Balotelli slapp sem betur fer ómeiddur eftir að klessukeyrt Audi bílinn sinn í Brescia á Ítalíu.
Balotelli eyddi landsleikjahléinu heima á Ítalíu en hann er leikmaður Adana Demirspor í Tyrklandi. Hann var að keyra um götur Brescia þegar hann missti stjórn á bílnum.
Bílinn leit mjög illa út eftir áreksturinn en Balotelli komst út úr honum af sjálfsdáðum og leit út fyrir að hafa sloppið ótrúlega vel. Allir loftpúðarnir sprungu út og það var lítið eftir af framhluta bílsins.
Lögreglan vildi kanna áfengismagn í blóði hans en Balotelli neitaði að taka prófið samkvæmt frá Gazzetta dello Sport.
Fyrr um daginn var ítalski framherjinn líka í fréttum í heimalandinu en hann vildi þá að landsliðsþjálfarinn Luciano Spalletti heyrði í sér.
„Ef ég er heill þá er ég enn þá besti ítalski framherjinn. Leyfið mér að fá einn leik, jafnvel bara til að leysa menn af í meiðslum. Langar ykkur að vinna Evrópumótið? Grunar ykkur það að þið missið af möguleikanum? Hringið þá bara í mig, sagði Balotelli við Gazzetta dello Sport.
Mario Balotelli crashed his £100k Audi Q8 last night in Brescia. Thankfully, nobody was hurt pic.twitter.com/0QN2LxeYK3
— Fentuo Tahiru Fentuo (@Fentuo_) November 24, 2023