Allt bendi til þess að það verði ekki haldin venjuleg jól í Grindavík Árni Sæberg skrifar 18. nóvember 2023 13:53 Víðir segir langt í að Grindvíkingar geti flutt aftur heim. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Almannavarna, segir að Grindvíkingar þurfi að búa sig undir það að búa annars staðar en heima hjá sér næstu mánuðina. „Því miður bendir allt til þess að það verði ekki haldin venjuleg jól í Grindavík.“ Þetta sagði Víðir á upplýsingafundi Almannavarna, sem hófst klukkan 13. Fylgst var með fundinum í vaktinni, sem lesa má í fréttinni hér að neðan: Víðir sagði að viðbragðsaðilar heyri hátt og skýrt það sem Grindvíkingar hafa sagt síðustu daga og að unnið sé að því að verða við óskum þeirra. Það sé meðal annars gert með skilvirkari skráningu á þeim sem þurfa að komast inn til Grindavíkur. Hann biðlaði til fólks, sem nú þegar hefur sent tölvupóst eða hringt með ósk um aðgengi og ekki fengið svar að nota nýja skráningarformið á Ísland.is. Hér eftir verði ekki hringt í fólk sem má fara inn í bæinn. Tjónamat hafið Tjónamat sé hafið á húsum sem vitað er að orðið hafa fyrir verulegu tjóni í Grindavík, Náttúruhamfaratrygging Íslands sé búin að skanna þau svæði þar sem útlit er fyrir að mesta tjónið hafi orðið. Í dag fari starfsmenn hennar til frekari skoðunar ásamt eigendum þeirra húsa sem talið er að hægt sé að skoða í dag. Þetta muni halda áfram næstu daga. „Ljóst er að mikið tjón hefur orðið á fjölmörgum húsum og í samráði við eigendur voru búslóðir fluttar úr tveimur húsum, samtals fjórum íbúðum, í gær. Þar lágu innanstokksmunir undir skemmdum.“ Þá segir hann að vinna sé hafin við að leita leiða til þess að tæma heimili í Grindavík, bæði þau sem talið er að séu of skemmd til þess að búa í og önnur sem íbúar óska eftir að verði tæmd. Langt í að unnt verði að búa í bænum „Ljóst er að umfang þegar orðinna atburða er slíkt að mjög langur tími mun líða þangað til að öruggt verður að flytja til Grindavíkur. Miklar skemmdir hafa orðið á húsum og mannvirkjum, lagnir hafa farið víða í sundur. Þar er meðal annars undir vatnsveitan, hitaveitan, rafmagnið og ekki síst skolplagnir. Þetta auk þeirrar óvissu sem ríkir um þróun jarðhræringa og hætta á eldgosi nærri Grindavík segir okkur að Grindvíkingar þurfa að undirbúa sig undir það að búa annars staðar næstu mánuðina. Það eru bara sex vikur til jóla og því miður bendir allt til þess að það verði ekki haldin venjuleg jól í Grindavík.“ Þá segir hann alla hlutaðeigand finna það sterkt að hugur Grindvíkinga leitar heim. Það verði sameiginlegt verkefna allra að vinna að því að það verði hægt. „En það mun taka tíma. Þangað til þurfum við að standa saman með Grindavík, finna leiðir til að gera lífið bærilegt og það þarf að hugsa í lausnum.“ Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Jól Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Þetta sagði Víðir á upplýsingafundi Almannavarna, sem hófst klukkan 13. Fylgst var með fundinum í vaktinni, sem lesa má í fréttinni hér að neðan: Víðir sagði að viðbragðsaðilar heyri hátt og skýrt það sem Grindvíkingar hafa sagt síðustu daga og að unnið sé að því að verða við óskum þeirra. Það sé meðal annars gert með skilvirkari skráningu á þeim sem þurfa að komast inn til Grindavíkur. Hann biðlaði til fólks, sem nú þegar hefur sent tölvupóst eða hringt með ósk um aðgengi og ekki fengið svar að nota nýja skráningarformið á Ísland.is. Hér eftir verði ekki hringt í fólk sem má fara inn í bæinn. Tjónamat hafið Tjónamat sé hafið á húsum sem vitað er að orðið hafa fyrir verulegu tjóni í Grindavík, Náttúruhamfaratrygging Íslands sé búin að skanna þau svæði þar sem útlit er fyrir að mesta tjónið hafi orðið. Í dag fari starfsmenn hennar til frekari skoðunar ásamt eigendum þeirra húsa sem talið er að hægt sé að skoða í dag. Þetta muni halda áfram næstu daga. „Ljóst er að mikið tjón hefur orðið á fjölmörgum húsum og í samráði við eigendur voru búslóðir fluttar úr tveimur húsum, samtals fjórum íbúðum, í gær. Þar lágu innanstokksmunir undir skemmdum.“ Þá segir hann að vinna sé hafin við að leita leiða til þess að tæma heimili í Grindavík, bæði þau sem talið er að séu of skemmd til þess að búa í og önnur sem íbúar óska eftir að verði tæmd. Langt í að unnt verði að búa í bænum „Ljóst er að umfang þegar orðinna atburða er slíkt að mjög langur tími mun líða þangað til að öruggt verður að flytja til Grindavíkur. Miklar skemmdir hafa orðið á húsum og mannvirkjum, lagnir hafa farið víða í sundur. Þar er meðal annars undir vatnsveitan, hitaveitan, rafmagnið og ekki síst skolplagnir. Þetta auk þeirrar óvissu sem ríkir um þróun jarðhræringa og hætta á eldgosi nærri Grindavík segir okkur að Grindvíkingar þurfa að undirbúa sig undir það að búa annars staðar næstu mánuðina. Það eru bara sex vikur til jóla og því miður bendir allt til þess að það verði ekki haldin venjuleg jól í Grindavík.“ Þá segir hann alla hlutaðeigand finna það sterkt að hugur Grindvíkinga leitar heim. Það verði sameiginlegt verkefna allra að vinna að því að það verði hægt. „En það mun taka tíma. Þangað til þurfum við að standa saman með Grindavík, finna leiðir til að gera lífið bærilegt og það þarf að hugsa í lausnum.“
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Jól Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira