Frá þessu greinir Morgunblaðið.
Málið snérist um athugasemdir erfingja Muggs, sem settu sig upp á móti útgáfunni, og stjórnar Rithöfundaasambandsins sem sögðu um að ræða mögulegt brot á sæmdarrétti listamannsins.
Það var niðurstaða ráðuneytisins að ekki væri brotið gegn sæmdarréttinum, þar sem skýrt væri tekið fram að Muggur væri höfundur ævintýrisins en myndskreytingarnar væru nýjar.
Huginn Þór Grétarsson bókaútgefandi hafði kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna framgöngu ráðuneytisins. Honum hefur verið tjáð að eftir að nú þegar niðurstaða liggi fyrir þurfi hann að senda inn nýja kvörtun.
Huginn segist enn ósáttur við framgöngu Rithöfundasambandsins og Myndstefs, sem einnig gerði athugasemdir við útgáfuna.
„RSÍ og Myndstef þurfa augljóslega að afla sér meiri þekkingar áður en fulltrúar samtakanna tjá sig um þessi mál. Eðlilegt er að þessi félög biðji mig afsökunar á framferði sínu,“ segir hann. Ráðuneytið hefði sömuleiðis átt að afla sér meiri upplýsinga. „Í stað þess létu þeir mig vinna vinnu sem þeir áttu að gera sjálfir eða greiða öðrum sérfræðingum fyrir.“