Til stjórnar Breiðabliks Hjálmtýr Heiðdal skrifar 27. nóvember 2023 10:01 Þann 30. nóvember n.k. á knattspyrnulið Breiðabliks að leika gegn ísraelska liðinu Maccabi Tel Aviv. Af því tilefni sendi ég ykkur þetta bréf og áskorun um að hætta við fyrirhugaðan leik gegn Maccabi Tel Aviv. Heimurinn hefur að undanförnu horft með hryllingi á árásir Ísraelshers gegn íbúum Gazastrandarinnar. Engu er eirt, yfir ellefuþúsund Gazabúar drepnir í stórfelldum loftárásum og árásum skriðdrekasveita og stórskotaliðs sem skjóta á allt kvikt á einu þéttbýlasta svæði jarðarinnar. Þessi grimmilega hrina morða er réttlætt með því að það verði að „drepa alla Hamasliða“ eins og forsætisráðherra Ísraels sagði í upphafi innrásarinnar. En aðeins lítill hluti þeirra föllnu eru liðsmenn Hamas. Fórnarlömbin eru fyrst og fremst börn og mæður. Nær helmingur Gazabúa eru börn að aldri og stöðugar loftárásir og fallbyssuskothríð hefur leitt til dauða um sexþúsund barna auk þess eru á annað þúsund börn föst undir rústum heimila sinna og vonlítið að þau séu á lífi eftir marga daga án vatns og næringar. Hvaða afstöðu sem menn hafa gagnvart Hamas og aðgerðum þeirra þá getur engin manneskja með réttlætiskennd fallist á framferði Ísraelsstjórnar og hersins sem hún hefur sent á vettvang. Hrannmorð á börnum og almennum borgurum er stríðsglæpur sem aldrei má líða. Vestræn stjórnvöld hafa, þrátt fyrir margítrekuð brot Ísraels á alþjóðasáttmálum og Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, slegið skjaldborg um framferði Ísraels með yfirlýsingum um að „Ísrael hefur rétt til að verja sig“. Þá hlýtur sú spurning að vakna - hvað er það sem Ísrael er að verja? Er það landránið á Vesturbakkanum? Er það bygging ólöglega aðskilnaðarmúrsins? Er það hið áratuga langa hernám og eyðilegging heimila Palestínumanna með stórvirkum jarðýtum, eða eru það morðin á tugþúsundum Palestínumanna sem hernámsliðið hefur drepið? Ísrael er í raun að verja allt þetta og einnig apartheidstefnuna, rasismann og nýlendustefnuna sem þeir framfylgja af æ meira krafti á Vesturbakkanum og hyggjast nú hertaka Gaza að fullu. Þegar stjórnvöld Vesturlanda bregðast ekki við brotum á alþjóðalögum með refsiaðgerðum líkt og gert er gagnvart Rússlandi núna og var gert á sínum tíma gagnvart stjórn aðskilnaðarstefnu grundvölluð á rasisma í S - Afríku, þá verður almenningur að taka til sinna ráða. Með því að þrýsta á stjórnvöld getur almenningur mögulega náð fram stefnubreytingu. En sterkasta vopnið í höndum almennings er víðtæk sniðganga á sviði menningarsamskipta, á sviði íþróttasamskipta og á sviði viðskipta. Sniðganga sem varir svo lengi sem ísraelsk stjórnvöld halda áfram að brjóta alþjóðasáttmála og mannréttindasáttmála sem kveða skýrt á að Palestínumönnum beri full mannréttindi og frelsi undan kúgun. Allir þeir leikmenn sem hingað koma á vegum Maccabi Tel Aviv eru á þeim aldri að þeir eru annaðhvort hermenn í her Ísraels eða í varaliði hersins. Ég skora á Breiðablik að hætta við fyrirhugaðan knattspyrnuleik gegn Maccabi Tel Aviv og senda með því skýr skilboð að íslenskt íþróttafólk styður mannréttindi. Höfundur er formaður FÍP. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Breiðablik Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Þann 30. nóvember n.k. á knattspyrnulið Breiðabliks að leika gegn ísraelska liðinu Maccabi Tel Aviv. Af því tilefni sendi ég ykkur þetta bréf og áskorun um að hætta við fyrirhugaðan leik gegn Maccabi Tel Aviv. Heimurinn hefur að undanförnu horft með hryllingi á árásir Ísraelshers gegn íbúum Gazastrandarinnar. Engu er eirt, yfir ellefuþúsund Gazabúar drepnir í stórfelldum loftárásum og árásum skriðdrekasveita og stórskotaliðs sem skjóta á allt kvikt á einu þéttbýlasta svæði jarðarinnar. Þessi grimmilega hrina morða er réttlætt með því að það verði að „drepa alla Hamasliða“ eins og forsætisráðherra Ísraels sagði í upphafi innrásarinnar. En aðeins lítill hluti þeirra föllnu eru liðsmenn Hamas. Fórnarlömbin eru fyrst og fremst börn og mæður. Nær helmingur Gazabúa eru börn að aldri og stöðugar loftárásir og fallbyssuskothríð hefur leitt til dauða um sexþúsund barna auk þess eru á annað þúsund börn föst undir rústum heimila sinna og vonlítið að þau séu á lífi eftir marga daga án vatns og næringar. Hvaða afstöðu sem menn hafa gagnvart Hamas og aðgerðum þeirra þá getur engin manneskja með réttlætiskennd fallist á framferði Ísraelsstjórnar og hersins sem hún hefur sent á vettvang. Hrannmorð á börnum og almennum borgurum er stríðsglæpur sem aldrei má líða. Vestræn stjórnvöld hafa, þrátt fyrir margítrekuð brot Ísraels á alþjóðasáttmálum og Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, slegið skjaldborg um framferði Ísraels með yfirlýsingum um að „Ísrael hefur rétt til að verja sig“. Þá hlýtur sú spurning að vakna - hvað er það sem Ísrael er að verja? Er það landránið á Vesturbakkanum? Er það bygging ólöglega aðskilnaðarmúrsins? Er það hið áratuga langa hernám og eyðilegging heimila Palestínumanna með stórvirkum jarðýtum, eða eru það morðin á tugþúsundum Palestínumanna sem hernámsliðið hefur drepið? Ísrael er í raun að verja allt þetta og einnig apartheidstefnuna, rasismann og nýlendustefnuna sem þeir framfylgja af æ meira krafti á Vesturbakkanum og hyggjast nú hertaka Gaza að fullu. Þegar stjórnvöld Vesturlanda bregðast ekki við brotum á alþjóðalögum með refsiaðgerðum líkt og gert er gagnvart Rússlandi núna og var gert á sínum tíma gagnvart stjórn aðskilnaðarstefnu grundvölluð á rasisma í S - Afríku, þá verður almenningur að taka til sinna ráða. Með því að þrýsta á stjórnvöld getur almenningur mögulega náð fram stefnubreytingu. En sterkasta vopnið í höndum almennings er víðtæk sniðganga á sviði menningarsamskipta, á sviði íþróttasamskipta og á sviði viðskipta. Sniðganga sem varir svo lengi sem ísraelsk stjórnvöld halda áfram að brjóta alþjóðasáttmála og mannréttindasáttmála sem kveða skýrt á að Palestínumönnum beri full mannréttindi og frelsi undan kúgun. Allir þeir leikmenn sem hingað koma á vegum Maccabi Tel Aviv eru á þeim aldri að þeir eru annaðhvort hermenn í her Ísraels eða í varaliði hersins. Ég skora á Breiðablik að hætta við fyrirhugaðan knattspyrnuleik gegn Maccabi Tel Aviv og senda með því skýr skilboð að íslenskt íþróttafólk styður mannréttindi. Höfundur er formaður FÍP.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar