„Mystísk en um leið svo mannleg“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2023 17:00 Inga Björk var að senda frá sér plötu og tónlistarmyndband ásamt Alexander Bornstein. Trausti Dagsson „Tónlistin er bara einhvern veginn þarna alls staðar, út og inn um allt,“ segir tónlistarkonan Inga Björk. Hún og verðlaunatónskáldið Alexander Bornstein voru að gefa út sína fyrstu þriggja laga EP plötu ásamt nýju tónlistarmyndbandi eftir Margréti Seemu Takyar. Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Stórmyndir og dáleiðandi lagaskúlptúrar Í fréttatilkynningu kemur fram að Alexander Bornstein sé meðal annars þekktur fyrir tónlist í kvikmyndum á borð við Transformers, The Twilight Zone, Agent Carter og The Tutor. Samstarf hans og Ingu Bjarkar hófst við undirbúning hans á tónlistinni fyrir síðastnefndu myndina The Tutor, en Inga Björk söng inn á sountrackið. Aðalleikarar myndarinnar eru Garrett Hedlund úr Óskarstilnefndu kvikmyndinni Mudbound og Noah Schapp sem flestir þekkja úr Stranger Things. „Tónlist LAYERS er alternatív elektróník, þar sem söngur íslensku Ingu Bjarkar og ríkur hljóðheimur Alexanders mætast í dáleiðandi lagaskúlptúrum. Eftirvinnsla plötunnar var í höndum Emmy hafans Tyson Lozensky og Grammy hafans Jett Galindo. Margrét Seema Takyar leikstýrði og skaut myndbandið við titillag plötunnar, LAYERS,“ segir í fréttatilkynningunni. Skjáskot úr tónlistarmyndbandinu.Skjáskot Lög af öllu mögulegu og ómögulegu Aðspurð um innblásturinn á bak við tónlistarmyndbandið segir Inga Björk: „Lagið okkar LAYERS hreinlega hrópaði eftir myndrænni nálgun. Öll þessi lög af öllu mögulegu og ómögulegu, sem við berum utan á okkur og inn í okkur. Úr hverju eru þau og hvað er þar fyrir innan. Margrét Seema Takyar greip svo strax þennan kjarna lagsins og skapaði þetta magnaða myndband sem gæti ekki passað betur við lagið.“ Tónlist er órjúfanlegur hluti af tilveru Ingu Bjarkar. „Tónlistin er bara einhvern veginn þarna alls staðar, út og inn um allt. Þetta milli línanna. Allar ósýnilegu en gjörsamlega ómissandi agnirnar. Mystísk en um leið svo mannleg.“ Tónlist Menning Bíó og sjónvarp Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Stórmyndir og dáleiðandi lagaskúlptúrar Í fréttatilkynningu kemur fram að Alexander Bornstein sé meðal annars þekktur fyrir tónlist í kvikmyndum á borð við Transformers, The Twilight Zone, Agent Carter og The Tutor. Samstarf hans og Ingu Bjarkar hófst við undirbúning hans á tónlistinni fyrir síðastnefndu myndina The Tutor, en Inga Björk söng inn á sountrackið. Aðalleikarar myndarinnar eru Garrett Hedlund úr Óskarstilnefndu kvikmyndinni Mudbound og Noah Schapp sem flestir þekkja úr Stranger Things. „Tónlist LAYERS er alternatív elektróník, þar sem söngur íslensku Ingu Bjarkar og ríkur hljóðheimur Alexanders mætast í dáleiðandi lagaskúlptúrum. Eftirvinnsla plötunnar var í höndum Emmy hafans Tyson Lozensky og Grammy hafans Jett Galindo. Margrét Seema Takyar leikstýrði og skaut myndbandið við titillag plötunnar, LAYERS,“ segir í fréttatilkynningunni. Skjáskot úr tónlistarmyndbandinu.Skjáskot Lög af öllu mögulegu og ómögulegu Aðspurð um innblásturinn á bak við tónlistarmyndbandið segir Inga Björk: „Lagið okkar LAYERS hreinlega hrópaði eftir myndrænni nálgun. Öll þessi lög af öllu mögulegu og ómögulegu, sem við berum utan á okkur og inn í okkur. Úr hverju eru þau og hvað er þar fyrir innan. Margrét Seema Takyar greip svo strax þennan kjarna lagsins og skapaði þetta magnaða myndband sem gæti ekki passað betur við lagið.“ Tónlist er órjúfanlegur hluti af tilveru Ingu Bjarkar. „Tónlistin er bara einhvern veginn þarna alls staðar, út og inn um allt. Þetta milli línanna. Allar ósýnilegu en gjörsamlega ómissandi agnirnar. Mystísk en um leið svo mannleg.“
Tónlist Menning Bíó og sjónvarp Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira