Vilja að herinn fjarlægi forsætisráðherra með valdi Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 18. nóvember 2023 21:08 Pedro Sánchez var kjörinn forsætisráðherra á fimmtudag. AP Ný ríkisstjórn tók við Spáni í vikunni. Mikil heift er í spænska samfélaginu vegna stjórnarmyndunarinnar og rúmlega 50 fyrrverandi foringjar í spænska hernum hafa skorað á herinn að fjarlæga forsætisráðherrann með valdi. Það fór eins og flesta grunaði, Pedro Sánchez, leiðtoga sósíalista, tókst að safna meirihluta á bak við sig og mynda starfhæfa ríkisstjórn. Hún nýtur stuðnings 8 af 10 flokkum spænska þingsins, einungis Lýðflokkurinn, stærsti flokkur landsins og VOX, flokkur öfgahægrisinna, mynda stjórnarandstöðuna, en liðsmunurinn er þó ekki mikill. Til að ná meirihluta samdi Sánchez við flokk aðskilnaðarinna í Katalóniu um að veita öllum þeim sem hlutu dóma fyrir aðild sína að ólöglegri atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 sakaruppgjöf. Það hefur orsakað meiri heift í spænsku samfélagi og spænskum stjórnmálum en dæmi eru um um áratuga skeið. Almenningur hefur mótmælt á götum Madrid og annarra borga í tvær vikur samfellt og fjölmargir af hinum ysta hægri væng hafa verið handteknir eftir átök við lögreglu. Munnsöfnuður þingmanna vegna stjórnarmyndunarinnar hefur ekki verið til fyrirmyndar og leiðtogi öfgahægrimanna, Santiago Abascal, gekk svo langt að líkja Pedro Sánchez við Adolf Hitler og var atyrtur fyrir vikið af þingforseta. Þegar þingmenn gengu úr húsi á fimmtudag eftir að hin nýja stjórn var tekin við réðust sjö karlmenn á fertugsaldri að fjórum þingmönnum sósíalista með skömmum og svívirðingum og enduðu með því að hella yfir þá kaffi og eggjum. Það sem vakti athygli var að þetta voru stjórnendur fyrirtækja í fasteignabransanum, bankaheiminum og tölvugeiranum. Menn sem einhvern tímann hefðu verið kallaðir broddborgarar. Á föstudag sendu 56 fyrrverandi foringjar í spænska hernum opið bréf til spænska hersins þar sem þeir skora á herinn að fjarlægja Pedro Sánchez úr embætti forsætisráðherra með valdi. Fréttaskýrendur segja að aldrei áður í sögu hins 40 ára lýðveldis á Spáni hafi eins opinskátt verið hvatt til valdaráns. Kosningar á Spáni Spánn Tengdar fréttir Sánchez náði að mynda ríkisstjórn Pedro Sánchez, formaður spænska sósíalíska verkamannaflokksins, hefur náð að mynda ríkisstjórn með fjögurra þingmanna meirihluta. Hann verður því forsætisráðherra Spánar annað kjörtímabil. 16. nóvember 2023 13:05 170 þúsund manns mótmæla í Madríd Um 170 þúsund manns marseruðu um Madrídarborg í dag og mótmæltu sakaruppgjöf katalónskra aðskilnaðarsinna. 18. nóvember 2023 15:54 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Það fór eins og flesta grunaði, Pedro Sánchez, leiðtoga sósíalista, tókst að safna meirihluta á bak við sig og mynda starfhæfa ríkisstjórn. Hún nýtur stuðnings 8 af 10 flokkum spænska þingsins, einungis Lýðflokkurinn, stærsti flokkur landsins og VOX, flokkur öfgahægrisinna, mynda stjórnarandstöðuna, en liðsmunurinn er þó ekki mikill. Til að ná meirihluta samdi Sánchez við flokk aðskilnaðarinna í Katalóniu um að veita öllum þeim sem hlutu dóma fyrir aðild sína að ólöglegri atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 sakaruppgjöf. Það hefur orsakað meiri heift í spænsku samfélagi og spænskum stjórnmálum en dæmi eru um um áratuga skeið. Almenningur hefur mótmælt á götum Madrid og annarra borga í tvær vikur samfellt og fjölmargir af hinum ysta hægri væng hafa verið handteknir eftir átök við lögreglu. Munnsöfnuður þingmanna vegna stjórnarmyndunarinnar hefur ekki verið til fyrirmyndar og leiðtogi öfgahægrimanna, Santiago Abascal, gekk svo langt að líkja Pedro Sánchez við Adolf Hitler og var atyrtur fyrir vikið af þingforseta. Þegar þingmenn gengu úr húsi á fimmtudag eftir að hin nýja stjórn var tekin við réðust sjö karlmenn á fertugsaldri að fjórum þingmönnum sósíalista með skömmum og svívirðingum og enduðu með því að hella yfir þá kaffi og eggjum. Það sem vakti athygli var að þetta voru stjórnendur fyrirtækja í fasteignabransanum, bankaheiminum og tölvugeiranum. Menn sem einhvern tímann hefðu verið kallaðir broddborgarar. Á föstudag sendu 56 fyrrverandi foringjar í spænska hernum opið bréf til spænska hersins þar sem þeir skora á herinn að fjarlægja Pedro Sánchez úr embætti forsætisráðherra með valdi. Fréttaskýrendur segja að aldrei áður í sögu hins 40 ára lýðveldis á Spáni hafi eins opinskátt verið hvatt til valdaráns.
Kosningar á Spáni Spánn Tengdar fréttir Sánchez náði að mynda ríkisstjórn Pedro Sánchez, formaður spænska sósíalíska verkamannaflokksins, hefur náð að mynda ríkisstjórn með fjögurra þingmanna meirihluta. Hann verður því forsætisráðherra Spánar annað kjörtímabil. 16. nóvember 2023 13:05 170 þúsund manns mótmæla í Madríd Um 170 þúsund manns marseruðu um Madrídarborg í dag og mótmæltu sakaruppgjöf katalónskra aðskilnaðarsinna. 18. nóvember 2023 15:54 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Sánchez náði að mynda ríkisstjórn Pedro Sánchez, formaður spænska sósíalíska verkamannaflokksins, hefur náð að mynda ríkisstjórn með fjögurra þingmanna meirihluta. Hann verður því forsætisráðherra Spánar annað kjörtímabil. 16. nóvember 2023 13:05
170 þúsund manns mótmæla í Madríd Um 170 þúsund manns marseruðu um Madrídarborg í dag og mótmæltu sakaruppgjöf katalónskra aðskilnaðarsinna. 18. nóvember 2023 15:54