Dregur enn úr skjálftum og Grindvíkingar fá rýmri aðgang að heimilum sínum Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 23. nóvember 2023 06:42 Frá Grindavík. Vísir/Vilhelm Um 100 jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti við kvikuganginn á Reykjanesi og í gær mældust rúmlega 200 jarðskjálftar allan sólarhringinn. Frá því á mánudaginn hefur dregið úr fjölda og stærð mældra skjálfta, dagana áður mældust 1500-1800 skjálftar á dag, segir í athugasemdum jarðvísindamanns hjá Veðurstofunni. Hvassviðri hefur sett strik í reikninginn síðustu daga og mikill öldugangur einnig í grennd við Grindavík en slíkar aðstæður hafa áhrif á næmni jarðskjálftamæla til þess að nema minnstu skjálftana. Veðurstofan bendir þó á að einnig hafi dregið úr fjölda skjálfta yfir tveimur stigum að stærð og því megi gera ráð fyrir að áfram dragi úr skjálftavirkni þrátt fyrir skerta næmni mælakerfisins. Eins og greint var frá í gær verður almannavarnastiginu vegna jarðhræringanna við Grindavík breytt í dag klukkan ellefu og það fært af neyðarstigi og niður á hættustig. Þetta þýðir að frá þeim tíma er öllum Grindvíkingum heimilt að fara inn í bæinn og sækja verðmæti og huga að eignum. Opnunin verður frá klukkan ellefu og fram til klukkan fjögur og í framhaldinu verður stefnt að því að hafa opin frá níu til fjögur, að sögn Lögreglustjórans á Suðurnesjum. Komi til rýmingar vegna hættuástands munu viðbragðsaðilar þeyta sírenum og ljósmerkjum á ökutækjum og þýðir það tafarlausa rýmingu á svæðinu samkvæmt rýmingaráætlun. Grindavík er þó lokuð fyrir öllum öðrum en íbúum bæjarins og þeim sem aðstoða íbúa. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira
Frá því á mánudaginn hefur dregið úr fjölda og stærð mældra skjálfta, dagana áður mældust 1500-1800 skjálftar á dag, segir í athugasemdum jarðvísindamanns hjá Veðurstofunni. Hvassviðri hefur sett strik í reikninginn síðustu daga og mikill öldugangur einnig í grennd við Grindavík en slíkar aðstæður hafa áhrif á næmni jarðskjálftamæla til þess að nema minnstu skjálftana. Veðurstofan bendir þó á að einnig hafi dregið úr fjölda skjálfta yfir tveimur stigum að stærð og því megi gera ráð fyrir að áfram dragi úr skjálftavirkni þrátt fyrir skerta næmni mælakerfisins. Eins og greint var frá í gær verður almannavarnastiginu vegna jarðhræringanna við Grindavík breytt í dag klukkan ellefu og það fært af neyðarstigi og niður á hættustig. Þetta þýðir að frá þeim tíma er öllum Grindvíkingum heimilt að fara inn í bæinn og sækja verðmæti og huga að eignum. Opnunin verður frá klukkan ellefu og fram til klukkan fjögur og í framhaldinu verður stefnt að því að hafa opin frá níu til fjögur, að sögn Lögreglustjórans á Suðurnesjum. Komi til rýmingar vegna hættuástands munu viðbragðsaðilar þeyta sírenum og ljósmerkjum á ökutækjum og þýðir það tafarlausa rýmingu á svæðinu samkvæmt rýmingaráætlun. Grindavík er þó lokuð fyrir öllum öðrum en íbúum bæjarins og þeim sem aðstoða íbúa.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira