Skipar nýja stjórn undir forystu Morawiecki þrátt fyrir minnihluta Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. nóvember 2023 11:05 Duda mun síðdegis skipa nýja ríkisstjórn undir forystu Morawiecki þrátt fyrir að hann hafi ekki meirihluta. Getty/Mateusz Wlodarczyk Síðdegis í dag mun Andrzej Duda, forseti Póllands, skipa nýja ríkisstjórn undir forystu Mateuszar Morawiecki. Þetta gerir hann þrátt fyrir að Morawiecki hafi ekki meirihluta. Í upphafi mánaðar veitti Duda Morawiecki, þá fráfarandi forsætisráðherra, umboð til stjórnarmyndunar. Þingkosningar fóru fram í október og missti þá flokkur Morawiecki, Lög og réttur (PiS), meirihluta sinn á þingi. Svo virðist sem Morawiecki hafi ekki tekið endanlega ákvörðun um samsetningu ríkisstjórnar, enda hefur hann ekki tilkynnt hverjir muni sinna ráðherraembættum. Fram kemur í tilkynningu frá pólska forsetaembættinu að Duda muni skipa Morawiecki síðdegis og úthluta ráðherrasætum. Ný ríkisstjórn verði þá talsvert fámennari en sú fyrri og í henni verði fjöldi kvenna. Ríkisstjórn „stjórnmálamanna og sérfræðinga,“ eins og Morawiecki hefur lýst henni. Lög og réttur tryggði sér 35 prósent atkvæða í kosningunum í október og varð stærsti flokkurinn á þingi, en missti þrátt fyrir það meirihluta. Borgaravettvangur, flokkur Donald Tusk, hlaut tæplega 31 prósent atkvæða, á meðan mið-hægriflokkurinn Þriðja leiðin hlaut 14 prósent atkvæða og Nýja vinstrið tæplega níu prósent. Leiðtogar allra annarra flokka á þinginu hafa útilokað stjórnarsamstarf með Lögum og rétti. Flokkarnir Borgaravettvangur, Þriðja leiðin og Nýja vinstrið lýstu því yfir í október að vera viljugir til að mynda saman ríkisstjórn, undir forystu Donalds Tusk. Ólíklegt má teljast að ný ríkisstjórn Morawiecki nái að tryggja stuðning þingsins, þegar kemur í skaut þess að greiða atkvæði um traust til nýrrar stjórnar. Mun þá líklega koma í hlut þingheims að velja annan til að mynda nýja stjórn, sem líklegt er að yrði Tusk. Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Veitir Morawiecki umboð til stjórnarmyndunar Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur veitt fráfarandi forsætisráðherra, Mateusz Morawiecki, umboð til stjórnarmyndunar eftir þingkosningar sem fram fóru í síðasta mánuði. Morawiecki kemur úr röðum stjórnarflokksins Lögum og rétti (PiS) sem missti meirihluta sinn á þingi í kosningunum. 7. nóvember 2023 07:58 Kallar nýtt þing ekki saman fyrr en eftir þrjár vikur Andrzej Duda forseti Póllands segist ekki ætla að kalla saman nýtt þing fyrr en 13. nóvember næstkomandi. Þá verður liðinn tæpur mánuður frá því að stjórnarandstaðan vann yfirburðarsigur í þingkosningum. Ólíklegt er að ný ríkisstjórn taki við fyrr en í desember. 26. október 2023 14:15 Hvetja forsetann að sóa ekki meiri tíma Leiðtogar þriggja stjórnarandstöðuflokka í Póllandi, sem saman tryggðu sér meirihluta þingmanna í þingkosningunum um þarsíðustu helgi, segjast reiðubúnir að mynda nýja stjórn þar sem Donald Tusk yrði næsti forsætisráðherra. 24. október 2023 13:14 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Eiginnafnið Dór kemur í veg fyrir millinafnið Dór Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Sjá meira
Í upphafi mánaðar veitti Duda Morawiecki, þá fráfarandi forsætisráðherra, umboð til stjórnarmyndunar. Þingkosningar fóru fram í október og missti þá flokkur Morawiecki, Lög og réttur (PiS), meirihluta sinn á þingi. Svo virðist sem Morawiecki hafi ekki tekið endanlega ákvörðun um samsetningu ríkisstjórnar, enda hefur hann ekki tilkynnt hverjir muni sinna ráðherraembættum. Fram kemur í tilkynningu frá pólska forsetaembættinu að Duda muni skipa Morawiecki síðdegis og úthluta ráðherrasætum. Ný ríkisstjórn verði þá talsvert fámennari en sú fyrri og í henni verði fjöldi kvenna. Ríkisstjórn „stjórnmálamanna og sérfræðinga,“ eins og Morawiecki hefur lýst henni. Lög og réttur tryggði sér 35 prósent atkvæða í kosningunum í október og varð stærsti flokkurinn á þingi, en missti þrátt fyrir það meirihluta. Borgaravettvangur, flokkur Donald Tusk, hlaut tæplega 31 prósent atkvæða, á meðan mið-hægriflokkurinn Þriðja leiðin hlaut 14 prósent atkvæða og Nýja vinstrið tæplega níu prósent. Leiðtogar allra annarra flokka á þinginu hafa útilokað stjórnarsamstarf með Lögum og rétti. Flokkarnir Borgaravettvangur, Þriðja leiðin og Nýja vinstrið lýstu því yfir í október að vera viljugir til að mynda saman ríkisstjórn, undir forystu Donalds Tusk. Ólíklegt má teljast að ný ríkisstjórn Morawiecki nái að tryggja stuðning þingsins, þegar kemur í skaut þess að greiða atkvæði um traust til nýrrar stjórnar. Mun þá líklega koma í hlut þingheims að velja annan til að mynda nýja stjórn, sem líklegt er að yrði Tusk.
Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Veitir Morawiecki umboð til stjórnarmyndunar Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur veitt fráfarandi forsætisráðherra, Mateusz Morawiecki, umboð til stjórnarmyndunar eftir þingkosningar sem fram fóru í síðasta mánuði. Morawiecki kemur úr röðum stjórnarflokksins Lögum og rétti (PiS) sem missti meirihluta sinn á þingi í kosningunum. 7. nóvember 2023 07:58 Kallar nýtt þing ekki saman fyrr en eftir þrjár vikur Andrzej Duda forseti Póllands segist ekki ætla að kalla saman nýtt þing fyrr en 13. nóvember næstkomandi. Þá verður liðinn tæpur mánuður frá því að stjórnarandstaðan vann yfirburðarsigur í þingkosningum. Ólíklegt er að ný ríkisstjórn taki við fyrr en í desember. 26. október 2023 14:15 Hvetja forsetann að sóa ekki meiri tíma Leiðtogar þriggja stjórnarandstöðuflokka í Póllandi, sem saman tryggðu sér meirihluta þingmanna í þingkosningunum um þarsíðustu helgi, segjast reiðubúnir að mynda nýja stjórn þar sem Donald Tusk yrði næsti forsætisráðherra. 24. október 2023 13:14 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Eiginnafnið Dór kemur í veg fyrir millinafnið Dór Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Sjá meira
Veitir Morawiecki umboð til stjórnarmyndunar Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur veitt fráfarandi forsætisráðherra, Mateusz Morawiecki, umboð til stjórnarmyndunar eftir þingkosningar sem fram fóru í síðasta mánuði. Morawiecki kemur úr röðum stjórnarflokksins Lögum og rétti (PiS) sem missti meirihluta sinn á þingi í kosningunum. 7. nóvember 2023 07:58
Kallar nýtt þing ekki saman fyrr en eftir þrjár vikur Andrzej Duda forseti Póllands segist ekki ætla að kalla saman nýtt þing fyrr en 13. nóvember næstkomandi. Þá verður liðinn tæpur mánuður frá því að stjórnarandstaðan vann yfirburðarsigur í þingkosningum. Ólíklegt er að ný ríkisstjórn taki við fyrr en í desember. 26. október 2023 14:15
Hvetja forsetann að sóa ekki meiri tíma Leiðtogar þriggja stjórnarandstöðuflokka í Póllandi, sem saman tryggðu sér meirihluta þingmanna í þingkosningunum um þarsíðustu helgi, segjast reiðubúnir að mynda nýja stjórn þar sem Donald Tusk yrði næsti forsætisráðherra. 24. október 2023 13:14