Heimili hjónanna er afar litríkt og sjarmerandi þar sem gamalt og nýtt fær að njóta sín á sinn hátt. Litadýrðin umvefur hvert rýmið á fætur öðru þar sem veggir og húsgögn eru í öllum regnbogans litum.
Þessi glæsilega hæð í miðbæ Reykjavíkur var byggð árið 1930 og er skráð 110 fermetrar. Eins og meðfylgjandi myndir sýna er eignin í sínum upprunalega stíl. Ásett verð er 89,7 milljónir.
Nánari upplýsingar má finna á fasteignavef Vísis.

Eignin samanstendur af þremur svefnherbergjum, tveimur baðherbergjum og opnu og rúmgóðu alrými sem samanstendur af eldhúsi, stofu og borðstofu. Útgengt er úr stofu á stórar suðursvalir með timburpalli.







