Keppendur Squid Game vilja bætur vegna meiðsla Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. nóvember 2023 00:04 Fyrsta þáttaröð Squid game fjallaði um 456 skuldsetta og örvæntingarfulla einstaklinga sem fengnir voru til að taka þátt í útgáfum af barnaleikjum, upp á líf og dauða. Keppendur í raunveruleikaþáttum í anda Squid Game þáttanna vinsælu ætla sér að sækja skaðabætur vegna meiðsla sem þau hafa orðið fyrir við tökur þáttanna. BBC hefur það eftir lögfræðingum nokkurra keppenda að þetta sé tilfellið. Einhverjir hafi þurft að þola ofkælingu og taugaskaða. Squid Game þættirnir kóresku slógu rækilega í gegn og urðu á 28 dögum vinsælustu þættir streymisrisans Netflix frá upphafi. Í leiknu þáttunum reyndu 456 keppendur fyrir sér í ýmsum þrautum, sem voru dauðans alvara, þar til einn stóð uppi með peningaverðlaun. Svipuð er uppskriftin í raunveruleikaþáttunum og keppt er upp á það sem nemur tæpum 700 milljónum íslenskra króna. Í yfirlýsingu þáttanna segir að framleiðendur taki heilsu keppenda „mjög alvarlega“. Samkvæmt frétt BBC eiga keppendur að hafa orðið fyrir alvarlegum meiðslum, til dæmis hafi einhver „legið kaldur og hreyfingarlaus í nokkra klukkutíma á meðan tökum stóð“. Haft er eftir lögfræðingi eins keppanda sem segir: „Keppendur bjuggust við því að taka þátt í enhverju skemmtilegu og þeir sem urðu fyrir meiðslum bjuggust ekki við því að kveljast líkt og raun ber vitni. Nú þurfa þau að glíma við meiðsli eftir að hafa verið skilin eftir í kvíðavaldandi aðstæðum í miklum kulda.“ Líklegt verður að teljast að framleiðendur þáttanna beri fyrir sig að þátttakendur hafi með áhættutöku sinni fyrirgert sér rétti til bóta, en það verður að koma í ljós síðar. Bíó og sjónvarp Raunveruleikaþættir Netflix Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
BBC hefur það eftir lögfræðingum nokkurra keppenda að þetta sé tilfellið. Einhverjir hafi þurft að þola ofkælingu og taugaskaða. Squid Game þættirnir kóresku slógu rækilega í gegn og urðu á 28 dögum vinsælustu þættir streymisrisans Netflix frá upphafi. Í leiknu þáttunum reyndu 456 keppendur fyrir sér í ýmsum þrautum, sem voru dauðans alvara, þar til einn stóð uppi með peningaverðlaun. Svipuð er uppskriftin í raunveruleikaþáttunum og keppt er upp á það sem nemur tæpum 700 milljónum íslenskra króna. Í yfirlýsingu þáttanna segir að framleiðendur taki heilsu keppenda „mjög alvarlega“. Samkvæmt frétt BBC eiga keppendur að hafa orðið fyrir alvarlegum meiðslum, til dæmis hafi einhver „legið kaldur og hreyfingarlaus í nokkra klukkutíma á meðan tökum stóð“. Haft er eftir lögfræðingi eins keppanda sem segir: „Keppendur bjuggust við því að taka þátt í enhverju skemmtilegu og þeir sem urðu fyrir meiðslum bjuggust ekki við því að kveljast líkt og raun ber vitni. Nú þurfa þau að glíma við meiðsli eftir að hafa verið skilin eftir í kvíðavaldandi aðstæðum í miklum kulda.“ Líklegt verður að teljast að framleiðendur þáttanna beri fyrir sig að þátttakendur hafi með áhættutöku sinni fyrirgert sér rétti til bóta, en það verður að koma í ljós síðar.
Bíó og sjónvarp Raunveruleikaþættir Netflix Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira