Hvers vegna eru biðlistar í fangelsi? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 28. nóvember 2023 07:30 Þrátt fyrir að fólk almennt leiði hugann ekki að því þá er staðan sú að fangelsi eru talin nauðsynleg breyta í hverju samfélagi. Refsingar á borð við fangavist eru taldar hafa varnaðaráhrif og að fólk sem dæmt sé í fangelsi komi þaðan út betri manneskjur. Allt er þetta auðvitað hugarburður og í nútímasamfélögum þar sem endurhæfing hefur tekið við af refsistefnu hefur þetta komið sífellt betur í ljós. Við erum ekki eitt af þeim löndum sem hefur endurhæfingarstefnu. Það er afskaplega kostnaðarsamt fyrir íslenska ríkið að halda úti fangelsiskerfi og sérhver fangi kostar um 20 milljónir á ári og hækkar kostnaðurinn árlega, en það eru um 170 fangelsispláss.. Þannig að jafnvel þrátt fyrir að stór hluti fangelsisdóma sé með öllu tilgangslaus og þar að auki mjög íþyngjandi fjárhagslega fyrir ríkið höldum við áfram að útdeila fangelsisdómum í öllum mögulegum málum. Í raun má færa fyrir því rök að núverandi staða í fangelsismálum leiði til þess að fangelsisdómar auki líkur á endurteknum afbrotum og þar af leiðandi fjölgi afbrotum í samfélaginu. Eitt er það í okkar fangelsiskerfi sem er sérstaklega bagalegt, nefnilega biðlistar. Ef við tökum sektargreiðslur fyrir þá er ljóst að hinir efnameiri borga sínar sektir en fólk sem ekki getur greitt fer á biðlista eftir afplánun í fangelsi. Þegar röðin kemur að viðkomandi getur hann hafa komið sér upp nýju lífi, með fjölskyldu og starfi. En ekkert tillit er tekið til þess. Það er með öllu ólíðandi vegna þess að biðlistar eru í raun mælikvarði á almannahagsmuni. Í þessu samhengi er bent á að biðlistum mætti eyða með einföldum hætti og afnema þá. Á biðlista eftir plássi í fangelsi finnst ekki fólk sem er hættulegt samfélaginu og því má kannski spyrja sig hvers vegna biðlistar eftir fangavist séu til yfir höfuð? Almenn þróun mannréttinda í Evrópu og hinar auknar kröfur sem gerðar eru um mannréttindavernd vekja óneitanlega upp spurningar um hvort ekki sé kominn tími hér á landi til að endurskoða þá stefnu sem við erum á í fangelsismálum, við þurfum að ræða í heild sinni um tilgang refsinga, fangavist, sektir, ný úrræði og hvernig við viljum byggja upp sanngjarnt og réttlátt samfélag. Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Mannréttindi Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að fólk almennt leiði hugann ekki að því þá er staðan sú að fangelsi eru talin nauðsynleg breyta í hverju samfélagi. Refsingar á borð við fangavist eru taldar hafa varnaðaráhrif og að fólk sem dæmt sé í fangelsi komi þaðan út betri manneskjur. Allt er þetta auðvitað hugarburður og í nútímasamfélögum þar sem endurhæfing hefur tekið við af refsistefnu hefur þetta komið sífellt betur í ljós. Við erum ekki eitt af þeim löndum sem hefur endurhæfingarstefnu. Það er afskaplega kostnaðarsamt fyrir íslenska ríkið að halda úti fangelsiskerfi og sérhver fangi kostar um 20 milljónir á ári og hækkar kostnaðurinn árlega, en það eru um 170 fangelsispláss.. Þannig að jafnvel þrátt fyrir að stór hluti fangelsisdóma sé með öllu tilgangslaus og þar að auki mjög íþyngjandi fjárhagslega fyrir ríkið höldum við áfram að útdeila fangelsisdómum í öllum mögulegum málum. Í raun má færa fyrir því rök að núverandi staða í fangelsismálum leiði til þess að fangelsisdómar auki líkur á endurteknum afbrotum og þar af leiðandi fjölgi afbrotum í samfélaginu. Eitt er það í okkar fangelsiskerfi sem er sérstaklega bagalegt, nefnilega biðlistar. Ef við tökum sektargreiðslur fyrir þá er ljóst að hinir efnameiri borga sínar sektir en fólk sem ekki getur greitt fer á biðlista eftir afplánun í fangelsi. Þegar röðin kemur að viðkomandi getur hann hafa komið sér upp nýju lífi, með fjölskyldu og starfi. En ekkert tillit er tekið til þess. Það er með öllu ólíðandi vegna þess að biðlistar eru í raun mælikvarði á almannahagsmuni. Í þessu samhengi er bent á að biðlistum mætti eyða með einföldum hætti og afnema þá. Á biðlista eftir plássi í fangelsi finnst ekki fólk sem er hættulegt samfélaginu og því má kannski spyrja sig hvers vegna biðlistar eftir fangavist séu til yfir höfuð? Almenn þróun mannréttinda í Evrópu og hinar auknar kröfur sem gerðar eru um mannréttindavernd vekja óneitanlega upp spurningar um hvort ekki sé kominn tími hér á landi til að endurskoða þá stefnu sem við erum á í fangelsismálum, við þurfum að ræða í heild sinni um tilgang refsinga, fangavist, sektir, ný úrræði og hvernig við viljum byggja upp sanngjarnt og réttlátt samfélag. Höfundur er formaður Afstöðu.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar