Marel rauk upp áður en lokað var fyrir viðskipti Árni Sæberg skrifar 24. nóvember 2023 10:24 Árni Sigurðsson er starfandi forstjóri Marel. Marel Lokað var fyrir viðskipti með hlutabréf í Marel í morgun. Gengi bréfanna rauk upp um tæplega þrjátíu prósent í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var um óskuldbindandi viljayfirlýsingu um kaup á öllu hlutafé félagins. Opnað hefur verið fyrir viðskiptin á ný. Í tilkynningu Marels til Kauphallar í morgun sagði að félaginu hefði borist óskuldbindandi viljayfirlýsing varðandi mögulegt tilboð í öll hlutabréf í félaginu. „Í viljayfirlýsingunni kemur skýrt fram að ekki sé um að ræða lagalega bindandi skuldbindingu og að verði valkvætt yfirtökutilboð lagt fram á síðari stigum, yrði slíkt tilboð háð margvíslegum skilyrðum. Viljayfirlýsingunni fylgdi óafturkallanleg yfirlýsing Eyris Invest hf., eiganda 24,7% hlutafjár í Marel, um samþykki Eyris Invest hf. verði tilboð lagt fram í tengslum við viljayfirlýsinguna,“ sagði í tilkynningunni. Fjárfestar biðu ekki boðanna í morgun og á fyrstu mínútunum eftir opnun markaðar var gengi bréfa í félaginu komið upp um þrjátíu prósent. Þegar þessi frétt var skrifuð hafði gengið farið upp um 28,57 prósent en á vef Kauphallarinnar sagði einfaldlega „suspended or halted“ eða „frestað eða stöðvað“ á síðu Marels í morgun. Heimild til að stöðva viðskipti vegna mikilla sveifla Í lögum um markaði fyrir fjármálagerninga segir að rekstraraðila markaðar, sem starfrækir markaðstorg fjármálagerninga eða skipulegt markaðstorg, sé heimilt að stöðva tímabundið viðskipti með fjármálagerning eða taka hann úr viðskiptum, uppfylli hann ekki lengur reglur markaðstorgsins. Þá segir einnig í lögunum að skipulegur markaður skuli vera fær um að stöðva tímabundið eða takmarka viðskipti þegar verðsveiflur verða á fjármálagerningi, á stuttu tímabili, á þeim markaði eða tengdum markaði og geta í undantekningartilvikum fellt niður, breytt eða leiðrétt viðskipti. Telja verður að stöðvun viðskipta með bréf í Marel sé til komin af síðarnefndri heimild laganna. Ekki hefur náðst í Magnús Harðarson, forstjóra Kauphallarinnar, við vinnslu fréttarinnar. Hollendingurinn lokar líka Bréf í Marel eru einnig til kaupa og sölu í kauphöllinni í Amsterdam í Hollandi. Þar hefur gengi bréfanna hækkað um 29,2 prósent í dag. Þar hafði engin ákvörðun verið tekin um stöðvun viðskipta með bréfin þegar þessi frétt var skrifuð en eftir að tilkynning barst um hver stæði að baki tilboðinu var lokað fyrir viðskipti. Síðan þá hefur aftur verið opnað fyrir viðskipti með bréf í Marel bæði hér heima og í Hollandi. Kaup og sala fyrirtækja Marel Kauphöllin Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Sjá meira
Í tilkynningu Marels til Kauphallar í morgun sagði að félaginu hefði borist óskuldbindandi viljayfirlýsing varðandi mögulegt tilboð í öll hlutabréf í félaginu. „Í viljayfirlýsingunni kemur skýrt fram að ekki sé um að ræða lagalega bindandi skuldbindingu og að verði valkvætt yfirtökutilboð lagt fram á síðari stigum, yrði slíkt tilboð háð margvíslegum skilyrðum. Viljayfirlýsingunni fylgdi óafturkallanleg yfirlýsing Eyris Invest hf., eiganda 24,7% hlutafjár í Marel, um samþykki Eyris Invest hf. verði tilboð lagt fram í tengslum við viljayfirlýsinguna,“ sagði í tilkynningunni. Fjárfestar biðu ekki boðanna í morgun og á fyrstu mínútunum eftir opnun markaðar var gengi bréfa í félaginu komið upp um þrjátíu prósent. Þegar þessi frétt var skrifuð hafði gengið farið upp um 28,57 prósent en á vef Kauphallarinnar sagði einfaldlega „suspended or halted“ eða „frestað eða stöðvað“ á síðu Marels í morgun. Heimild til að stöðva viðskipti vegna mikilla sveifla Í lögum um markaði fyrir fjármálagerninga segir að rekstraraðila markaðar, sem starfrækir markaðstorg fjármálagerninga eða skipulegt markaðstorg, sé heimilt að stöðva tímabundið viðskipti með fjármálagerning eða taka hann úr viðskiptum, uppfylli hann ekki lengur reglur markaðstorgsins. Þá segir einnig í lögunum að skipulegur markaður skuli vera fær um að stöðva tímabundið eða takmarka viðskipti þegar verðsveiflur verða á fjármálagerningi, á stuttu tímabili, á þeim markaði eða tengdum markaði og geta í undantekningartilvikum fellt niður, breytt eða leiðrétt viðskipti. Telja verður að stöðvun viðskipta með bréf í Marel sé til komin af síðarnefndri heimild laganna. Ekki hefur náðst í Magnús Harðarson, forstjóra Kauphallarinnar, við vinnslu fréttarinnar. Hollendingurinn lokar líka Bréf í Marel eru einnig til kaupa og sölu í kauphöllinni í Amsterdam í Hollandi. Þar hefur gengi bréfanna hækkað um 29,2 prósent í dag. Þar hafði engin ákvörðun verið tekin um stöðvun viðskipta með bréfin þegar þessi frétt var skrifuð en eftir að tilkynning barst um hver stæði að baki tilboðinu var lokað fyrir viðskipti. Síðan þá hefur aftur verið opnað fyrir viðskipti með bréf í Marel bæði hér heima og í Hollandi.
Kaup og sala fyrirtækja Marel Kauphöllin Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Sjá meira