Ekki láta ræna þig heima í stofu Heiðrún Jónsdóttir skrifar 23. nóvember 2023 10:01 Nú í nóvember og í aðdraganda jólanna þá eykst umfang netverslana verulega. Fyrir utan hefðbundna verslun og jólaverslun þá eru nú svokallaðir nettilboðsdagar á borð við dag einhleypra, svartan föstudag og stafrænan mánudag. Á þessum dögum koma fyrirtæki oft með freistandi tilboð og fara vinsældir þeirra sívaxandi, því hver vill ekki gera góð kaup fyrir jólin. Veltan í netverslun eykst en svo virðist sem tilraunum til netglæpa fjölgi að sama skapi. Því er sérstakt tilefni er til að fara varlega þegar kemur að netverslun á næstunni og samþykkja ekkert nema þú sért þess fullviss um að það eigi við þín eigin kaup og viðskiptin séu við rétta aðila. Þannig eru nýleg dæmi um að svikahópar hafi birt auglýsingar á Facebook þar sem boðin eru kostakjör á þekktum vörumerkjum, bæði innlendum og erlendum. Þegar smellt er á hlekkinn er vísað á eftirlíkingu af sölusíðu viðkomandi fyrirtækis sem svikahóparnir hafa búið til með það að markmiði að fá fólk, sem taldi sig eiga í viðskiptum í góðri trú, til að gefa upp kortaupplýsingar. Þá hafa svikahópar einnig ítrekað sent út SMS skilaboð sem sagt er koma frá flutningafyrirtækjum með það að markmiði að fá einstaklinga, sem jafnvel eiga von á sendingum, til að gefa upp kortaupplýsingar eða opna fyrir rafræn skilríki. Hér eru nokkar vel þekktar vísur sem virðast aldrei vera of oft kveðnar þegar kemur að verslun á netinu: Verður þú var við eitthvað óvenjulegt? Allt slíkt gæti verið hættumerki. Þannig er gott að skoða vefslóðina í hlekk eða þegar á vefsíðuna er komið. Er slóðin traust? Eru nöfn eða fyrirmæli rétt skrifuð? Kannaðu einnig greiðsluupplýsingarnar vel. Er greiðslan að fara á réttan aðila? Er upphæðin rétt? Er hún í réttum gjaldmiðli? Ef minnsti vafi kviknar getur eitt símtal til viðkomandi fyrirtæki eða stofnanir sparað háar fjárhæðir. Gefðu aldrei upp lykilorð að rafrænum skilríkjum. Samþykktu aldrei innskráningu á rafrænu skilríkin nema vera fullviss um hvað er verið að samþykkja. Allir hlekkir í samskiptum geta verið varasamir, sérstaklega þegar þú færð skilaboð sem þú áttir ekki von á, hvort sem það er í gegnum samfélagsmiðla, SMS eða í tölvupósti. Aldrei gefa upp banka- eða kortaupplýsingar nema vera viss um að vera á öruggri síðu. Ein leið er að fara sjálf beint inn á forsíðu viðkomandi heimasíðu í stað þess að fara í gegnum hlekki sem koma upp á leitarvélum eða samfélagsmiðlum. Hljómar eitthvað tilboð of gott til að vera satt? Þá getur borgað sig að kanna málið betur og ganga úr skugga um að um allt sé með feldu. Hafir þú lent í svikahröppum, hafðu þá þegar samband við bankann þinn, kortafyrirtæki og lögreglu og farðu strax í að loka greiðslukortum og skrá þig út úr öllum tækjum í gegnum heimabanka. Á vefnum Taktu tvær má finna fleiri góð ráð til að verjast netsvikum. Brýnt er nú sem endranær að fara öllu með gát í netheimum svo jólaverslunin gangi eins og best verður á kosið. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Neytendur Netöryggi Netglæpir Verslun Heiðrún Jónsdóttir Mest lesið Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Nú í nóvember og í aðdraganda jólanna þá eykst umfang netverslana verulega. Fyrir utan hefðbundna verslun og jólaverslun þá eru nú svokallaðir nettilboðsdagar á borð við dag einhleypra, svartan föstudag og stafrænan mánudag. Á þessum dögum koma fyrirtæki oft með freistandi tilboð og fara vinsældir þeirra sívaxandi, því hver vill ekki gera góð kaup fyrir jólin. Veltan í netverslun eykst en svo virðist sem tilraunum til netglæpa fjölgi að sama skapi. Því er sérstakt tilefni er til að fara varlega þegar kemur að netverslun á næstunni og samþykkja ekkert nema þú sért þess fullviss um að það eigi við þín eigin kaup og viðskiptin séu við rétta aðila. Þannig eru nýleg dæmi um að svikahópar hafi birt auglýsingar á Facebook þar sem boðin eru kostakjör á þekktum vörumerkjum, bæði innlendum og erlendum. Þegar smellt er á hlekkinn er vísað á eftirlíkingu af sölusíðu viðkomandi fyrirtækis sem svikahóparnir hafa búið til með það að markmiði að fá fólk, sem taldi sig eiga í viðskiptum í góðri trú, til að gefa upp kortaupplýsingar. Þá hafa svikahópar einnig ítrekað sent út SMS skilaboð sem sagt er koma frá flutningafyrirtækjum með það að markmiði að fá einstaklinga, sem jafnvel eiga von á sendingum, til að gefa upp kortaupplýsingar eða opna fyrir rafræn skilríki. Hér eru nokkar vel þekktar vísur sem virðast aldrei vera of oft kveðnar þegar kemur að verslun á netinu: Verður þú var við eitthvað óvenjulegt? Allt slíkt gæti verið hættumerki. Þannig er gott að skoða vefslóðina í hlekk eða þegar á vefsíðuna er komið. Er slóðin traust? Eru nöfn eða fyrirmæli rétt skrifuð? Kannaðu einnig greiðsluupplýsingarnar vel. Er greiðslan að fara á réttan aðila? Er upphæðin rétt? Er hún í réttum gjaldmiðli? Ef minnsti vafi kviknar getur eitt símtal til viðkomandi fyrirtæki eða stofnanir sparað háar fjárhæðir. Gefðu aldrei upp lykilorð að rafrænum skilríkjum. Samþykktu aldrei innskráningu á rafrænu skilríkin nema vera fullviss um hvað er verið að samþykkja. Allir hlekkir í samskiptum geta verið varasamir, sérstaklega þegar þú færð skilaboð sem þú áttir ekki von á, hvort sem það er í gegnum samfélagsmiðla, SMS eða í tölvupósti. Aldrei gefa upp banka- eða kortaupplýsingar nema vera viss um að vera á öruggri síðu. Ein leið er að fara sjálf beint inn á forsíðu viðkomandi heimasíðu í stað þess að fara í gegnum hlekki sem koma upp á leitarvélum eða samfélagsmiðlum. Hljómar eitthvað tilboð of gott til að vera satt? Þá getur borgað sig að kanna málið betur og ganga úr skugga um að um allt sé með feldu. Hafir þú lent í svikahröppum, hafðu þá þegar samband við bankann þinn, kortafyrirtæki og lögreglu og farðu strax í að loka greiðslukortum og skrá þig út úr öllum tækjum í gegnum heimabanka. Á vefnum Taktu tvær má finna fleiri góð ráð til að verjast netsvikum. Brýnt er nú sem endranær að fara öllu með gát í netheimum svo jólaverslunin gangi eins og best verður á kosið. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun