Á meðan kvika er svo grunnt geti fólk ekki farið heim Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 20. nóvember 2023 14:06 Benedikt Gunnar Ófeigsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að það gjósi nærri Hagafelli, ef það gýs. Vísir/Arnar Jarðeðlisfræðingur segir enn líklegast að gjósi nærri Hagafelli ef til eldgoss kemur. Ekki sé hægt að spá til um kvikuflæði fyrr en kvikan er komin upp. Hann segir íbúa ekki geta farið heim á meðan kvika mælist svo grunnt. Benedikt G. Ófeigsson jarðeðlisfræðingur segir enn líklegustu sviðsmyndina, ef til eldgoss kemur, að það gjósi nærri Hagafelli austan við Þorbjörn. „Það er þar sem við höfum sé kvikuinnflæði koma inn eftir að kvikugangurinn myndaðist. Það er grunnt og við höfum góða staðfestingu á því og horfum á það sem líklegustu staðsetningu fyrir upptök, ef til goss kemur,“ segir Benedikt. Hann segir erfitt að segja til um hvað það þýðir fyrir Grindavík. Svæðið sé nálægt vatnaskilum og það fari mjög eftir því hvar nákvæmlega kvika kæmi upp hvað það þýði fyrir byggð í Grindavík. Aðeins sé hægt að spá fyrir um hraunflæði þegar kvikan kemur upp. Spurður um landrisið við Svartsengi segir Benedikt að það þýði að enn flæði inn kvika í kvikuinnskotið. Hann segir svæðið hættusvæði og að það sé mikil vöktun í gangi hjá Veðurstofu. Það sé ekki endilega hættulegt að vinna á Svartsengissvæðinu en að það sé vel fylgst með því. Framkvæmdaaðilar séu nálægt mögulegum upptökum en að þeir ættu að hafa tíma til að koma sér burt áður en til eldgoss kæmi. Spurður hvað þurfi að gerast til að fólk fái að fara aftur heim segir Benedikt að í þá ákvörðun þurfi að taka meira til greina en bara jarðhræringar. „En á meðan ástandið er enn svona. Við sjáum kviku grunnt og hún gæti komið upp á yfirborðið þá er það engan veginn ráðlegt. En ekki okkar ákvörðun hvenær þau fari heim þótt svo það sé gert í samráði við okkur. Við þurfum allavega að láta einhvern tíma líða og að það sé ekki gos á leið þarna upp þangað til við getum ráðlagt eitthvað um það,“ segir Benedikt og að ástandið í bænum sé enn hættulegt. Það séu margar sprungur sem geti opnast frekar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vonar að vinnuveitendur sýni björgunarsveitarfólki skilning Almannavarnir hafa sent út fjöldaboð til allra björgunarsveita á landinu. Meiri mannskap þarf í verkefnið. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segist vonast til þess að vinnuveitendur taki tillit til þess þegar fólk með kunnáttu þurfi að hverfa frá vinnu. 20. nóvember 2023 13:58 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum setur fjölmiðlum ótækar takmarkanir Formaður Blaðamannafélags Íslands segir víðtækar takmarkanir Lögreglustjórans á Suðurnesjum á störf fjölmiðla í og í kringum Grindavík ótækar. Fjölmiðlar væru hindraðir í að hafa eftirlit með aðgerðum yfirvalda og til að afla upplýsinga sem vörðuðu Grindvíkinga og allan almenning í landinu. 20. nóvember 2023 12:08 Greina landris og áhættu við vinnu varnargarða betur í dag Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir það koma í ljós í dag hvort landris hafi áhrif á vinnu við varnargarða við virkjun HS Orku í Svartsengi. 