Greina landris og áhættu við vinnu varnargarða betur í dag Lovísa Arnardóttir skrifar 20. nóvember 2023 08:35 Hjördís segir öryggi starfsfólks við Svartsengi í fyrirrúmmi. Vísir/Vilhelm Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir það koma í ljós í dag hvort landris hafi áhrif á vinnu við varnargarða við virkjun HS Orku í Svartsengi. Hjördís fór yfir stöðu mála í Bítinu á Bylgjunni í morgun hvað varðar Grindavík, vinnu almannavarna, Veðurstofunnar. Hún sagði Veðurstofuna í samráði við almannavarnir greina gögn daglega og að virk vöktun væri í gangi á landrisi við Svartsengi en það mælist verulegt síðustu daga. Þegar kom í ljós hversu mikið landris er við Svartsengi hafi sem dæmi verið ákveðið að Grindvíkingar sem fái að fara heim í dag að sækja dót aki um Suðurstrandarveg en ekki Grindavíkurveg inn í bæinn. „Hún er endalaus að breytast staðan og það er okkar veruleiki í dag.“ Spurð hvað landrisið þýðir sagði Hjördís að það þýddi að það gæti gosið, en líka að það geri það ekki. Hún sagði það koma betur í ljós í dag þegar búið er að greina gögnin hvort að vinna við varnargarðana sé í uppnámi. Hún sagði öryggi þeirra sem þar vinna í forgangi. Upplýsingafundur almannavarna klukkan 11 Í viðtalinu ræddi hún einnig aðgengi fjölmiðla að Grindvík og nýja fjölmiðlamiðstöð sem opnuð var í gær. Þangað fjölmennti hópur erlendra fjölmiðla en mikið áhugi hefur verið á jarðhræringunum innlendir og erlendis. Því fyrirkomulagi hefur nú verið komið á að aðeins einn tökumaður og einn ljósmyndari fær að fara inn á svæðið daglega og er öllu efni deilt á aðra fjölmiðla. Hún sagði erfitt að segja fólki á síðasta fundi almannavarna að ekki yrðu haldin jól í Grindavík en að þau hafi ákveðið að vera skýr í sínu máli. Ákveðið hafi verið í samráði við bæjarstjóra, Fannar Jónasson, að greina frá þessu. Klukkan 11 verður haldinn upplýsingafundur þar sem Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, fagstjóri endurreisnar hjá Almannavörnum fer yfir starfssemi Þjónustumiðstöðvar Almannavarna sem opnuð var síðasta miðvikudag. Einnig verður á fundinum, Jóhanna Lilja Birgisdóttir, yfirsálfræðingur á félagsþjónustu- og fræðslusviði hjá Grindavíkurbæ, hún fer yfir stöðu mála í skólamálum vegna atburðanna í Grindavík. Fundinum stýrir Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fjölmiðlar Varnargarðar á Reykjanesskaga Almannavarnir Tengdar fréttir „Margir góðir vinir mínir búa enn í Grindavík eða eiga fjölskyldu þar“ Landsliðsfyrirliðinn Alfreð Finnbogason á rætur að rekja til Grindavíkur og var spurður út í sinn gamla heimabæ eftir tap Íslands í Portúgal í lokaleik þjóðanna í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu. 20. nóvember 2023 07:30 Gæsahúðarmyndband Grindavíkur: „Grindvíkingar gefast ekki upp“ „Alveg svakalega stoltur, það vita flest að ég er aðfluttur en ég upplifi sjálfan mig sem 100 prósent Grindvíking. Þetta er mitt heimili, þetta er þar sem börnin mín fæðast og alast upp,“ sagði tilfinningaríkur Ómar Sævarsson í síðasta þætti Körfuboltakvölds. 19. nóvember 2023 23:31 Fjölmiðlar svekktir yfir því að fá ekki að fara inn í Grindavík Miðstöð fyrir erlenda fjölmiðla vegna náttúruhamfaranna í Grindavík var opnuð í dag. Þýskur fréttamaður á heimleið segist svekktur yfir að hafa ekki fengið að fara inn í Grindavík. 19. nóvember 2023 21:42 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira
Hjördís fór yfir stöðu mála í Bítinu á Bylgjunni í morgun hvað varðar Grindavík, vinnu almannavarna, Veðurstofunnar. Hún sagði Veðurstofuna í samráði við almannavarnir greina gögn daglega og að virk vöktun væri í gangi á landrisi við Svartsengi en það mælist verulegt síðustu daga. Þegar kom í ljós hversu mikið landris er við Svartsengi hafi sem dæmi verið ákveðið að Grindvíkingar sem fái að fara heim í dag að sækja dót aki um Suðurstrandarveg en ekki Grindavíkurveg inn í bæinn. „Hún er endalaus að breytast staðan og það er okkar veruleiki í dag.“ Spurð hvað landrisið þýðir sagði Hjördís að það þýddi að það gæti gosið, en líka að það geri það ekki. Hún sagði það koma betur í ljós í dag þegar búið er að greina gögnin hvort að vinna við varnargarðana sé í uppnámi. Hún sagði öryggi þeirra sem þar vinna í forgangi. Upplýsingafundur almannavarna klukkan 11 Í viðtalinu ræddi hún einnig aðgengi fjölmiðla að Grindvík og nýja fjölmiðlamiðstöð sem opnuð var í gær. Þangað fjölmennti hópur erlendra fjölmiðla en mikið áhugi hefur verið á jarðhræringunum innlendir og erlendis. Því fyrirkomulagi hefur nú verið komið á að aðeins einn tökumaður og einn ljósmyndari fær að fara inn á svæðið daglega og er öllu efni deilt á aðra fjölmiðla. Hún sagði erfitt að segja fólki á síðasta fundi almannavarna að ekki yrðu haldin jól í Grindavík en að þau hafi ákveðið að vera skýr í sínu máli. Ákveðið hafi verið í samráði við bæjarstjóra, Fannar Jónasson, að greina frá þessu. Klukkan 11 verður haldinn upplýsingafundur þar sem Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, fagstjóri endurreisnar hjá Almannavörnum fer yfir starfssemi Þjónustumiðstöðvar Almannavarna sem opnuð var síðasta miðvikudag. Einnig verður á fundinum, Jóhanna Lilja Birgisdóttir, yfirsálfræðingur á félagsþjónustu- og fræðslusviði hjá Grindavíkurbæ, hún fer yfir stöðu mála í skólamálum vegna atburðanna í Grindavík. Fundinum stýrir Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fjölmiðlar Varnargarðar á Reykjanesskaga Almannavarnir Tengdar fréttir „Margir góðir vinir mínir búa enn í Grindavík eða eiga fjölskyldu þar“ Landsliðsfyrirliðinn Alfreð Finnbogason á rætur að rekja til Grindavíkur og var spurður út í sinn gamla heimabæ eftir tap Íslands í Portúgal í lokaleik þjóðanna í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu. 20. nóvember 2023 07:30 Gæsahúðarmyndband Grindavíkur: „Grindvíkingar gefast ekki upp“ „Alveg svakalega stoltur, það vita flest að ég er aðfluttur en ég upplifi sjálfan mig sem 100 prósent Grindvíking. Þetta er mitt heimili, þetta er þar sem börnin mín fæðast og alast upp,“ sagði tilfinningaríkur Ómar Sævarsson í síðasta þætti Körfuboltakvölds. 19. nóvember 2023 23:31 Fjölmiðlar svekktir yfir því að fá ekki að fara inn í Grindavík Miðstöð fyrir erlenda fjölmiðla vegna náttúruhamfaranna í Grindavík var opnuð í dag. Þýskur fréttamaður á heimleið segist svekktur yfir að hafa ekki fengið að fara inn í Grindavík. 19. nóvember 2023 21:42 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira
„Margir góðir vinir mínir búa enn í Grindavík eða eiga fjölskyldu þar“ Landsliðsfyrirliðinn Alfreð Finnbogason á rætur að rekja til Grindavíkur og var spurður út í sinn gamla heimabæ eftir tap Íslands í Portúgal í lokaleik þjóðanna í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu. 20. nóvember 2023 07:30
Gæsahúðarmyndband Grindavíkur: „Grindvíkingar gefast ekki upp“ „Alveg svakalega stoltur, það vita flest að ég er aðfluttur en ég upplifi sjálfan mig sem 100 prósent Grindvíking. Þetta er mitt heimili, þetta er þar sem börnin mín fæðast og alast upp,“ sagði tilfinningaríkur Ómar Sævarsson í síðasta þætti Körfuboltakvölds. 19. nóvember 2023 23:31
Fjölmiðlar svekktir yfir því að fá ekki að fara inn í Grindavík Miðstöð fyrir erlenda fjölmiðla vegna náttúruhamfaranna í Grindavík var opnuð í dag. Þýskur fréttamaður á heimleið segist svekktur yfir að hafa ekki fengið að fara inn í Grindavík. 19. nóvember 2023 21:42