Átjándi sigur Verstappen eftir mikla spennu Smári Jökull Jónsson skrifar 19. nóvember 2023 09:30 Red Bull ökumennirnir Max Verstappen og Sergio Perez fagna í nótt. Vísir/Getty Þrátt fyrir refsingu og árekstur var það heimsmeistarinn Max Verstappen sem fagnaði sigri í Formúlu 1 keppni næturinnar í Las Vegas. Sigurinn er sá átjándi hjá Verstappen á tímabilinu. Það var Charles Leclerc á Ferrari sem byrjaði á ráspól í Las Vegas í nótt en Verstappen í öðru sætinu. Kappaksturinn í nótt var nokkuð dramatískur og þurfti öryggisbíllinn að koma út á brautina í tvígang. Verstappen fékk refsingu þegar hann fór í sitt fyrsta þjónustuhlé. Hann tók þá fram úr Leclerc á ólöglegan hátt og þurfti Ferrariökumaðurinn að fara út fyrir brautina. Verstappen fékk fyrir þetta fimm sekúndna refsingu. Verstappen lenti einnig í árekstri við George Russel á Mercedes en Russel fékk refsingu fyrir það atvik. The stunning race-winning move for Max Verstappen on Charles Leclerc #LasVegasGP #F1 pic.twitter.com/vuPtUXRt2Y— Formula 1 (@F1) November 19, 2023 Verstappen nýtti sér það hins vegar vel þegar öryggisbíllinn kom út. Hann skipti um dekk og á nýjum dekkjum náði hann loks að taka fram úr Leclerc þegar þrettán hringir voru eftir af keppninni. Max Verstappen hefur nú unnið 18 sigra á tímabilinu og 53 sigra alls á ferlinum og er þar með búinn að jafna Sebastian Vettel í þriðja sæti yfir sigursælustu ökuþóra allra tíma. DRIVER STANDINGS @SChecoPerez has officially secured P2 in the championship! It's a @redbullracing 1-2! #LasVegasGP #F1 pic.twitter.com/SSQjaqWgXh— Formula 1 (@F1) November 19, 2023 Sergio Perez á Red Bull varð þriðji á eftir Verstappen og Leclerc og með því tryggir hann sér annað sætið í keppni ökuþóra og tvöfaldan sigur Red Bull á tímabilinu. Úrslit keppninnar í Las Vegas 1. Max Verstappen, Red Bull2. Charles Leclerc, Ferrari3. Sergio Perez, Red Bull4. Esteban Ocon, Alpine5. Lance Stroll, Aston Martin6. Carlos Sainz, Ferrari7. Lewis Hamilton, Mercedes8. George Russell, Mercedes9. Fernando Alonso, Aston Martin10. Oscar Piastri, McLaren Akstursíþróttir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Það var Charles Leclerc á Ferrari sem byrjaði á ráspól í Las Vegas í nótt en Verstappen í öðru sætinu. Kappaksturinn í nótt var nokkuð dramatískur og þurfti öryggisbíllinn að koma út á brautina í tvígang. Verstappen fékk refsingu þegar hann fór í sitt fyrsta þjónustuhlé. Hann tók þá fram úr Leclerc á ólöglegan hátt og þurfti Ferrariökumaðurinn að fara út fyrir brautina. Verstappen fékk fyrir þetta fimm sekúndna refsingu. Verstappen lenti einnig í árekstri við George Russel á Mercedes en Russel fékk refsingu fyrir það atvik. The stunning race-winning move for Max Verstappen on Charles Leclerc #LasVegasGP #F1 pic.twitter.com/vuPtUXRt2Y— Formula 1 (@F1) November 19, 2023 Verstappen nýtti sér það hins vegar vel þegar öryggisbíllinn kom út. Hann skipti um dekk og á nýjum dekkjum náði hann loks að taka fram úr Leclerc þegar þrettán hringir voru eftir af keppninni. Max Verstappen hefur nú unnið 18 sigra á tímabilinu og 53 sigra alls á ferlinum og er þar með búinn að jafna Sebastian Vettel í þriðja sæti yfir sigursælustu ökuþóra allra tíma. DRIVER STANDINGS @SChecoPerez has officially secured P2 in the championship! It's a @redbullracing 1-2! #LasVegasGP #F1 pic.twitter.com/SSQjaqWgXh— Formula 1 (@F1) November 19, 2023 Sergio Perez á Red Bull varð þriðji á eftir Verstappen og Leclerc og með því tryggir hann sér annað sætið í keppni ökuþóra og tvöfaldan sigur Red Bull á tímabilinu. Úrslit keppninnar í Las Vegas 1. Max Verstappen, Red Bull2. Charles Leclerc, Ferrari3. Sergio Perez, Red Bull4. Esteban Ocon, Alpine5. Lance Stroll, Aston Martin6. Carlos Sainz, Ferrari7. Lewis Hamilton, Mercedes8. George Russell, Mercedes9. Fernando Alonso, Aston Martin10. Oscar Piastri, McLaren
Akstursíþróttir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira