Styttan af séra Friðriki tekin niður Atli Ísleifsson skrifar 23. nóvember 2023 13:44 Styttan af séra Friðriki Friðrikssyni stendur á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu. Vísir/Vilhelm Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að styttan af séra Friðriki Friðrikssyni í Lækjargötu verði tekin niður og nú flutt og fundinn staður í listaverkageymslum Listasafns Reykjavíkur. Þetta var samþykkt á fundi borgarráðs í dag. Mikið hefur verið fjallað um styttuna af séra Friðrik, sem stendur á horni Lækjargötu og Amtmannsstígs, eftir að ásakanir hafa komið fram í nýrri bók Guðmundar Magnússonar sagnfræðings um að séra Fririk hafi beitt drengi kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Í tillögu borgarstjóra kom fram að leitað hafi verið umsagnar KFUM og KFUK og Listasafns Reykjavíkur um hvort taka ætti styttuna af stalli í ljósi ásakanna. „Umsagnirnar liggja fyrir og hníga í sömu átt. Lagt er til við borgarráð að samþykkja að verkið verði tekið niður og því fundinn staður í listaverkageymslum Listasafns Reykjavíkur. Þá verði umhverfis- og skipulagssviði falið að koma með tillögur að frágangi svæðisins í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur,“ segir um tillöguna. Ítrekað hefur laki eða öðru verið komið fyrir á styttunni eftir að málið kom upp.JÓHANNA K. EYJÓLFSDÓTTIR Samstaða í borgarráði Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segir í samtali við fréttastofu að samstaða hafi verið í borgarráði um málið og allir borgarfulltrúar greitt atkvæði með tillögu borgarstjóra. Hann segir að lögð hafi verið áhersla á að vinna málið í samstarfi og sátt við KFUM og KFUK, auk Listasafns Reykjavíkur. Sérstaklega ánægjulegt hafi verið að finna lausn á svo flóknu og erfiðu mál í sátt. Umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar verður svo falið að finna út úr því hvað gæti komið í stað styttunnar þegar fram líða stundir. Starfsmenn sviðsins munu sömuleiðis halda utan um framkvæmdina að taka styttuna niður. Minnismerkið um séra Friðrik var reist árið 1955 í næsta nágrenni við þáverandi höfuðstöðvar KFUM og KFUK, að tilstuðlan gamalla nemenda séra Friðriks. Samið var við yfirvöld, ríki og borg, um staðsetningu og var einn af fremstu myndhöggvurum þjóðarinnar, Sigurjón Ólafsson, fenginn til verksins. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lagði fyrst fram tillögu um að fjarlægja styttuna á fundi borgarráðs 2. nóvember síðastliðinn. Var sú tillaga einnig samþykkt í borgarráði. Merking verksins breyst Í umsögn Listasafns Reykjavíkur segir meðal annars að minnismerkið um séra Friðrik sé ein áhugaverðasta standmynd Sigurjóns. Í áranna rás hafi margir farið lofsamlegum orðum um listaverkið en að í ljósi nýrra upplýsinga og umræðu hafi merking verksins breyst. „Upplifun einstaklinga af listaverkum er mótuð af þeim tíma sem menn lifa og reynsluheimi hvers og eins,“ segir í umsögninni. „Þannig getur listaverk sem eitt sinn var minnisvarði og upphafning orðið að áminningu um það sem miður fer í samfélaginu. Fátt bendir til þess að þeir sem líta minningu séra Friðriks jákvæðum augum kjósi að verkið verði að slíku minnismerki auk þess sem fá samfélög reisa sér minnisvarða um eigin skömm,“ segir í umsögn Listasafns Reykjavíkur. Minnismerkið um séra Friðrik var reist árið 1955 í næsta nágrenni við þáverandi höfuðstöðvar KFUM og KFUK.Reykjavíkurborg Allt hefur sinn tíma Í umsögn KFUM og KFUK segir meðal annars að allt hafi sinn tíma. „Þegar styttur senda önnur skilaboð út í samfélagið en þeim var upphaflega ætlað þá er eðlilegt að borgaryfirvöld skoði að gera breytingar,“ segir í umsögninni. „Hlutverk okkar er að valdefla börn og ungmenni og gefa þeim gott veganesti út í lífið. Á þeirri mikilvægu vegferð hefur stytta af stofnanda félagsins lítið vægi.“ Borgarstjórn Reykjavík Mál séra Friðriks Friðrikssonar Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Samstaða í borgarráði um örlög styttunnar Borgarráð samþykkti í morgun tillögu um að leitað verði umsagna KFUM og KFUK og Listasafns Reykjavíkur um hvort fjarlægja eigi styttuna af séra Friðriki sem stendur á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu. 9. nóvember 2023 12:01 Helgi segir „woke-æði“ ráða því að séra Friðriki er steypt af stalli Helgi Áss Grétarsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, geldur varhug við því að styttan af séra Friðriki Friðrikssyni verði fjarlægð. 10. nóvember 2023 14:06 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira
Þetta var samþykkt á fundi borgarráðs í dag. Mikið hefur verið fjallað um styttuna af séra Friðrik, sem stendur á horni Lækjargötu og Amtmannsstígs, eftir að ásakanir hafa komið fram í nýrri bók Guðmundar Magnússonar sagnfræðings um að séra Fririk hafi beitt drengi kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Í tillögu borgarstjóra kom fram að leitað hafi verið umsagnar KFUM og KFUK og Listasafns Reykjavíkur um hvort taka ætti styttuna af stalli í ljósi ásakanna. „Umsagnirnar liggja fyrir og hníga í sömu átt. Lagt er til við borgarráð að samþykkja að verkið verði tekið niður og því fundinn staður í listaverkageymslum Listasafns Reykjavíkur. Þá verði umhverfis- og skipulagssviði falið að koma með tillögur að frágangi svæðisins í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur,“ segir um tillöguna. Ítrekað hefur laki eða öðru verið komið fyrir á styttunni eftir að málið kom upp.JÓHANNA K. EYJÓLFSDÓTTIR Samstaða í borgarráði Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segir í samtali við fréttastofu að samstaða hafi verið í borgarráði um málið og allir borgarfulltrúar greitt atkvæði með tillögu borgarstjóra. Hann segir að lögð hafi verið áhersla á að vinna málið í samstarfi og sátt við KFUM og KFUK, auk Listasafns Reykjavíkur. Sérstaklega ánægjulegt hafi verið að finna lausn á svo flóknu og erfiðu mál í sátt. Umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar verður svo falið að finna út úr því hvað gæti komið í stað styttunnar þegar fram líða stundir. Starfsmenn sviðsins munu sömuleiðis halda utan um framkvæmdina að taka styttuna niður. Minnismerkið um séra Friðrik var reist árið 1955 í næsta nágrenni við þáverandi höfuðstöðvar KFUM og KFUK, að tilstuðlan gamalla nemenda séra Friðriks. Samið var við yfirvöld, ríki og borg, um staðsetningu og var einn af fremstu myndhöggvurum þjóðarinnar, Sigurjón Ólafsson, fenginn til verksins. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lagði fyrst fram tillögu um að fjarlægja styttuna á fundi borgarráðs 2. nóvember síðastliðinn. Var sú tillaga einnig samþykkt í borgarráði. Merking verksins breyst Í umsögn Listasafns Reykjavíkur segir meðal annars að minnismerkið um séra Friðrik sé ein áhugaverðasta standmynd Sigurjóns. Í áranna rás hafi margir farið lofsamlegum orðum um listaverkið en að í ljósi nýrra upplýsinga og umræðu hafi merking verksins breyst. „Upplifun einstaklinga af listaverkum er mótuð af þeim tíma sem menn lifa og reynsluheimi hvers og eins,“ segir í umsögninni. „Þannig getur listaverk sem eitt sinn var minnisvarði og upphafning orðið að áminningu um það sem miður fer í samfélaginu. Fátt bendir til þess að þeir sem líta minningu séra Friðriks jákvæðum augum kjósi að verkið verði að slíku minnismerki auk þess sem fá samfélög reisa sér minnisvarða um eigin skömm,“ segir í umsögn Listasafns Reykjavíkur. Minnismerkið um séra Friðrik var reist árið 1955 í næsta nágrenni við þáverandi höfuðstöðvar KFUM og KFUK.Reykjavíkurborg Allt hefur sinn tíma Í umsögn KFUM og KFUK segir meðal annars að allt hafi sinn tíma. „Þegar styttur senda önnur skilaboð út í samfélagið en þeim var upphaflega ætlað þá er eðlilegt að borgaryfirvöld skoði að gera breytingar,“ segir í umsögninni. „Hlutverk okkar er að valdefla börn og ungmenni og gefa þeim gott veganesti út í lífið. Á þeirri mikilvægu vegferð hefur stytta af stofnanda félagsins lítið vægi.“
Borgarstjórn Reykjavík Mál séra Friðriks Friðrikssonar Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Samstaða í borgarráði um örlög styttunnar Borgarráð samþykkti í morgun tillögu um að leitað verði umsagna KFUM og KFUK og Listasafns Reykjavíkur um hvort fjarlægja eigi styttuna af séra Friðriki sem stendur á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu. 9. nóvember 2023 12:01 Helgi segir „woke-æði“ ráða því að séra Friðriki er steypt af stalli Helgi Áss Grétarsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, geldur varhug við því að styttan af séra Friðriki Friðrikssyni verði fjarlægð. 10. nóvember 2023 14:06 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira
Samstaða í borgarráði um örlög styttunnar Borgarráð samþykkti í morgun tillögu um að leitað verði umsagna KFUM og KFUK og Listasafns Reykjavíkur um hvort fjarlægja eigi styttuna af séra Friðriki sem stendur á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu. 9. nóvember 2023 12:01
Helgi segir „woke-æði“ ráða því að séra Friðriki er steypt af stalli Helgi Áss Grétarsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, geldur varhug við því að styttan af séra Friðriki Friðrikssyni verði fjarlægð. 10. nóvember 2023 14:06