Handbolti

Haukar endur­heimtu topp­sætið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sara Odden var markahæst hjá Haukum
Sara Odden var markahæst hjá Haukum Vísir/Hulda Margrét

Haukar komu sér aftur á topp Olís-deildar kvenna i handbolta er liðið vann góðan fjögurra marka sigur gegn Aftureldingu í kvöld, 22-26.

Haukar hafa farið afar vel af stað í Olís-deild kvenna og hafði liðið aðeins tapað einum leik í fyrstu níu umferðunum fyrir leik kvöldsins. Seinasta tap liðsins var gegn ÍBV í Vestmannaeyjum þann 16. september síðastliðinn.

Nokkuð jafnræði var með liðunum í Mosfellsbænum í kvöld, en gestirnir frá Hafnarfirði höfðu þó yfirhöndina og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, staðan 11-14. 

Haukarnir náðu svo fljótt fimm marka forystu snemma í síðari hálfleik og hleyptu heimakonum í raun aldrei almennilega inn í leikinn eftir það. Niðurstaðan varð því að lokum fjögurra marka sigur, 22-26.

Með sigrinum koma Haukar sér aftur á topp Olís-deildarinnar, en liðið er nú með 18 stig eftir níu leiki, líkt og Valur sem situr í öðru sæti. Afturelding situr hins vegar í næst neðsta sæti með fjögur stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×