Hvað vilja Grindvíkingar? Kolbeinn Tumi Daðason og Heimir Már Pétursson skrifa 21. nóvember 2023 12:29 Sigurður Ingi Jóhannsson stýrði ríkisstjórnarfundi í fjarveru Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra sem er veik og Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra sem staddur er erlendis. Vísir/vilhelm Innviðaráðherra segir stóran lið í lausn á húsnæðisvanda Grindvíkinga að átta sig á því hvað Grindvíkingar vilji. Þar hjálpi náttúran og óvissan hennar vegna ekki til. Ríkið ráði vel við þann kostnað sem fylgi slíku verkefni. Fundur ríkisstjórnar í morgun sneri fyrst og fremst að stöðunni á Reykjanesi og húsnæðisvanda Grindvíkinga. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir fyrsta fasann langt kominn hvað varðar að tryggja fólki tímabundið húsnæði. Svo þurfi að vinna hratt að lausnum til lengri tíma og þar séu ólíkir hópar við störf. „Einn er að skoða einfaldlega það húsnæði sem er tilbúið á markaði. Hvernig hið opinbera geti komið að því. Það er umtalsverður fjöldi íbúða,“ segir Sigurður Ingi. „Síðan var settur á laggirnar hópur á föstudag til að skoða einhvers konar viðlagasjóðshús,“ segir Sigurður Ingi. Allir þættir þess væru til skoðunar en það væri húsnæði hugsað til aðeins lengri tíma. Þá væri einnig skoðað hvort hægt væri að aðstoða Grindvíkinga í gegnum almenna kerfið að eignast sitt eigið húsnæði að nýju. „Fyrst og fremst þurfum við að átta okkur á því hvað Grindvíkingar vilja helst og þurfa. Það er auðvitað flókin staða því náttúran hagar sér eins og hún er að haga sér.“ Hálfrar aldar hús í góðu lagi Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, fari fyrir hópnum sem settur var á laggirnar á föstudaginn. Hópurinn eigi að halda utan um gæði, hönnun, hvernig húsin spili saman við umhverfið, hvaða lóðir séu í boði, tímabundnar lóðir eða lóðir til lengri tíma. Viðlagasjóðshús sem byggð voru fyrir fimmtíu árum vegna sama vanda vegna eldgoss á Heimaey séu víða enn þá í góðu lagi. Viðlagasjóðshús í Hagahverfi á Selfossi 1973, sem reist voru fyrir flóttafólk úr Vestmannaeyjum.Tómas Jónsson Ráðherra var spurður út í sviðsmyndina að byggja þurfi varnargarð fyrir Grindavíkurbæ sjálfan. Sigurður Ingi segir það meðal þess sem verið sé að skoða. Ýmsar sviðsmyndir hafi verið skoðaðar í fortíðinni en nú hafi ýmislegt breyst í jarðhræringum undanfarinna vikna. „Það er rétt að náttúran hefur verið að koma okkur leiðinlega á óvart síðustu vikurnar að birtast með sviðsmyndir sem eru sýnu verri. En við erum að hlaupa til að vera tilbúin að bregðast við með ólíkum hætti.“ Litlar skuldir Bæði sé byrjað að skora borholur fyrir kalt vatn, undirbúningur sé hafinn að lághitavarastöðvum og þá sömuleiðis að skoða varnargarða fyrir eldgos á verri stað en reiknað hefur verið með. Nú sé komin reynsla af byggingu varnargarða í fyrri gosum og þá gangi vinna vel við fjóra varnargarða í augnablikinu. Sigurður Ingi segir kostnað við húsnæði til viðbótar við þann sem hlýst við gerð varnargarða eitthvað sem ríkissjóður ráði vel við. Vinna við fjóra varnargarða gangi vel. „Við erum býsna vel stödd eftir að hafa komiðst vel út úr miklum fjárútlátum í heimsfaraldrinum. Betur en mörg önnur lönd. Við sjáum það vel á ríkisfjármálunum. Við skuldum til þess að gera lítið miðað við önnur lönd. Þetta er verkefni sem við sem samfélag getum leikandi tekið utan um.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Húsnæðismál Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Fundur ríkisstjórnar í morgun sneri fyrst og fremst að stöðunni á Reykjanesi og húsnæðisvanda Grindvíkinga. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir fyrsta fasann langt kominn hvað varðar að tryggja fólki tímabundið húsnæði. Svo þurfi að vinna hratt að lausnum til lengri tíma og þar séu ólíkir hópar við störf. „Einn er að skoða einfaldlega það húsnæði sem er tilbúið á markaði. Hvernig hið opinbera geti komið að því. Það er umtalsverður fjöldi íbúða,“ segir Sigurður Ingi. „Síðan var settur á laggirnar hópur á föstudag til að skoða einhvers konar viðlagasjóðshús,“ segir Sigurður Ingi. Allir þættir þess væru til skoðunar en það væri húsnæði hugsað til aðeins lengri tíma. Þá væri einnig skoðað hvort hægt væri að aðstoða Grindvíkinga í gegnum almenna kerfið að eignast sitt eigið húsnæði að nýju. „Fyrst og fremst þurfum við að átta okkur á því hvað Grindvíkingar vilja helst og þurfa. Það er auðvitað flókin staða því náttúran hagar sér eins og hún er að haga sér.“ Hálfrar aldar hús í góðu lagi Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, fari fyrir hópnum sem settur var á laggirnar á föstudaginn. Hópurinn eigi að halda utan um gæði, hönnun, hvernig húsin spili saman við umhverfið, hvaða lóðir séu í boði, tímabundnar lóðir eða lóðir til lengri tíma. Viðlagasjóðshús sem byggð voru fyrir fimmtíu árum vegna sama vanda vegna eldgoss á Heimaey séu víða enn þá í góðu lagi. Viðlagasjóðshús í Hagahverfi á Selfossi 1973, sem reist voru fyrir flóttafólk úr Vestmannaeyjum.Tómas Jónsson Ráðherra var spurður út í sviðsmyndina að byggja þurfi varnargarð fyrir Grindavíkurbæ sjálfan. Sigurður Ingi segir það meðal þess sem verið sé að skoða. Ýmsar sviðsmyndir hafi verið skoðaðar í fortíðinni en nú hafi ýmislegt breyst í jarðhræringum undanfarinna vikna. „Það er rétt að náttúran hefur verið að koma okkur leiðinlega á óvart síðustu vikurnar að birtast með sviðsmyndir sem eru sýnu verri. En við erum að hlaupa til að vera tilbúin að bregðast við með ólíkum hætti.“ Litlar skuldir Bæði sé byrjað að skora borholur fyrir kalt vatn, undirbúningur sé hafinn að lághitavarastöðvum og þá sömuleiðis að skoða varnargarða fyrir eldgos á verri stað en reiknað hefur verið með. Nú sé komin reynsla af byggingu varnargarða í fyrri gosum og þá gangi vinna vel við fjóra varnargarða í augnablikinu. Sigurður Ingi segir kostnað við húsnæði til viðbótar við þann sem hlýst við gerð varnargarða eitthvað sem ríkissjóður ráði vel við. Vinna við fjóra varnargarða gangi vel. „Við erum býsna vel stödd eftir að hafa komiðst vel út úr miklum fjárútlátum í heimsfaraldrinum. Betur en mörg önnur lönd. Við sjáum það vel á ríkisfjármálunum. Við skuldum til þess að gera lítið miðað við önnur lönd. Þetta er verkefni sem við sem samfélag getum leikandi tekið utan um.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Húsnæðismál Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira