörum svikara” á Iceland Noir Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. nóvember 2023 07:00 Richard Armitage í Austurstræti, nýlentur frá New York. Hann er þekktastur fyrir leik sinn í kvikmyndaþríleiknum Hobbitanum, þar sem hann fór með hlutverk æðstadvergsins Thorins Oakenshield. Og nú hefur hann haslað sér völl sem rithöfundur. Vísir/Arnar Breski leikarinn Richard Armitage segir að sér líði eins og algjörum svikara að vera stillt upp með heimsklassarithöfundum á Iceland Noir. Margir hafi efast um ritfærni hans og útgefandi hans meira að segja lagt til að hann notfærði sér leigupenna. Við settumst niður með Armitage og ræddum fyrstu skáldsöguna, jarðhræringar í Grindavík og íslenska jólahefð sem hann ætlar að tileinka sér. Íslendingar kannast eflaust best við Richard Armitage úr Hobbitanum, kvikmyndaþríleik Peters Jackson byggðum á samnefndri sögu eftir Tolkien. Þar fór Armitage með hlutverk dvergsins Thorins Oakenshield, Þorins Eikinskjalda, einnar aðalsöguhetjunnar. Nú hefur Armitage vent kvæði sínu í kross. Geneva, fyrsta skáldsaga hans, er nýkomin út á prenti en átti fyrst um sinn aðeins að lifa sem hljóðbók. Geneva er spennutryllir sem segir frá Söruh Collier, Nóbelsverðlaunahafa og vísindamanni, og ferð hennar á ráðstefnu í Genf. Þar tekur við óhugnanleg atburðarás - og ofan á allt saman glímir söguhetjan við minnisglöp. Þá virðist eiginmaður hennar Daniel ekki allur þar sem hann er séður. Hafnaði leigupenna Við hittum rithöfundinn Richard Armitage á Vinnustofu Kjarval. Hann er hingað mættur sem einn aðalhöfunda bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir. Er það eitthvað sem þig óraði einhvern tímann fyrir að þú myndir gera? „Nei. Og mér líður eins og algjörum svikara því að mér er stillt upp við hliðina á rithöfundum eins og Neil Gaiman og Dan Brown, höfundum sem ég hef dáðst að um árabil. En ég er fyrst og fremst auðmjúkur yfir því að hafa verið beðinn um að koma hingað, eftir að hafa aðeins skrifað eina bók.“ Hann hafi enda víða rekist á efasemdaraddir. Armitage lýsir því að hann hafi ítrekað verið spurður hvort hann, leikarinn, hafi skrifað bókina í raun og veru. „Audible bauð mér upphaflega leigupenna [e. ghostwriter] en ég hafnaði því. Vegna þess að ef ég stæði fyrir framan hljóðnema og læsi orð sem ég þættist hafa skrifað... Það hefði verið ómögulegt að gera það af heilindum.“ Vel upplýstur um ástandið á Reykjanesi Armitage er í sinni fyrstu Íslandsheimsókn. Hann segist hrifinn af lágreistum húsum Reykjavíkur og íslenskri tungu. Og hefur ekki farið varhluta af fréttaflutningi af jarðhræringum á Reykjanesi. „Ég kom hingað frá New York og æsifréttamennskan er frekar klikkuð. Fólk segir: Ísland er að springa í loft upp! En ég hafði nú á tilfinningunni að Íslendingarnir sem lifa með þessu á hverjum degi, þeir líti bara á þetta sem eðlilegan hluta af lífinu.“ Og Armitage er staðráðinn í því að tileinka sér tiltekna jólahefð Íslendinga. Hún er bókmenntalegs eðlis, að sjálfsögðu. „Er það ekki rétt hjá mér að þið gefið hvert öðru bækur og lesið saman á jólunum? Það er hefð? Einmitt, ég ætla að taka hana með mér heim.“ Hollywood Bókmenntir Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Sjá meira
Íslendingar kannast eflaust best við Richard Armitage úr Hobbitanum, kvikmyndaþríleik Peters Jackson byggðum á samnefndri sögu eftir Tolkien. Þar fór Armitage með hlutverk dvergsins Thorins Oakenshield, Þorins Eikinskjalda, einnar aðalsöguhetjunnar. Nú hefur Armitage vent kvæði sínu í kross. Geneva, fyrsta skáldsaga hans, er nýkomin út á prenti en átti fyrst um sinn aðeins að lifa sem hljóðbók. Geneva er spennutryllir sem segir frá Söruh Collier, Nóbelsverðlaunahafa og vísindamanni, og ferð hennar á ráðstefnu í Genf. Þar tekur við óhugnanleg atburðarás - og ofan á allt saman glímir söguhetjan við minnisglöp. Þá virðist eiginmaður hennar Daniel ekki allur þar sem hann er séður. Hafnaði leigupenna Við hittum rithöfundinn Richard Armitage á Vinnustofu Kjarval. Hann er hingað mættur sem einn aðalhöfunda bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir. Er það eitthvað sem þig óraði einhvern tímann fyrir að þú myndir gera? „Nei. Og mér líður eins og algjörum svikara því að mér er stillt upp við hliðina á rithöfundum eins og Neil Gaiman og Dan Brown, höfundum sem ég hef dáðst að um árabil. En ég er fyrst og fremst auðmjúkur yfir því að hafa verið beðinn um að koma hingað, eftir að hafa aðeins skrifað eina bók.“ Hann hafi enda víða rekist á efasemdaraddir. Armitage lýsir því að hann hafi ítrekað verið spurður hvort hann, leikarinn, hafi skrifað bókina í raun og veru. „Audible bauð mér upphaflega leigupenna [e. ghostwriter] en ég hafnaði því. Vegna þess að ef ég stæði fyrir framan hljóðnema og læsi orð sem ég þættist hafa skrifað... Það hefði verið ómögulegt að gera það af heilindum.“ Vel upplýstur um ástandið á Reykjanesi Armitage er í sinni fyrstu Íslandsheimsókn. Hann segist hrifinn af lágreistum húsum Reykjavíkur og íslenskri tungu. Og hefur ekki farið varhluta af fréttaflutningi af jarðhræringum á Reykjanesi. „Ég kom hingað frá New York og æsifréttamennskan er frekar klikkuð. Fólk segir: Ísland er að springa í loft upp! En ég hafði nú á tilfinningunni að Íslendingarnir sem lifa með þessu á hverjum degi, þeir líti bara á þetta sem eðlilegan hluta af lífinu.“ Og Armitage er staðráðinn í því að tileinka sér tiltekna jólahefð Íslendinga. Hún er bókmenntalegs eðlis, að sjálfsögðu. „Er það ekki rétt hjá mér að þið gefið hvert öðru bækur og lesið saman á jólunum? Það er hefð? Einmitt, ég ætla að taka hana með mér heim.“
Hollywood Bókmenntir Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Sjá meira