Á annað hundrað handtekin vegna barnaklámshrings Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 19. nóvember 2023 16:00 Lögregla haldlagði gríðarlegt magn barnaníðsefnis. EPA/KOTE RODRIGO Lögreglan á Spáni hefur handtekið 121 einstakling sem eru grunaðir um aðild að risastórum barnaklámshring. Þetta er ein stærsta aðgerð gegn barnaklámi í sögu Spánar. Hin handteknu, 118 karlar og þrjár konur notuðu öll sama tengslanetið þar sem gríðarlegt magn barnakláms var í umferð. Við húsleit á heimilum og vinnustöðum fólksins hefur lögreglan alls gert upptæk 500 terabæt af efni, sem hún segir að sé sérlega gróft. Á meðal þess sem var haldlagt og innihélt gróft barnaklám voru 368 harðir diskar, 427 dvd-diskar, 114 usb-lyklar og 60 tölvur auk annarra tækja. Sum fórnarlömb kornung Fólkið sem var handtekið býr víðs vegar á Spáni; í Madrid, Alicante, Almería og víðar. Lögreglan er að rannsaka myndefnið til að reyna að hafa uppi á fórnarlömbunum sem sum hver eru kornung, en hún segir ljóst að stór hluti myndefnisins sé tekinn upp á Spáni, inni á heimilum hinna handteknu. Þá segir lögreglan að í mörgum myndböndum sem hafi verið haldlögð séu börnin beitt afar grimmilegu ofbeldi. Fjölmiðlar greina frá því að nú þegar hafi einn hinna handteknu gert samning við ákæruvaldið, hann viðurkenni að hafa haft barnaklám í fórum sínum og dreift því til annarra og mun þurfa að afplána fimm ára fangelsisdóm. Meirihlutanum sleppt eftir yfirheyrslu Þrír hinna handteknu sitja áfram í gæsluvarðhaldi en 118 var sleppt að loknum yfirheyrslum. Lögreglan segir að handtökurnar megi rekja til umfangsmikillar rannsóknar lögreglunnar á barnaklámi á netinu og að 46 deildir lögreglunnar víðs vegar um landið hafi tekið þátt í rannsókninni og handtökunum. Tölvuglæpadeild spænsku lögreglunnar tók þátt í alþjóðlegri aðgerð gegn barnaklámi fyrir fjórum árum, þá voru meira en 300 handteknir í 38 löndum og 23 börnum var bjargað úr ánauð. Spánn Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Sjá meira
Hin handteknu, 118 karlar og þrjár konur notuðu öll sama tengslanetið þar sem gríðarlegt magn barnakláms var í umferð. Við húsleit á heimilum og vinnustöðum fólksins hefur lögreglan alls gert upptæk 500 terabæt af efni, sem hún segir að sé sérlega gróft. Á meðal þess sem var haldlagt og innihélt gróft barnaklám voru 368 harðir diskar, 427 dvd-diskar, 114 usb-lyklar og 60 tölvur auk annarra tækja. Sum fórnarlömb kornung Fólkið sem var handtekið býr víðs vegar á Spáni; í Madrid, Alicante, Almería og víðar. Lögreglan er að rannsaka myndefnið til að reyna að hafa uppi á fórnarlömbunum sem sum hver eru kornung, en hún segir ljóst að stór hluti myndefnisins sé tekinn upp á Spáni, inni á heimilum hinna handteknu. Þá segir lögreglan að í mörgum myndböndum sem hafi verið haldlögð séu börnin beitt afar grimmilegu ofbeldi. Fjölmiðlar greina frá því að nú þegar hafi einn hinna handteknu gert samning við ákæruvaldið, hann viðurkenni að hafa haft barnaklám í fórum sínum og dreift því til annarra og mun þurfa að afplána fimm ára fangelsisdóm. Meirihlutanum sleppt eftir yfirheyrslu Þrír hinna handteknu sitja áfram í gæsluvarðhaldi en 118 var sleppt að loknum yfirheyrslum. Lögreglan segir að handtökurnar megi rekja til umfangsmikillar rannsóknar lögreglunnar á barnaklámi á netinu og að 46 deildir lögreglunnar víðs vegar um landið hafi tekið þátt í rannsókninni og handtökunum. Tölvuglæpadeild spænsku lögreglunnar tók þátt í alþjóðlegri aðgerð gegn barnaklámi fyrir fjórum árum, þá voru meira en 300 handteknir í 38 löndum og 23 börnum var bjargað úr ánauð.
Spánn Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Sjá meira