20. nóvember 2023 08:35 Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Benedikt G. Ófeigsson jarðeðlisfræðingur segir enn líklegustu sviðsmyndina, ef til eldgoss kemur, að það gjósi nærri Hagafelli austan við Þorbjörn. „Það er þar sem við höfum sé kvikuinnflæði koma inn eftir að kvikugangurinn myndaðist. Það er grunnt og við höfum góða staðfestingu á því og horfum á það sem líklegustu staðsetningu fyrir upptök, ef til goss kemur,“ segir Benedikt. Hann segir erfitt að segja til um hvað það þýðir fyrir Grindavík. Svæðið sé nálægt vatnaskilum og það fari mjög eftir því hvar nákvæmlega kvika kæmi upp hvað það þýði fyrir byggð í Grindavík. Aðeins sé hægt að spá fyrir um hraunflæði þegar kvikan kemur upp. Spurður um landrisið við Svartsengi segir Benedikt að það þýði að enn flæði inn kvika í kvikuinnskotið. Hann segir svæðið hættusvæði og að það sé mikil vöktun í gangi hjá Veðurstofu. Það sé ekki endilega hættulegt að vinna á Svartsengissvæðinu en að það sé vel fylgst með því. Framkvæmdaaðilar séu nálægt mögulegum upptökum en að þeir ættu að hafa tíma til að koma sér burt áður en til eldgoss kæmi. Spurður hvað þurfi að gerast til að fólk fái að fara aftur heim segir Benedikt að í þá ákvörðun þurfi að taka meira til greina en bara jarðhræringar. „En á meðan ástandið er enn svona. Við sjáum kviku grunnt og hún gæti komið upp á yfirborðið þá er það engan veginn ráðlegt. En ekki okkar ákvörðun hvenær þau fari heim þótt svo það sé gert í samráði við okkur. Við þurfum allavega að láta einhvern tíma líða og að það sé ekki gos á leið þarna upp þangað til við getum ráðlagt eitthvað um það,“ segir Benedikt og að ástandið í bænum sé enn hættulegt. Það séu margar sprungur sem geti opnast frekar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vonar að vinnuveitendur sýni björgunarsveitarfólki skilning Almannavarnir hafa sent út fjöldaboð til allra björgunarsveita á landinu. Meiri mannskap þarf í verkefnið. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segist vonast til þess að vinnuveitendur taki tillit til þess þegar fólk með kunnáttu þurfi að hverfa frá vinnu. 20. nóvember 2023 13:58 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum setur fjölmiðlum ótækar takmarkanir Formaður Blaðamannafélags Íslands segir víðtækar takmarkanir Lögreglustjórans á Suðurnesjum á störf fjölmiðla í og í kringum Grindavík ótækar. Fjölmiðlar væru hindraðir í að hafa eftirlit með aðgerðum yfirvalda og til að afla upplýsinga sem vörðuðu Grindvíkinga og allan almenning í landinu. 20. nóvember 2023 12:08 Greina landris og áhættu við vinnu varnargarða betur í dag Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir það koma í ljós í dag hvort landris hafi áhrif á vinnu við varnargarða við virkjun HS Orku í Svartsengi. 20. nóvember 2023 08:35 Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Vonar að vinnuveitendur sýni björgunarsveitarfólki skilning Almannavarnir hafa sent út fjöldaboð til allra björgunarsveita á landinu. Meiri mannskap þarf í verkefnið. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segist vonast til þess að vinnuveitendur taki tillit til þess þegar fólk með kunnáttu þurfi að hverfa frá vinnu. 20. nóvember 2023 13:58
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum setur fjölmiðlum ótækar takmarkanir Formaður Blaðamannafélags Íslands segir víðtækar takmarkanir Lögreglustjórans á Suðurnesjum á störf fjölmiðla í og í kringum Grindavík ótækar. Fjölmiðlar væru hindraðir í að hafa eftirlit með aðgerðum yfirvalda og til að afla upplýsinga sem vörðuðu Grindvíkinga og allan almenning í landinu. 20. nóvember 2023 12:08
Greina landris og áhættu við vinnu varnargarða betur í dag Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir það koma í ljós í dag hvort landris hafi áhrif á vinnu við varnargarða við virkjun HS Orku í Svartsengi. 20. nóvember 2023 08:35