Elísabet neitaði þjálfarastarfi hjá karlaliði í efstu deild í Svíþjóð Smári Jökull Jónsson skrifar 20. nóvember 2023 07:01 Elísabet er tilbúin að bíða þar til rétta starfið býðst. Mynd/@_OBOSDamallsv Elísabet Gunnarsdóttir veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér en hefur áhuga á þjálfunarstarfi í einhverri af stærri deildum Evrópu. Hún hafnaði boði um að gerast aðstoðarþjálfari hjá liði í efstu deild karla í Svíþjóð. Elísabet Gunnarsdóttir stýrði Kristianstad í síðasta sinn á dögunum en hún tók við sem þjálfari hjá félaginu árið 2009. Á þeim tíma hefur hún lyft grettistaki hjá félaginu og fest það í sessi sem eitt af sterkari liðum í Svíþjóð. Svava Kristín íþróttafréttakona ræddi við Elísabetu á dögunum um framtíðina og hvað tæki við hjá henni núna eftir að tímanum hjá Kristianstad er lokið. „Ég ákvað það bara að ég ætla að stíga varlega til jarðar og ekki æða út í viðræður án þess að hafa opinn hugann fyrir mörgum möguleikum. Ég hef klárlega verið að skoða eitthvað og afþakkað einhver boð. Ég hef ekki sett fótinn niður í eitthvað sem öskrar bara „já“ í hausnum á mér. Ég ætla að nota tímann vel og sjá hvað er í boði. Ef ég þarf að bíða eftir því sem mér finnst vera rétt þá geri ég það bara,“ sagði Elísabet við Svövu Kristínu. Hún segir vissulega ákveðin störf heilla meira en önnur og segist mikið hafa verið að horfa til stórra kvennadeilda eins og í Bandaríkjunum og á Englandi. „Síðan kom upp spurning hér hjá liði í efstu deild karla. Ég verð að viðurkenna að mér fannst mjög skemmtilegt að fá það símtal þar sem mér var boðið mjög stórt hlutverk hjá þeim. Sem aðstoðarþjálfari og með ábyrgð á þeirra sóknarleik. Mér fannst það ótrúlega spennandi og gaman að kona fái svona spurningu. Ég fann það bara líka að mín þekking á kvennaknattspyrnu er það stór og mikil og mér finnst hún þurfa að nýtast þar. Þannig að ég sagði nei við því.“ „Mér finnst það kitla svolítið hversu stór áhuginn er fyrir þessum kvennalandsliðum.“ Elísabet segir ekki koma til greina að taka við félagsliði á Íslandi. „Ég hef hafnað öllum tilboðum, ég hef fengið tilboð frá sænskum, íslenskum og norskum liðum. Ég hef tekið ákvörðun að það er ekki akkúrat það sem mig langar núna. Ég ætla bara að bíða og sjá hvað er í boði.“ „Ég er mjög meðvituð að til dæmis í Englandi, þau störf eru ekkert endilega í boði fyrr en í sumar. Ef ég þarf að vera róleg og bíða og sjá hvað gerist í sumar þá er það kannski það sem ég kem til með að gera.“ Það eru ekki bara félagslið sem Elísabet horfir í því landsliðin heilla líka. „Mér finnst landsliðsþjálfarastörfin orðin mjög spennandi. Þetta eru margir gluggar og margir möguleikar í stöðunni eins og til dæmis með nýju Þjóðadeildinni. Þú getur byggt ýmislegt ef maður horfir á langtímamarkmið með landslið. Þessi stórmót í kvennaboltanum eru orðin risastór. Það er ótrúlega mikið af áhorfendum og mikill áhugi á þessum mótum. Mér finnst það kitla svolítið hversu stór áhuginn er fyrir þessum kvennalandsliðum.“ Elísabet fór í viðræður við KSÍ á sínum tíma um stöðu landsliðsþjálfara kvenna en var ekki tilbúin að hætta með Kristianstad innan þess ramma sem KSÍ setti. Hún var ósátt með Knattspyrnusambandið en viðurkennir að starf landsliðsþjálfara kvenna sé spennandi. „Það væri auðvitað spennandi einn daginn. Íslenska landsliðið er ekki í boði núna þannig að það er ekkert sem ég er að pæla í. Ég er frá Íslandi þannig að sjálfsögðu mun það einhvern tíman í framtíðinni vera draumastarfið.“ Allt viðtal Svövu Kristínar við Elísabetu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Elísabet Gunnarsdóttir um framtíðina Sænski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Fleiri fréttir Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Sjá meira
Elísabet Gunnarsdóttir stýrði Kristianstad í síðasta sinn á dögunum en hún tók við sem þjálfari hjá félaginu árið 2009. Á þeim tíma hefur hún lyft grettistaki hjá félaginu og fest það í sessi sem eitt af sterkari liðum í Svíþjóð. Svava Kristín íþróttafréttakona ræddi við Elísabetu á dögunum um framtíðina og hvað tæki við hjá henni núna eftir að tímanum hjá Kristianstad er lokið. „Ég ákvað það bara að ég ætla að stíga varlega til jarðar og ekki æða út í viðræður án þess að hafa opinn hugann fyrir mörgum möguleikum. Ég hef klárlega verið að skoða eitthvað og afþakkað einhver boð. Ég hef ekki sett fótinn niður í eitthvað sem öskrar bara „já“ í hausnum á mér. Ég ætla að nota tímann vel og sjá hvað er í boði. Ef ég þarf að bíða eftir því sem mér finnst vera rétt þá geri ég það bara,“ sagði Elísabet við Svövu Kristínu. Hún segir vissulega ákveðin störf heilla meira en önnur og segist mikið hafa verið að horfa til stórra kvennadeilda eins og í Bandaríkjunum og á Englandi. „Síðan kom upp spurning hér hjá liði í efstu deild karla. Ég verð að viðurkenna að mér fannst mjög skemmtilegt að fá það símtal þar sem mér var boðið mjög stórt hlutverk hjá þeim. Sem aðstoðarþjálfari og með ábyrgð á þeirra sóknarleik. Mér fannst það ótrúlega spennandi og gaman að kona fái svona spurningu. Ég fann það bara líka að mín þekking á kvennaknattspyrnu er það stór og mikil og mér finnst hún þurfa að nýtast þar. Þannig að ég sagði nei við því.“ „Mér finnst það kitla svolítið hversu stór áhuginn er fyrir þessum kvennalandsliðum.“ Elísabet segir ekki koma til greina að taka við félagsliði á Íslandi. „Ég hef hafnað öllum tilboðum, ég hef fengið tilboð frá sænskum, íslenskum og norskum liðum. Ég hef tekið ákvörðun að það er ekki akkúrat það sem mig langar núna. Ég ætla bara að bíða og sjá hvað er í boði.“ „Ég er mjög meðvituð að til dæmis í Englandi, þau störf eru ekkert endilega í boði fyrr en í sumar. Ef ég þarf að vera róleg og bíða og sjá hvað gerist í sumar þá er það kannski það sem ég kem til með að gera.“ Það eru ekki bara félagslið sem Elísabet horfir í því landsliðin heilla líka. „Mér finnst landsliðsþjálfarastörfin orðin mjög spennandi. Þetta eru margir gluggar og margir möguleikar í stöðunni eins og til dæmis með nýju Þjóðadeildinni. Þú getur byggt ýmislegt ef maður horfir á langtímamarkmið með landslið. Þessi stórmót í kvennaboltanum eru orðin risastór. Það er ótrúlega mikið af áhorfendum og mikill áhugi á þessum mótum. Mér finnst það kitla svolítið hversu stór áhuginn er fyrir þessum kvennalandsliðum.“ Elísabet fór í viðræður við KSÍ á sínum tíma um stöðu landsliðsþjálfara kvenna en var ekki tilbúin að hætta með Kristianstad innan þess ramma sem KSÍ setti. Hún var ósátt með Knattspyrnusambandið en viðurkennir að starf landsliðsþjálfara kvenna sé spennandi. „Það væri auðvitað spennandi einn daginn. Íslenska landsliðið er ekki í boði núna þannig að það er ekkert sem ég er að pæla í. Ég er frá Íslandi þannig að sjálfsögðu mun það einhvern tíman í framtíðinni vera draumastarfið.“ Allt viðtal Svövu Kristínar við Elísabetu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Elísabet Gunnarsdóttir um framtíðina
Sænski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Fleiri fréttir Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti