Toppliðin skildu jöfn í æsispennandi leikjum Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. nóvember 2023 21:29 Sigvaldi Björn hefur notið góðs gengis með Kolstad á tímabilinu Kolstad Kolstad og PSG gerðu æsispennandi 28-28 jafntefli sín á milli í 8. umferð Meistaradeildar karla í handbolta. Sigvaldi Björn Guðjónsson fór að venju mikinn í liði Kolstad og skoraði sjö mörk. Liðin sitja jöfn í 3. og 4. sæti A riðils. Ekkert skildi liðin að fyrstu mínúturnar en þegar líða tók á fyrri hálfleikinn fór Kolstad fram úr heimamönnum í PSG. Þeir komust mest fjórum mörkum yfir og héldu forystunni fram í seinni hálfleik. Þá lifnaði PSG aftur við og jafnaði leikinn, tóku svo sjálfir fram úr og leiddu með þremur mörkum þegar aðeins tíu mínútur voru eftir. Kolstad hristi það þó fljótt af sér og baráttan um sigurinn var blóðug fram á síðustu stundu en hvorugu liði tókst að hneppa hnossið. #MOTW 𝐑𝐄𝐒𝐔𝐋𝐓PSG and Kolstad split the points after a thrilling 28:28 in the 🇫🇷 capital 🤝 𝐄𝐥𝐨𝐡𝐢𝐦 𝐏𝐫𝐚𝐧𝐝𝐢 and 𝐒𝐚𝐧𝐝𝐞𝐫 𝐒𝐚𝐠𝐨𝐬𝐞𝐧 score 10 goals each tonight! 🎯#ehfcl #clm #daretorise #MOTW pic.twitter.com/b4XGzQvYHf— EHF Champions League (@ehfcl) November 22, 2023 Tveir aðrir leikir fóru fram í A riðli Meistaradeildarinnar fyrr í dag. Aalborg og Kiel, efstu tvö lið riðilsins gerðu einnig jafntefli sín á milli, 27-27. Allt leit út fyrir að Kiel bæri sigurorð af en ótrúlegur endasprettur Aalborg tryggði þeim stigið. Kiel komst sex mörkum yfir þegar átta mínútur voru eftir en Aalborg greip þá til sinna ráða, lokaði markinu og skoruðu sjálfir sex í röð. Kiel er þó áfram í efsta sæti riðilsins með 11 stig, Aalborg fylgir fast á eftir með 10 stig og PSG og Kolstad eru jöfn þar á eftir með 9 stig. RK Eurofarm Pelister komst svo hársbreidd frá sínum fyrsta sigri í Meistaradeildinni þegar þeir tóku á móti Pick Szeged. Jafnræði ríkti milli liðanna allan leikinn þó Pick Szeged hafi oftar komist yfir, Zoltan Szita skoraði svo sigurmarkið þegar átta sekúndur voru eftir. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Fleiri fréttir Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Leik lokið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Sjá meira
Ekkert skildi liðin að fyrstu mínúturnar en þegar líða tók á fyrri hálfleikinn fór Kolstad fram úr heimamönnum í PSG. Þeir komust mest fjórum mörkum yfir og héldu forystunni fram í seinni hálfleik. Þá lifnaði PSG aftur við og jafnaði leikinn, tóku svo sjálfir fram úr og leiddu með þremur mörkum þegar aðeins tíu mínútur voru eftir. Kolstad hristi það þó fljótt af sér og baráttan um sigurinn var blóðug fram á síðustu stundu en hvorugu liði tókst að hneppa hnossið. #MOTW 𝐑𝐄𝐒𝐔𝐋𝐓PSG and Kolstad split the points after a thrilling 28:28 in the 🇫🇷 capital 🤝 𝐄𝐥𝐨𝐡𝐢𝐦 𝐏𝐫𝐚𝐧𝐝𝐢 and 𝐒𝐚𝐧𝐝𝐞𝐫 𝐒𝐚𝐠𝐨𝐬𝐞𝐧 score 10 goals each tonight! 🎯#ehfcl #clm #daretorise #MOTW pic.twitter.com/b4XGzQvYHf— EHF Champions League (@ehfcl) November 22, 2023 Tveir aðrir leikir fóru fram í A riðli Meistaradeildarinnar fyrr í dag. Aalborg og Kiel, efstu tvö lið riðilsins gerðu einnig jafntefli sín á milli, 27-27. Allt leit út fyrir að Kiel bæri sigurorð af en ótrúlegur endasprettur Aalborg tryggði þeim stigið. Kiel komst sex mörkum yfir þegar átta mínútur voru eftir en Aalborg greip þá til sinna ráða, lokaði markinu og skoruðu sjálfir sex í röð. Kiel er þó áfram í efsta sæti riðilsins með 11 stig, Aalborg fylgir fast á eftir með 10 stig og PSG og Kolstad eru jöfn þar á eftir með 9 stig. RK Eurofarm Pelister komst svo hársbreidd frá sínum fyrsta sigri í Meistaradeildinni þegar þeir tóku á móti Pick Szeged. Jafnræði ríkti milli liðanna allan leikinn þó Pick Szeged hafi oftar komist yfir, Zoltan Szita skoraði svo sigurmarkið þegar átta sekúndur voru eftir.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Fleiri fréttir Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Leik lokið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Sjá meira