„Þjóðarmorð Ísraels hers á Gaza hafa nú staðið yfir í 5 vikur. Meira en 11.000 saklausra borgara og barna hafa verið drepnir í sprengjuregninu. Enginn matur, ekkert vatn og ekkert rafmagn er til staðar fyrir 2.2 milljónir íbúa á Gaza. Alþingi Íslands samþykkti einróma ályktun um vopnahlé, en orð án aðgerða eru merkingarlaus. Við krefjumst þess að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael og beiti sér fyrir viðskiptaþvingunum gegn Ísrael,“ segir á Facebook-viðburði fundarins.

Sema Erla Serdaroglu baráttukona, Atli Thor Fanndal framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International og Anees Mansour baráttumaður fóru með ræður.
Nærri fimm hundruð manns merktu við „going“ á Facebook-viðburðinn of fimmtán hundruð sýndu honum áhuga.
