Skotland og Noregi gerðu jafntefli í stórskemmtilegum leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. nóvember 2023 22:35 John McGinn fagnar marki sínu. Robbie Jay Barratt/Getty Images Leikjum dagsins í undankeppni EM karla í knattspyrnu er nú lokið. Skotland og Noregur gerðu 3-3 jafntefli, Spánn vann 3-1 sigur á Georgíu á meðan Slóvakía og Lúxemborg unnu útisigra í riðli Íslands. Fyrir leik Skotlands og Noregs var ljóst að Skotar væru á leið á EM en Norðmenn þurfa að sitja heima næsta sumar þegar bestu lið Evrópu mæta til Þýskalands. Það voru hins vegar Norðmenn sem komust yfir á Hampden Park í Glasgow í kvöld. Aron Donnum kom Noregi yfir eftir aðeins þrjár mínútur en heimamenn fengu vítaspyrnu tíu mínútum síðar sem John McGinn jafnaði metin úr. Jorgen Strand Larsen kom gestunum yfir á nýjan leik á 20. mínútu en Leo Ostigard varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark ekki löngu síðar og staðan jöfn 2-2 í hálfleik. John McGinn is the king of celebrations pic.twitter.com/DtEXKq2nlf— LiveScore (@livescore) November 19, 2023 Skotar komust loks yfir þegar Stuart Armstrong skoraði á 59. mínútu en Mohamed Elyounoussi jafnaði metin fyrir Noreg undir lokin og þar við sat, lokatölur 3-3 í stórskemmtilegum leik. Í sama riðli vann Spánn 3-1 sigur á Georgíu. Robin Le Normand kom Spáni yfir áður en Khvicha Kvaratskhelia jafnaði metin. Um miðbik fyrri hálfleiks þurfti Gavi, leikmaður Barcelona og Spánar, að yfirgefa völlinn gegna meiðsla en óttast er að hann verði lengi frá keppni vegna þeirra. Staðan var 1-1 í hálfleik en í upphafi síðari hálfleiks skoraði Ferrán Torres annað mark Spánar. Hann hefur nú skorað 18 mörk í 40 A-landsleikjum. Ferran Torres has 18 goals in just 40 games for Spain #EURO2024 pic.twitter.com/uVD0PuPHjd— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) November 19, 2023 Luka Lochoshvili setti svo boltann í eigið net á 72. mínútu og gulltryggði þar með 3-1 sigur Spánar. Spánverjar unnu því A-riðil með 21 stig, Skotland var í 2. sæti með 17 stig og Noregur þar á eftir með 11 stig. Önnur úrslit Bosnía-Hersegóvína 1-2 Slóvakía Liechtenstein 0-1 Lúxemborg Portúgal 2-0 Ísland Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Lukaku skoraði fernu í fyrri hálfleik Belgía rúllaði Aserbaísjan upp í lokaleik þjóðanna í undankeppni EM 2024. Þá vann Svíþjóð 2-0 sigur á Eistlandi. 19. nóvember 2023 19:21 Ungverjaland og Serbía á EM Ungverjaland og Serbía eru komin á Evrópumót karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi sumarið 2024. 19. nóvember 2023 16:11 Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Fyrir leik Skotlands og Noregs var ljóst að Skotar væru á leið á EM en Norðmenn þurfa að sitja heima næsta sumar þegar bestu lið Evrópu mæta til Þýskalands. Það voru hins vegar Norðmenn sem komust yfir á Hampden Park í Glasgow í kvöld. Aron Donnum kom Noregi yfir eftir aðeins þrjár mínútur en heimamenn fengu vítaspyrnu tíu mínútum síðar sem John McGinn jafnaði metin úr. Jorgen Strand Larsen kom gestunum yfir á nýjan leik á 20. mínútu en Leo Ostigard varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark ekki löngu síðar og staðan jöfn 2-2 í hálfleik. John McGinn is the king of celebrations pic.twitter.com/DtEXKq2nlf— LiveScore (@livescore) November 19, 2023 Skotar komust loks yfir þegar Stuart Armstrong skoraði á 59. mínútu en Mohamed Elyounoussi jafnaði metin fyrir Noreg undir lokin og þar við sat, lokatölur 3-3 í stórskemmtilegum leik. Í sama riðli vann Spánn 3-1 sigur á Georgíu. Robin Le Normand kom Spáni yfir áður en Khvicha Kvaratskhelia jafnaði metin. Um miðbik fyrri hálfleiks þurfti Gavi, leikmaður Barcelona og Spánar, að yfirgefa völlinn gegna meiðsla en óttast er að hann verði lengi frá keppni vegna þeirra. Staðan var 1-1 í hálfleik en í upphafi síðari hálfleiks skoraði Ferrán Torres annað mark Spánar. Hann hefur nú skorað 18 mörk í 40 A-landsleikjum. Ferran Torres has 18 goals in just 40 games for Spain #EURO2024 pic.twitter.com/uVD0PuPHjd— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) November 19, 2023 Luka Lochoshvili setti svo boltann í eigið net á 72. mínútu og gulltryggði þar með 3-1 sigur Spánar. Spánverjar unnu því A-riðil með 21 stig, Skotland var í 2. sæti með 17 stig og Noregur þar á eftir með 11 stig. Önnur úrslit Bosnía-Hersegóvína 1-2 Slóvakía Liechtenstein 0-1 Lúxemborg Portúgal 2-0 Ísland
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Lukaku skoraði fernu í fyrri hálfleik Belgía rúllaði Aserbaísjan upp í lokaleik þjóðanna í undankeppni EM 2024. Þá vann Svíþjóð 2-0 sigur á Eistlandi. 19. nóvember 2023 19:21 Ungverjaland og Serbía á EM Ungverjaland og Serbía eru komin á Evrópumót karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi sumarið 2024. 19. nóvember 2023 16:11 Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Lukaku skoraði fernu í fyrri hálfleik Belgía rúllaði Aserbaísjan upp í lokaleik þjóðanna í undankeppni EM 2024. Þá vann Svíþjóð 2-0 sigur á Eistlandi. 19. nóvember 2023 19:21
Ungverjaland og Serbía á EM Ungverjaland og Serbía eru komin á Evrópumót karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi sumarið 2024. 19. nóvember 2023 16:11