Gagnrýnir Veðurstofuna fyrir að hamla aðgengi að GPS-gögnum Kristján Már Unnarsson skrifar 20. nóvember 2023 10:40 Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur við rætur Snæfellsjökuls í viðtali í þættinum Um land allt. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur gagnrýnir Veðurstofu Íslands fyrir að takmarka aðgengi almennings að GPS-gögnum sem geri mönnum kleift að fylgjast með jarðskorpuhreyfingum. Segir hann að Veðurstofunni beri skylda til að koma þessum gögnum á framfæri svo þau séu öllum aðgengileg. Í pistli á bloggsíðu sinni undir fyrirsögninni „Leyfið fólkinu að skoða GPS mælingar frá Reykjanesi“ rifjar Haraldur upp að GPS-kerfið hafi upphaflega verið amerískt hernaðarleyndarmál. Bandaríkin hafi árið 1978 skotið á loft 24 gervihnöttum til að ákvarða staðsetningu á yfirborði jarðar með mikilli nákvæmni. Það hafi verið stórkostleg bylting þegar GPS-tæknin kom á almennan markað árið 1990. Hún hafi reynst alveg tilvalin til þess að fylgjast með jarðskorpuhreyfingum á Íslandi. Segir Haraldur að sennilega hafi bresk vísindakona, Gillian Foulger, ásamt félögum sínum, verið fyrst til að nýta tæknina til jarðskorpumælinga á Íslandi árið 1986. „Loks var net af GPS mælum sett upp árið 1999 og það hefur verið rekið af Veðurstofu Íslands síðan. Það er grundvallaratriði fyrir vísindastarfsemi á Íslandi að halda við GPS kerfinu til að fylgjast með skorpuhreyfingum,“ segir Haraldur. Haraldur Sigurðsson í viðtali við Stöð 2 við hraunfossinn á Fimmvörðuhálsi í mars 2010.Vísir „Tækjanetið virðist vera í góðu standi, en aðgengi almennings að GPS gögnum er því miður afleitt. Vefsíða Veðurstofunnar fyrir jarðhræringar er fyrst og fremst helguð jarðskjálftavirkni. Ef þú leitar að GPS-gögnum, þá rekur þú þig á tíu eða tuttugu ára gömul skilaboð sem bægja þér frá,“ segir Haraldur ennfremur. Eldfjallafræðingurinn rekur nokkur dæmi. Upplýsingar á ákveðinni síðu séu sagðar úreltar. Ný síða sögð í vinnslu og verði vonandi opnuð fljótlega. Á öðrum stað sé sagt: „Athugið að ekki er ráðlegt að nota gögnin nema í samráði við starfsmenn jarðeðlissviðs Veðurstofu Íslands.“ Og ennfremur: „Athugið að aðgengi að ISGPS gögnum hefur verið takmarkað, sjá tilkynningu og leiðbeiningar um aðgengi.“ „Slík skilaboð hafa verið á vefsíðunni síðan 2008. Af einhverjum sökum er GPS olnbogabarn innan Veðurstofunnar,“ segir Haraldur. Haraldur að störfum við eldfjall í Indónesíu.RAX Hann biður fólk þó ekki um að örvænta því að góður borgari og áhugamaður úti í bæ hafi komið upp vefsíðu þar sem gott aðgengi sé að bæði jarðskjálftagögnum Veðurstofunnar og einnig GPS mælingum á Íslandi. Þetta sé vefsíðan https://vafri.is/quake/. „Hreinn Beck kvikmyndaframleiðandi á mikinn heiður skilið fyrir þetta merka framtak. En Veðurstofunni ber skylda til að koma þessum gögnum fram í formi, þar sem þau eru aðgengileg öllum almenningi,“ segir Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur. Vísindi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Veður Tengdar fréttir Haraldur telur flekahreyfingar en ekki kviku orsaka umbrotin Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur flekahreyfingar orsök umbrotanna á Reykjanesskaga. Hann segir kviku, sem kunni að vera að gutla á um eins kílómetra dýpi í kvikuganginum, sennilega ekki nægjanlega til að valda eldgosi. 17. nóvember 2023 09:49 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Í pistli á bloggsíðu sinni undir fyrirsögninni „Leyfið fólkinu að skoða GPS mælingar frá Reykjanesi“ rifjar Haraldur upp að GPS-kerfið hafi upphaflega verið amerískt hernaðarleyndarmál. Bandaríkin hafi árið 1978 skotið á loft 24 gervihnöttum til að ákvarða staðsetningu á yfirborði jarðar með mikilli nákvæmni. Það hafi verið stórkostleg bylting þegar GPS-tæknin kom á almennan markað árið 1990. Hún hafi reynst alveg tilvalin til þess að fylgjast með jarðskorpuhreyfingum á Íslandi. Segir Haraldur að sennilega hafi bresk vísindakona, Gillian Foulger, ásamt félögum sínum, verið fyrst til að nýta tæknina til jarðskorpumælinga á Íslandi árið 1986. „Loks var net af GPS mælum sett upp árið 1999 og það hefur verið rekið af Veðurstofu Íslands síðan. Það er grundvallaratriði fyrir vísindastarfsemi á Íslandi að halda við GPS kerfinu til að fylgjast með skorpuhreyfingum,“ segir Haraldur. Haraldur Sigurðsson í viðtali við Stöð 2 við hraunfossinn á Fimmvörðuhálsi í mars 2010.Vísir „Tækjanetið virðist vera í góðu standi, en aðgengi almennings að GPS gögnum er því miður afleitt. Vefsíða Veðurstofunnar fyrir jarðhræringar er fyrst og fremst helguð jarðskjálftavirkni. Ef þú leitar að GPS-gögnum, þá rekur þú þig á tíu eða tuttugu ára gömul skilaboð sem bægja þér frá,“ segir Haraldur ennfremur. Eldfjallafræðingurinn rekur nokkur dæmi. Upplýsingar á ákveðinni síðu séu sagðar úreltar. Ný síða sögð í vinnslu og verði vonandi opnuð fljótlega. Á öðrum stað sé sagt: „Athugið að ekki er ráðlegt að nota gögnin nema í samráði við starfsmenn jarðeðlissviðs Veðurstofu Íslands.“ Og ennfremur: „Athugið að aðgengi að ISGPS gögnum hefur verið takmarkað, sjá tilkynningu og leiðbeiningar um aðgengi.“ „Slík skilaboð hafa verið á vefsíðunni síðan 2008. Af einhverjum sökum er GPS olnbogabarn innan Veðurstofunnar,“ segir Haraldur. Haraldur að störfum við eldfjall í Indónesíu.RAX Hann biður fólk þó ekki um að örvænta því að góður borgari og áhugamaður úti í bæ hafi komið upp vefsíðu þar sem gott aðgengi sé að bæði jarðskjálftagögnum Veðurstofunnar og einnig GPS mælingum á Íslandi. Þetta sé vefsíðan https://vafri.is/quake/. „Hreinn Beck kvikmyndaframleiðandi á mikinn heiður skilið fyrir þetta merka framtak. En Veðurstofunni ber skylda til að koma þessum gögnum fram í formi, þar sem þau eru aðgengileg öllum almenningi,“ segir Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur.
Vísindi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Veður Tengdar fréttir Haraldur telur flekahreyfingar en ekki kviku orsaka umbrotin Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur flekahreyfingar orsök umbrotanna á Reykjanesskaga. Hann segir kviku, sem kunni að vera að gutla á um eins kílómetra dýpi í kvikuganginum, sennilega ekki nægjanlega til að valda eldgosi. 17. nóvember 2023 09:49 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Haraldur telur flekahreyfingar en ekki kviku orsaka umbrotin Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur flekahreyfingar orsök umbrotanna á Reykjanesskaga. Hann segir kviku, sem kunni að vera að gutla á um eins kílómetra dýpi í kvikuganginum, sennilega ekki nægjanlega til að valda eldgosi. 17. nóvember 2023 09:49