„Strákarnir þurfa að standa straum af kostnaði í svona ævintýri“ Kári Mímisson skrifar 22. nóvember 2023 22:24 Sigursteinn Arndal segir það ekki ódýrt fyrir íslenskt lið að taka þátt í Evrópukeppni Vísir/Hulda Margrét Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var að vonum sáttur með öruggan sigur FH á Gróttu nú í kvöld. Grótta skoraði fyrsta markið en eftir það tóku FH-ingar algjörlega yfir leikinn og unnu sannfærandi 31-24 sigur. „Ég er bara ánægður með sigurinn og hvernig við mættum inn í leikinn. Okkur tókst að ganga svona að mestu leyti frá þessu í fyrri hálfleik. Grótta er með lið sem er óþægilegt fyrir flest lið að mæta. Þeir eru alltaf á fullu og keyra hratt á þig. Ef þú mætir ekki 100 prósent í leik gegn þeim lendir þú í veseni en við mættum sem betur fer í leikinn af fullum krafti.“ Sagði Sigursteinn strax að leik loknum. Eins og áður segir voru yfirburðir FH miklir og undir lokin gat Sigursteinn gefið ansi mörgum ungum leikmönnum tækifæri. Hversu ánægður ertu með frammistöðu þeirra? „Mjög ánægður með þá. Þetta eru strákar sem eru bara gríðarlega mikilvægir okkar liði með því að halda uppi góðum gæðum á æfingum í gegnum allan veturinn. Þeir eru að standa sig vel með þriðja flokk og FH er þannig félag að við viljum gefa ungum mönnum séns sem ætla sér hluti og þetta eru strákar sem ætla sér stóra hluti. Það er því mjög ánægjulegt að geta gefið þeim mínútur.“ Símon Michael og Jóhannes Berg áttu fínan leik fyrir FH. Það litaði þó frammistöðu þeirra að þeir enduðu báðir með tvisvar sinnum tvær mínútur fyrir vægast sagt klaufalegar sakir. Sigursteinn segir að það þurfi ekkert að fara yfir þetta með þeim og er viss um að þeir vinni úr þessum mistökum sínum. „Þeir eru gagnrýnir á sjálfa sig og vita það að þeir eiga ekki að fá á sig svona ódýrar tvær mínútur sem er algjör óþarfi. Þetta eru ungir menn og ég treysti þeim fullkomlega til að vinna út úr þessu.“ FH leikur næst í þriðju umferð Evrópubikars karla gegn Sezoens Achilles Bocholt frá Belgíu. Hvað getur þú sagt okkur um þetta lið? „Þetta er sterkt lið. Við mættum belgísku liði fyrir fjórum árum að mig minnir. Þar gerðum við jafntefli úti og unnum á heimavelli. Við erum komnir í þriðju umferð og það gefur augaleið að slakari liðunum fækkar þannig að við erum bara að búa okkur undir að mæta mjög góðu belgísku liði. Það er mikill uppgangur í belgískum handbolta og ég held að þeir séu að fara á EM í fyrsta skiptið núna í janúar.“ Að lokum vill Sigursteinn biðla til fólks að fjölmenna í Kaplakrika á laugardaginn. Liðið þurfi á stuðninga að halda ásamt því segir hann að þessi Evrópuævintýri séu alls ekki ódýr. „Ég vil að lokum biðla til FH-inga og handboltaunnenda að mæta á leikinn því það er alls ekki sjálfsagður hlutur að íslensku liðin séu að taka þátt í Evrópukeppni. Þetta er dýrt og við þurfum á öllum stuðningi að halda. Strákarnir þurfa að standa straum af kostnaði í svona ævintýri. Að sjálfsögðu hjálpar félagið og bæjarfélagið eitthvað til en svo bara þurfum við að treysta á góða mætingu til þess að svona dæmi geti gengið upp ásamt því eru menn bara í öllum mögulegum fjáröflunum og sölum sem hægt er. Þetta er bara raunveruleikinn.“ Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Tuttugu ár síðan KR braut ísinn þykka Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn Komið að leiðarlokum hjá Páli Viðari og Magna Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Látinn vegna áverka sem hann varð fyrir í hringnum á föstudaginn Sport Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
„Ég er bara ánægður með sigurinn og hvernig við mættum inn í leikinn. Okkur tókst að ganga svona að mestu leyti frá þessu í fyrri hálfleik. Grótta er með lið sem er óþægilegt fyrir flest lið að mæta. Þeir eru alltaf á fullu og keyra hratt á þig. Ef þú mætir ekki 100 prósent í leik gegn þeim lendir þú í veseni en við mættum sem betur fer í leikinn af fullum krafti.“ Sagði Sigursteinn strax að leik loknum. Eins og áður segir voru yfirburðir FH miklir og undir lokin gat Sigursteinn gefið ansi mörgum ungum leikmönnum tækifæri. Hversu ánægður ertu með frammistöðu þeirra? „Mjög ánægður með þá. Þetta eru strákar sem eru bara gríðarlega mikilvægir okkar liði með því að halda uppi góðum gæðum á æfingum í gegnum allan veturinn. Þeir eru að standa sig vel með þriðja flokk og FH er þannig félag að við viljum gefa ungum mönnum séns sem ætla sér hluti og þetta eru strákar sem ætla sér stóra hluti. Það er því mjög ánægjulegt að geta gefið þeim mínútur.“ Símon Michael og Jóhannes Berg áttu fínan leik fyrir FH. Það litaði þó frammistöðu þeirra að þeir enduðu báðir með tvisvar sinnum tvær mínútur fyrir vægast sagt klaufalegar sakir. Sigursteinn segir að það þurfi ekkert að fara yfir þetta með þeim og er viss um að þeir vinni úr þessum mistökum sínum. „Þeir eru gagnrýnir á sjálfa sig og vita það að þeir eiga ekki að fá á sig svona ódýrar tvær mínútur sem er algjör óþarfi. Þetta eru ungir menn og ég treysti þeim fullkomlega til að vinna út úr þessu.“ FH leikur næst í þriðju umferð Evrópubikars karla gegn Sezoens Achilles Bocholt frá Belgíu. Hvað getur þú sagt okkur um þetta lið? „Þetta er sterkt lið. Við mættum belgísku liði fyrir fjórum árum að mig minnir. Þar gerðum við jafntefli úti og unnum á heimavelli. Við erum komnir í þriðju umferð og það gefur augaleið að slakari liðunum fækkar þannig að við erum bara að búa okkur undir að mæta mjög góðu belgísku liði. Það er mikill uppgangur í belgískum handbolta og ég held að þeir séu að fara á EM í fyrsta skiptið núna í janúar.“ Að lokum vill Sigursteinn biðla til fólks að fjölmenna í Kaplakrika á laugardaginn. Liðið þurfi á stuðninga að halda ásamt því segir hann að þessi Evrópuævintýri séu alls ekki ódýr. „Ég vil að lokum biðla til FH-inga og handboltaunnenda að mæta á leikinn því það er alls ekki sjálfsagður hlutur að íslensku liðin séu að taka þátt í Evrópukeppni. Þetta er dýrt og við þurfum á öllum stuðningi að halda. Strákarnir þurfa að standa straum af kostnaði í svona ævintýri. Að sjálfsögðu hjálpar félagið og bæjarfélagið eitthvað til en svo bara þurfum við að treysta á góða mætingu til þess að svona dæmi geti gengið upp ásamt því eru menn bara í öllum mögulegum fjáröflunum og sölum sem hægt er. Þetta er bara raunveruleikinn.“
Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Tuttugu ár síðan KR braut ísinn þykka Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn Komið að leiðarlokum hjá Páli Viðari og Magna Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Látinn vegna áverka sem hann varð fyrir í hringnum á föstudaginn Sport Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Íslenski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Íslenski boltinn