Reykjanesbrautin næst því að uppfylla skilyrði um hærri hámarkshraða Atli Ísleifsson skrifar 22. nóvember 2023 13:50 Í svari ráðherrans Sigurðar Inga við fyrirspurn þingmannsins segir að við ákvörðun á hámarkshraða og hvort verjanlegt sé að hækka hann umfram þær meginreglur sem kveðið sé á um í umferðarlögum sé litið til ýmissa þátta. Vísir/Vilhelm/Egill Reykjanesbrautin milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar er sá vegur á landinu sem kemst næst því að uppfylla skilyrði laga um fyrir hærri hámarkshraða en 90 kílómetrar á klukkustund. Til að slíkt gæti yfir höfuð gerst þyrfti að ráðast í ýmsar framkvæmdir á veginum. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra við fyrirspurn Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um hraðamörk á vegum. Vilhjálmur spurði þar ráðherrann hvort að skoðunar hefði komið að nýta heimild í umferðarlögum um aukinn hámarkshraða á einhverjum vegum landsins. Í umferðarlögum segir að ákveða megi hraðamörk, þó ekki hærri en 110 kílómetra á klukkustund, ef „akstursstefnur eru aðgreindar og aðstæður að öðru leyti leyfa, enda mæli veigamikil sjónarmið um umferðaröryggi eigi gegn því.“ Skýr skilyrði Í svari ráðherrans segir að við ákvörðun á hámarkshraða og hvort verjanlegt sé að hækka hann umfram þær meginreglur sem kveðið er á um í umferðarlögum sé litið til ýmissa þátta. „Í fyrsta lagi hvort vegur og hönnun hans uppfylli nauðsynleg skilyrði til að hægt sé að hækka hámarkshraðann. Í öðru lagi hvort næsta umhverfi vegarins, þ.e. öryggissvæði, uppfylli sambærileg skilyrði. Í þriðja lagi hvort miðjusvæði milli akbrauta, miðdeilir, uppfylli skilyrðin. Í fjórða lagi þarf að huga að óvörðum vegfarendum. Raukjanesbraut, horft til vesturs frá Hafnarfirði.Vísir/Egill Eins og staðan er í dag uppfyllir enginn vegur á Íslandi skilyrði fyrir hámarkshraða hærri en 90 km/klst. Auk nægilegs hönnunarhraða eru skilyrði sem þurfa að vera uppfyllt til að hækka megi leyfilegan hámarkshraða á vegi eftirfarandi: Akstursstefnur séu aðgreindar. Vegamót séu mislæg. Breidd öryggissvæðis meðfram vegi sé nægjanleg. Miðjusvæði á milli akbrauta sé fullnægjandi. Hjólandi vegfarendum hafi verið tryggð örugg leið,“ segir í svarinu. Vantar ýmislegt upp á Ennfremur segir að Reykjanesbrautin milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur sé sá vegur sem komist næst því að uppfylla skilyrðin. Enn vanti þó nokkuð upp á og sé þar vísað til þess að öryggissvæði meðfram veginum uppfylli ekki kröfur fyrir hærri hámarkshraða en 90 kílómetra hraða og skipti þá ekki máli hvort um sé að ræða 100 kílómetra hraða eða 110. „Í fyrra tilvikinu þyrfti að tryggja að lágmarki 15 metra breitt svæði án hvers kyns hindrana norðan og sunnan brautarinnar, en að lágmarki 18 metra breitt svæði í síðara tilvikinu, til að draga úr hættu á alvarlegum meiðslum við útafakstur,“ segir í svarinu. Sömuleiðis er bent á að miðjusvæðið milli akbrauta, svokallaður miðdeilir, uppfylli ekki skilyrðin. „Í miðjusvæðinu hefur verið unnið að uppsetningu vegriðs til að koma í veg fyrir að ökutæki geti komist yfir á þann helming vegarins sem ekið er á í gagnstæða átt. Í dag eru vegrið einungis öðrum megin, að jafnaði þeim megin sem vegkantur liggur hærra í landi. -Auk þess er ekki göngu- og hjólastígur á milli Keflavíkur og Hafnarfjarðar,“ segir í svari ráðherrans. Umferðaröryggi Umferð Samgöngur Alþingi Hafnarfjörður Reykjanesbær Vogar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra við fyrirspurn Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um hraðamörk á vegum. Vilhjálmur spurði þar ráðherrann hvort að skoðunar hefði komið að nýta heimild í umferðarlögum um aukinn hámarkshraða á einhverjum vegum landsins. Í umferðarlögum segir að ákveða megi hraðamörk, þó ekki hærri en 110 kílómetra á klukkustund, ef „akstursstefnur eru aðgreindar og aðstæður að öðru leyti leyfa, enda mæli veigamikil sjónarmið um umferðaröryggi eigi gegn því.“ Skýr skilyrði Í svari ráðherrans segir að við ákvörðun á hámarkshraða og hvort verjanlegt sé að hækka hann umfram þær meginreglur sem kveðið er á um í umferðarlögum sé litið til ýmissa þátta. „Í fyrsta lagi hvort vegur og hönnun hans uppfylli nauðsynleg skilyrði til að hægt sé að hækka hámarkshraðann. Í öðru lagi hvort næsta umhverfi vegarins, þ.e. öryggissvæði, uppfylli sambærileg skilyrði. Í þriðja lagi hvort miðjusvæði milli akbrauta, miðdeilir, uppfylli skilyrðin. Í fjórða lagi þarf að huga að óvörðum vegfarendum. Raukjanesbraut, horft til vesturs frá Hafnarfirði.Vísir/Egill Eins og staðan er í dag uppfyllir enginn vegur á Íslandi skilyrði fyrir hámarkshraða hærri en 90 km/klst. Auk nægilegs hönnunarhraða eru skilyrði sem þurfa að vera uppfyllt til að hækka megi leyfilegan hámarkshraða á vegi eftirfarandi: Akstursstefnur séu aðgreindar. Vegamót séu mislæg. Breidd öryggissvæðis meðfram vegi sé nægjanleg. Miðjusvæði á milli akbrauta sé fullnægjandi. Hjólandi vegfarendum hafi verið tryggð örugg leið,“ segir í svarinu. Vantar ýmislegt upp á Ennfremur segir að Reykjanesbrautin milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur sé sá vegur sem komist næst því að uppfylla skilyrðin. Enn vanti þó nokkuð upp á og sé þar vísað til þess að öryggissvæði meðfram veginum uppfylli ekki kröfur fyrir hærri hámarkshraða en 90 kílómetra hraða og skipti þá ekki máli hvort um sé að ræða 100 kílómetra hraða eða 110. „Í fyrra tilvikinu þyrfti að tryggja að lágmarki 15 metra breitt svæði án hvers kyns hindrana norðan og sunnan brautarinnar, en að lágmarki 18 metra breitt svæði í síðara tilvikinu, til að draga úr hættu á alvarlegum meiðslum við útafakstur,“ segir í svarinu. Sömuleiðis er bent á að miðjusvæðið milli akbrauta, svokallaður miðdeilir, uppfylli ekki skilyrðin. „Í miðjusvæðinu hefur verið unnið að uppsetningu vegriðs til að koma í veg fyrir að ökutæki geti komist yfir á þann helming vegarins sem ekið er á í gagnstæða átt. Í dag eru vegrið einungis öðrum megin, að jafnaði þeim megin sem vegkantur liggur hærra í landi. -Auk þess er ekki göngu- og hjólastígur á milli Keflavíkur og Hafnarfjarðar,“ segir í svari ráðherrans.
Umferðaröryggi Umferð Samgöngur Alþingi Hafnarfjörður Reykjanesbær Vogar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira