Marel rauk upp áður en lokað var fyrir viðskipti Árni Sæberg skrifar 24. nóvember 2023 10:24 Árni Sigurðsson er starfandi forstjóri Marel. Marel Lokað var fyrir viðskipti með hlutabréf í Marel í morgun. Gengi bréfanna rauk upp um tæplega þrjátíu prósent í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var um óskuldbindandi viljayfirlýsingu um kaup á öllu hlutafé félagins. Opnað hefur verið fyrir viðskiptin á ný. Í tilkynningu Marels til Kauphallar í morgun sagði að félaginu hefði borist óskuldbindandi viljayfirlýsing varðandi mögulegt tilboð í öll hlutabréf í félaginu. „Í viljayfirlýsingunni kemur skýrt fram að ekki sé um að ræða lagalega bindandi skuldbindingu og að verði valkvætt yfirtökutilboð lagt fram á síðari stigum, yrði slíkt tilboð háð margvíslegum skilyrðum. Viljayfirlýsingunni fylgdi óafturkallanleg yfirlýsing Eyris Invest hf., eiganda 24,7% hlutafjár í Marel, um samþykki Eyris Invest hf. verði tilboð lagt fram í tengslum við viljayfirlýsinguna,“ sagði í tilkynningunni. Fjárfestar biðu ekki boðanna í morgun og á fyrstu mínútunum eftir opnun markaðar var gengi bréfa í félaginu komið upp um þrjátíu prósent. Þegar þessi frétt var skrifuð hafði gengið farið upp um 28,57 prósent en á vef Kauphallarinnar sagði einfaldlega „suspended or halted“ eða „frestað eða stöðvað“ á síðu Marels í morgun. Heimild til að stöðva viðskipti vegna mikilla sveifla Í lögum um markaði fyrir fjármálagerninga segir að rekstraraðila markaðar, sem starfrækir markaðstorg fjármálagerninga eða skipulegt markaðstorg, sé heimilt að stöðva tímabundið viðskipti með fjármálagerning eða taka hann úr viðskiptum, uppfylli hann ekki lengur reglur markaðstorgsins. Þá segir einnig í lögunum að skipulegur markaður skuli vera fær um að stöðva tímabundið eða takmarka viðskipti þegar verðsveiflur verða á fjármálagerningi, á stuttu tímabili, á þeim markaði eða tengdum markaði og geta í undantekningartilvikum fellt niður, breytt eða leiðrétt viðskipti. Telja verður að stöðvun viðskipta með bréf í Marel sé til komin af síðarnefndri heimild laganna. Ekki hefur náðst í Magnús Harðarson, forstjóra Kauphallarinnar, við vinnslu fréttarinnar. Hollendingurinn lokar líka Bréf í Marel eru einnig til kaupa og sölu í kauphöllinni í Amsterdam í Hollandi. Þar hefur gengi bréfanna hækkað um 29,2 prósent í dag. Þar hafði engin ákvörðun verið tekin um stöðvun viðskipta með bréfin þegar þessi frétt var skrifuð en eftir að tilkynning barst um hver stæði að baki tilboðinu var lokað fyrir viðskipti. Síðan þá hefur aftur verið opnað fyrir viðskipti með bréf í Marel bæði hér heima og í Hollandi. Kaup og sala fyrirtækja Marel Kauphöllin Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Í tilkynningu Marels til Kauphallar í morgun sagði að félaginu hefði borist óskuldbindandi viljayfirlýsing varðandi mögulegt tilboð í öll hlutabréf í félaginu. „Í viljayfirlýsingunni kemur skýrt fram að ekki sé um að ræða lagalega bindandi skuldbindingu og að verði valkvætt yfirtökutilboð lagt fram á síðari stigum, yrði slíkt tilboð háð margvíslegum skilyrðum. Viljayfirlýsingunni fylgdi óafturkallanleg yfirlýsing Eyris Invest hf., eiganda 24,7% hlutafjár í Marel, um samþykki Eyris Invest hf. verði tilboð lagt fram í tengslum við viljayfirlýsinguna,“ sagði í tilkynningunni. Fjárfestar biðu ekki boðanna í morgun og á fyrstu mínútunum eftir opnun markaðar var gengi bréfa í félaginu komið upp um þrjátíu prósent. Þegar þessi frétt var skrifuð hafði gengið farið upp um 28,57 prósent en á vef Kauphallarinnar sagði einfaldlega „suspended or halted“ eða „frestað eða stöðvað“ á síðu Marels í morgun. Heimild til að stöðva viðskipti vegna mikilla sveifla Í lögum um markaði fyrir fjármálagerninga segir að rekstraraðila markaðar, sem starfrækir markaðstorg fjármálagerninga eða skipulegt markaðstorg, sé heimilt að stöðva tímabundið viðskipti með fjármálagerning eða taka hann úr viðskiptum, uppfylli hann ekki lengur reglur markaðstorgsins. Þá segir einnig í lögunum að skipulegur markaður skuli vera fær um að stöðva tímabundið eða takmarka viðskipti þegar verðsveiflur verða á fjármálagerningi, á stuttu tímabili, á þeim markaði eða tengdum markaði og geta í undantekningartilvikum fellt niður, breytt eða leiðrétt viðskipti. Telja verður að stöðvun viðskipta með bréf í Marel sé til komin af síðarnefndri heimild laganna. Ekki hefur náðst í Magnús Harðarson, forstjóra Kauphallarinnar, við vinnslu fréttarinnar. Hollendingurinn lokar líka Bréf í Marel eru einnig til kaupa og sölu í kauphöllinni í Amsterdam í Hollandi. Þar hefur gengi bréfanna hækkað um 29,2 prósent í dag. Þar hafði engin ákvörðun verið tekin um stöðvun viðskipta með bréfin þegar þessi frétt var skrifuð en eftir að tilkynning barst um hver stæði að baki tilboðinu var lokað fyrir viðskipti. Síðan þá hefur aftur verið opnað fyrir viðskipti með bréf í Marel bæði hér heima og í Hollandi.
Kaup og sala fyrirtækja Marel Kauphöllin Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira