Elísabet neitaði þjálfarastarfi hjá karlaliði í efstu deild í Svíþjóð Smári Jökull Jónsson skrifar 20. nóvember 2023 07:01 Elísabet er tilbúin að bíða þar til rétta starfið býðst. Mynd/@_OBOSDamallsv Elísabet Gunnarsdóttir veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér en hefur áhuga á þjálfunarstarfi í einhverri af stærri deildum Evrópu. Hún hafnaði boði um að gerast aðstoðarþjálfari hjá liði í efstu deild karla í Svíþjóð. Elísabet Gunnarsdóttir stýrði Kristianstad í síðasta sinn á dögunum en hún tók við sem þjálfari hjá félaginu árið 2009. Á þeim tíma hefur hún lyft grettistaki hjá félaginu og fest það í sessi sem eitt af sterkari liðum í Svíþjóð. Svava Kristín íþróttafréttakona ræddi við Elísabetu á dögunum um framtíðina og hvað tæki við hjá henni núna eftir að tímanum hjá Kristianstad er lokið. „Ég ákvað það bara að ég ætla að stíga varlega til jarðar og ekki æða út í viðræður án þess að hafa opinn hugann fyrir mörgum möguleikum. Ég hef klárlega verið að skoða eitthvað og afþakkað einhver boð. Ég hef ekki sett fótinn niður í eitthvað sem öskrar bara „já“ í hausnum á mér. Ég ætla að nota tímann vel og sjá hvað er í boði. Ef ég þarf að bíða eftir því sem mér finnst vera rétt þá geri ég það bara,“ sagði Elísabet við Svövu Kristínu. Hún segir vissulega ákveðin störf heilla meira en önnur og segist mikið hafa verið að horfa til stórra kvennadeilda eins og í Bandaríkjunum og á Englandi. „Síðan kom upp spurning hér hjá liði í efstu deild karla. Ég verð að viðurkenna að mér fannst mjög skemmtilegt að fá það símtal þar sem mér var boðið mjög stórt hlutverk hjá þeim. Sem aðstoðarþjálfari og með ábyrgð á þeirra sóknarleik. Mér fannst það ótrúlega spennandi og gaman að kona fái svona spurningu. Ég fann það bara líka að mín þekking á kvennaknattspyrnu er það stór og mikil og mér finnst hún þurfa að nýtast þar. Þannig að ég sagði nei við því.“ „Mér finnst það kitla svolítið hversu stór áhuginn er fyrir þessum kvennalandsliðum.“ Elísabet segir ekki koma til greina að taka við félagsliði á Íslandi. „Ég hef hafnað öllum tilboðum, ég hef fengið tilboð frá sænskum, íslenskum og norskum liðum. Ég hef tekið ákvörðun að það er ekki akkúrat það sem mig langar núna. Ég ætla bara að bíða og sjá hvað er í boði.“ „Ég er mjög meðvituð að til dæmis í Englandi, þau störf eru ekkert endilega í boði fyrr en í sumar. Ef ég þarf að vera róleg og bíða og sjá hvað gerist í sumar þá er það kannski það sem ég kem til með að gera.“ Það eru ekki bara félagslið sem Elísabet horfir í því landsliðin heilla líka. „Mér finnst landsliðsþjálfarastörfin orðin mjög spennandi. Þetta eru margir gluggar og margir möguleikar í stöðunni eins og til dæmis með nýju Þjóðadeildinni. Þú getur byggt ýmislegt ef maður horfir á langtímamarkmið með landslið. Þessi stórmót í kvennaboltanum eru orðin risastór. Það er ótrúlega mikið af áhorfendum og mikill áhugi á þessum mótum. Mér finnst það kitla svolítið hversu stór áhuginn er fyrir þessum kvennalandsliðum.“ Elísabet fór í viðræður við KSÍ á sínum tíma um stöðu landsliðsþjálfara kvenna en var ekki tilbúin að hætta með Kristianstad innan þess ramma sem KSÍ setti. Hún var ósátt með Knattspyrnusambandið en viðurkennir að starf landsliðsþjálfara kvenna sé spennandi. „Það væri auðvitað spennandi einn daginn. Íslenska landsliðið er ekki í boði núna þannig að það er ekkert sem ég er að pæla í. Ég er frá Íslandi þannig að sjálfsögðu mun það einhvern tíman í framtíðinni vera draumastarfið.“ Allt viðtal Svövu Kristínar við Elísabetu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Elísabet Gunnarsdóttir um framtíðina Sænski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira
Elísabet Gunnarsdóttir stýrði Kristianstad í síðasta sinn á dögunum en hún tók við sem þjálfari hjá félaginu árið 2009. Á þeim tíma hefur hún lyft grettistaki hjá félaginu og fest það í sessi sem eitt af sterkari liðum í Svíþjóð. Svava Kristín íþróttafréttakona ræddi við Elísabetu á dögunum um framtíðina og hvað tæki við hjá henni núna eftir að tímanum hjá Kristianstad er lokið. „Ég ákvað það bara að ég ætla að stíga varlega til jarðar og ekki æða út í viðræður án þess að hafa opinn hugann fyrir mörgum möguleikum. Ég hef klárlega verið að skoða eitthvað og afþakkað einhver boð. Ég hef ekki sett fótinn niður í eitthvað sem öskrar bara „já“ í hausnum á mér. Ég ætla að nota tímann vel og sjá hvað er í boði. Ef ég þarf að bíða eftir því sem mér finnst vera rétt þá geri ég það bara,“ sagði Elísabet við Svövu Kristínu. Hún segir vissulega ákveðin störf heilla meira en önnur og segist mikið hafa verið að horfa til stórra kvennadeilda eins og í Bandaríkjunum og á Englandi. „Síðan kom upp spurning hér hjá liði í efstu deild karla. Ég verð að viðurkenna að mér fannst mjög skemmtilegt að fá það símtal þar sem mér var boðið mjög stórt hlutverk hjá þeim. Sem aðstoðarþjálfari og með ábyrgð á þeirra sóknarleik. Mér fannst það ótrúlega spennandi og gaman að kona fái svona spurningu. Ég fann það bara líka að mín þekking á kvennaknattspyrnu er það stór og mikil og mér finnst hún þurfa að nýtast þar. Þannig að ég sagði nei við því.“ „Mér finnst það kitla svolítið hversu stór áhuginn er fyrir þessum kvennalandsliðum.“ Elísabet segir ekki koma til greina að taka við félagsliði á Íslandi. „Ég hef hafnað öllum tilboðum, ég hef fengið tilboð frá sænskum, íslenskum og norskum liðum. Ég hef tekið ákvörðun að það er ekki akkúrat það sem mig langar núna. Ég ætla bara að bíða og sjá hvað er í boði.“ „Ég er mjög meðvituð að til dæmis í Englandi, þau störf eru ekkert endilega í boði fyrr en í sumar. Ef ég þarf að vera róleg og bíða og sjá hvað gerist í sumar þá er það kannski það sem ég kem til með að gera.“ Það eru ekki bara félagslið sem Elísabet horfir í því landsliðin heilla líka. „Mér finnst landsliðsþjálfarastörfin orðin mjög spennandi. Þetta eru margir gluggar og margir möguleikar í stöðunni eins og til dæmis með nýju Þjóðadeildinni. Þú getur byggt ýmislegt ef maður horfir á langtímamarkmið með landslið. Þessi stórmót í kvennaboltanum eru orðin risastór. Það er ótrúlega mikið af áhorfendum og mikill áhugi á þessum mótum. Mér finnst það kitla svolítið hversu stór áhuginn er fyrir þessum kvennalandsliðum.“ Elísabet fór í viðræður við KSÍ á sínum tíma um stöðu landsliðsþjálfara kvenna en var ekki tilbúin að hætta með Kristianstad innan þess ramma sem KSÍ setti. Hún var ósátt með Knattspyrnusambandið en viðurkennir að starf landsliðsþjálfara kvenna sé spennandi. „Það væri auðvitað spennandi einn daginn. Íslenska landsliðið er ekki í boði núna þannig að það er ekkert sem ég er að pæla í. Ég er frá Íslandi þannig að sjálfsögðu mun það einhvern tíman í framtíðinni vera draumastarfið.“ Allt viðtal Svövu Kristínar við Elísabetu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Elísabet Gunnarsdóttir um framtíðina
Sænski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira