Upplýsingafundur: Ekki skólaskylda en „safnskólar“ og hverfisskólar standa til boða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. nóvember 2023 11:43 Víðir hefur áður sagt að það sé ólíklegt að Grindvíkingar fái að halda hefðbundin jól. Vísir/Vilhelm Mikið verkefni stendur yfir og fyrir dyrum í Grindavík og öllum árum róið að því að koma lífi Grindvíkinga sem neyðst hafa til að flýja heimili sín í farveg. Þetta var meðal þess sem kom fram á upplýsingafundi Almannavarna rétt í þessu. Víðir Reynisson, sviðsstjóri og yfirlögregluþjónn Almannavarna, stjórnaði fundinum og byrjaði á því að fara yfir verkefnið. Þá gaf hann Benedikt Ófeigssyni, náttúruvársérfræðingi hjá Veðurstofu Íslands, orðið. Benedikt sagði Veðurstofu hafa fundað með fulltrúum frá Háskóla Íslands og Almannavörnum í morgun til að fara yfir ný gögn og gervitunglamyndir. Þær sýndu vel aukið landris í Svartsengi, sem væri töluvert hraðara en það hefði verið áður en kvikugangurinn myndaðist. Að sögn Benedikts eru ekki taldar miklar líkur á gosi í Svartsengi á meðan engin skjálftavirkni er þar; mun meiri líkur séu á því að gos komi upp í sprungunni. Hann sagði vel fylgst með svæðinu og staðan gæti breyst á mjög skömmum tíma. Starfsmenn Grindavíkurbæjar, bóksafnsins og kirkjunnar að koma sér fyrir Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, fagstjóri endurreisnar hjá Almannavörnum, fór yfir starfsemi þjónustumiðstöðvarinnar sem opnuð var fyrir Grindvíkinga í Tollhúsinu í Reykjavík í síðustu viku. Hún sagði um 100 manns leita þangað daglega og ítrekaði að miðstöðin væri bæði fyrir fullorðna og börn, þar væri til að mynda sérstakt leiksvæði fyrir börnin. Hún sagði þónustuna sífellt að aukast en þar væri meðal annars boðið upp á samfélagslegan stuðning á vegum Rauða krossins. Ýmsar upplýsingar væru veittar á þjónustumiðstöðinni og í dag yrðu þar aðilar frá Náttúruhamfaratryggingu og Vinnumálastofnun. Þá myndu tryggingafélögin koma síðar meir og kynna úrræði. Ingibjörg sagði hluta af þjónstu Grindavíkurbæjar til húsa í Tollhúsinu, til að mynda félagsþjónstan. Þá væru starfsmenn bókasafnsins, Grindavíkurkirkju og frístunda- og menningarsvið einnig að koma sér fyrir. Starfsemin væri stöðugt að stækka að umfangi en að auki hefði verið opnuð þjónustugátt á island.is. Þar væri hægt að óska eftir húsnæði og eftir því að komast heim til Grindavíkur í verðmætabjörgun. Ingibjörg hvatti Grindvíkinga til að koma, fá sér kaffi og kynna sér þjónustuna. Stendur til boða að vera áfram með samnemendum og kennurum Jóhanna Lilja Birgisdóttir, yfirsálfræðingur hjá félagsþjónustu- og fræðslusviði Grindavíkurbæjar, ávarpaði börn og fjölskyldur Grindavíkur. Lögð væri áhersla á að hverju barni væri mætt á eigin forsendum. Nú væri ekki skólaskylda hjá börnum í Grindavík en það væri réttur þeirra að ganga í skóla og unnið væri að því með nágrannasveitarfélögunum. Jóhanna sagði að á þessum tímum væri sumum börnum mikilvægt að mæta í skóla en öðrum að vera með fjölskyldu. Miðað er að því að öll börn komist í skóla í því hverfi þar sem fjölskyldan hefur fengið skjól. En einnig verður hægt að sækja skóla í „safnskóla“ fyrir börn úr Grindavík, þar sem börn og kennarar úr Grindavík munu koma saman. Skipulagið er eftir aldurshópum: 1. og 2, bekkur í Hvassaleitiskóla 3. og 4. bekkur í Tónabæ 5. til 8. bekkur í Ármúla 30 9. og 10. bekkur í Laugalækjaskóla Nánari upplýsingar fyrir foreldra eru væntanlegar í dag, sagði Jóhann. Þetta stendur til boða en það er ekki skólaskylda, ítrekaði hún. Veltur allt á því hvað er börnunum fyrir bestu. Hún sagði verið að vinna að svipuðum úrræðum fyrir leikskólabörnin. Benedikt sagðist aðspurður ekki telja að aukið landris við Svartsengi ógnaði þeim sem ynnu að varnargörðum á svæðinu. Gos væri enn langlíklegast við sprunguna. Víðir sagði búið að skipta vinnu við varnargarðana í áfanga en framkvæmdirnar myndu taka 30 til 40 daga. Víðir var einnig spurður að því hvers vegna aðgengi fjölmiðla að Grindavík hefði verið takmarkað. Grindavík er hættusvæði, lokað svæði, svaraði Víðir. Viðbragðsaðilar hefðu ekki haft mannskap til að fylgja fjölmiðlum inn. Um leið og við förum að hafa fleiri bíla og meiri mannskap þá munum við auka aðgengið, sagði Víðir. Það væri mikið verkefni að koma íbúum inn og ekki hefði reynst ráðrúm til að gera meira. Það stæði þó til bóta. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Víðir Reynisson, sviðsstjóri og yfirlögregluþjónn Almannavarna, stjórnaði fundinum og byrjaði á því að fara yfir verkefnið. Þá gaf hann Benedikt Ófeigssyni, náttúruvársérfræðingi hjá Veðurstofu Íslands, orðið. Benedikt sagði Veðurstofu hafa fundað með fulltrúum frá Háskóla Íslands og Almannavörnum í morgun til að fara yfir ný gögn og gervitunglamyndir. Þær sýndu vel aukið landris í Svartsengi, sem væri töluvert hraðara en það hefði verið áður en kvikugangurinn myndaðist. Að sögn Benedikts eru ekki taldar miklar líkur á gosi í Svartsengi á meðan engin skjálftavirkni er þar; mun meiri líkur séu á því að gos komi upp í sprungunni. Hann sagði vel fylgst með svæðinu og staðan gæti breyst á mjög skömmum tíma. Starfsmenn Grindavíkurbæjar, bóksafnsins og kirkjunnar að koma sér fyrir Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, fagstjóri endurreisnar hjá Almannavörnum, fór yfir starfsemi þjónustumiðstöðvarinnar sem opnuð var fyrir Grindvíkinga í Tollhúsinu í Reykjavík í síðustu viku. Hún sagði um 100 manns leita þangað daglega og ítrekaði að miðstöðin væri bæði fyrir fullorðna og börn, þar væri til að mynda sérstakt leiksvæði fyrir börnin. Hún sagði þónustuna sífellt að aukast en þar væri meðal annars boðið upp á samfélagslegan stuðning á vegum Rauða krossins. Ýmsar upplýsingar væru veittar á þjónustumiðstöðinni og í dag yrðu þar aðilar frá Náttúruhamfaratryggingu og Vinnumálastofnun. Þá myndu tryggingafélögin koma síðar meir og kynna úrræði. Ingibjörg sagði hluta af þjónstu Grindavíkurbæjar til húsa í Tollhúsinu, til að mynda félagsþjónstan. Þá væru starfsmenn bókasafnsins, Grindavíkurkirkju og frístunda- og menningarsvið einnig að koma sér fyrir. Starfsemin væri stöðugt að stækka að umfangi en að auki hefði verið opnuð þjónustugátt á island.is. Þar væri hægt að óska eftir húsnæði og eftir því að komast heim til Grindavíkur í verðmætabjörgun. Ingibjörg hvatti Grindvíkinga til að koma, fá sér kaffi og kynna sér þjónustuna. Stendur til boða að vera áfram með samnemendum og kennurum Jóhanna Lilja Birgisdóttir, yfirsálfræðingur hjá félagsþjónustu- og fræðslusviði Grindavíkurbæjar, ávarpaði börn og fjölskyldur Grindavíkur. Lögð væri áhersla á að hverju barni væri mætt á eigin forsendum. Nú væri ekki skólaskylda hjá börnum í Grindavík en það væri réttur þeirra að ganga í skóla og unnið væri að því með nágrannasveitarfélögunum. Jóhanna sagði að á þessum tímum væri sumum börnum mikilvægt að mæta í skóla en öðrum að vera með fjölskyldu. Miðað er að því að öll börn komist í skóla í því hverfi þar sem fjölskyldan hefur fengið skjól. En einnig verður hægt að sækja skóla í „safnskóla“ fyrir börn úr Grindavík, þar sem börn og kennarar úr Grindavík munu koma saman. Skipulagið er eftir aldurshópum: 1. og 2, bekkur í Hvassaleitiskóla 3. og 4. bekkur í Tónabæ 5. til 8. bekkur í Ármúla 30 9. og 10. bekkur í Laugalækjaskóla Nánari upplýsingar fyrir foreldra eru væntanlegar í dag, sagði Jóhann. Þetta stendur til boða en það er ekki skólaskylda, ítrekaði hún. Veltur allt á því hvað er börnunum fyrir bestu. Hún sagði verið að vinna að svipuðum úrræðum fyrir leikskólabörnin. Benedikt sagðist aðspurður ekki telja að aukið landris við Svartsengi ógnaði þeim sem ynnu að varnargörðum á svæðinu. Gos væri enn langlíklegast við sprunguna. Víðir sagði búið að skipta vinnu við varnargarðana í áfanga en framkvæmdirnar myndu taka 30 til 40 daga. Víðir var einnig spurður að því hvers vegna aðgengi fjölmiðla að Grindavík hefði verið takmarkað. Grindavík er hættusvæði, lokað svæði, svaraði Víðir. Viðbragðsaðilar hefðu ekki haft mannskap til að fylgja fjölmiðlum inn. Um leið og við förum að hafa fleiri bíla og meiri mannskap þá munum við auka aðgengið, sagði Víðir. Það væri mikið verkefni að koma íbúum inn og ekki hefði reynst ráðrúm til að gera meira. Það stæði þó til bóta.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira