Staðráðin í að snúa aftur „hvað sem það kostar“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. nóvember 2023 19:52 Magni Freyr Emilsson ásamt börnum. Þau eru staðráðin í að snúa aftur til Grindavíkur. vísir/Steingrímur Dúi Grindvíkingar fengu að fara með flutningabíla inn í bæinn í dag, til að vitja fleiri muna en þeirra nauðsynja sem þeir hafa hingað til getað sótt. Þeir íbúar sem fréttastofa hitti á eru staðráðnir í að Hflytja aftur heim. Hugsanlegt er að hluti kvikunnar undir bænum sé storknaður. Umferðin um Grindavík var minni í dag en oft áður þegar íbúum hefur verið hleypt inn í bæinn. Sú breyting var gerð í dag að íbúum er heimilað að koma með stóra flutningabíla tli að ferja búslóðir sínar. Fréttastofa hitti fyrir hjón í Grindavík sem voru að sækja stærri muni af heimili sínu og fara með upp í sendiferðabíl. „Sófasettið, borð, arininn og eitthvað smotterí til að bjarga sér,“ segir Hrafnhildur Björnsdóttir. Hjónin hafa haldið til í sumarbústað á Bifröst fram að þessu, en munu nú leigja í Garði, en Hrafnhildur starfar í Keflavík. Þetta er það allra helsta, þið eruð ekki að hreinsa út af heimilinu? „Það er ekki pláss fyrir allt dótið á nýja staðnum, en við ætlum líka aftur heim. Það er planið.“ Hrafnhlidur ásamt hundi sínum.vísir/Steingrímur Dúi Það sé skrýtið að vita ekki hvenær aftur verði hægt að búa í Grindavík. Þetta gerist náttúrulega svolítið hratt, og kannski varð þetta meira en flestir áttu von á. En jú, það er skrýtið að sjá ekki nágranna sína og allt iðandi af lífi í þessum flotta bæ. Það vonandi verður bara í lagi seinna.“ Magni Freyr Emilsson var í bænum ásamt börnum sínum þar sem hann var að ná í atvinnutæki og líta á heimilið. Spurður hvernig staðan á heimilinu sé segir Magni: „Hún er bara þokkalega góð, það er rennandi vatn. Ég var glaður að sjá að það kom ekkert gruggugt eða brúnt vatn. Ástandið á bænum í dag.vísir/Steingrímur Dúi Þrátt fyrir ástandið er hann bjartsýnn á framtíðina. „Þetta er ákveðin æfing í æðruleysi og þolinmæði,“ segir Magni sem dvelur nú í Reykjavík í íbúð hjá frændfólki. „Ég er staðráðinn í að koma aftur og verja mínum tíma í þessu húsi, hvað sem það kostar.“ Vísindamenn telja nú að kvikan í ganginum undir Grindavík sé storknuð að hluta. Því megi ætla að líkurnar á gosi fari dvínandi eftir því sem dagarnir líða. Aflögun mælist þó enn við sigdalinn í Grindavík, en hreyfingin sé mun minni en áður. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Sjá meira
Umferðin um Grindavík var minni í dag en oft áður þegar íbúum hefur verið hleypt inn í bæinn. Sú breyting var gerð í dag að íbúum er heimilað að koma með stóra flutningabíla tli að ferja búslóðir sínar. Fréttastofa hitti fyrir hjón í Grindavík sem voru að sækja stærri muni af heimili sínu og fara með upp í sendiferðabíl. „Sófasettið, borð, arininn og eitthvað smotterí til að bjarga sér,“ segir Hrafnhildur Björnsdóttir. Hjónin hafa haldið til í sumarbústað á Bifröst fram að þessu, en munu nú leigja í Garði, en Hrafnhildur starfar í Keflavík. Þetta er það allra helsta, þið eruð ekki að hreinsa út af heimilinu? „Það er ekki pláss fyrir allt dótið á nýja staðnum, en við ætlum líka aftur heim. Það er planið.“ Hrafnhlidur ásamt hundi sínum.vísir/Steingrímur Dúi Það sé skrýtið að vita ekki hvenær aftur verði hægt að búa í Grindavík. Þetta gerist náttúrulega svolítið hratt, og kannski varð þetta meira en flestir áttu von á. En jú, það er skrýtið að sjá ekki nágranna sína og allt iðandi af lífi í þessum flotta bæ. Það vonandi verður bara í lagi seinna.“ Magni Freyr Emilsson var í bænum ásamt börnum sínum þar sem hann var að ná í atvinnutæki og líta á heimilið. Spurður hvernig staðan á heimilinu sé segir Magni: „Hún er bara þokkalega góð, það er rennandi vatn. Ég var glaður að sjá að það kom ekkert gruggugt eða brúnt vatn. Ástandið á bænum í dag.vísir/Steingrímur Dúi Þrátt fyrir ástandið er hann bjartsýnn á framtíðina. „Þetta er ákveðin æfing í æðruleysi og þolinmæði,“ segir Magni sem dvelur nú í Reykjavík í íbúð hjá frændfólki. „Ég er staðráðinn í að koma aftur og verja mínum tíma í þessu húsi, hvað sem það kostar.“ Vísindamenn telja nú að kvikan í ganginum undir Grindavík sé storknuð að hluta. Því megi ætla að líkurnar á gosi fari dvínandi eftir því sem dagarnir líða. Aflögun mælist þó enn við sigdalinn í Grindavík, en hreyfingin sé mun minni en áður.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Sjá meira