Engin draumabyrjun á þreifingum Wilders Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. nóvember 2023 00:23 Geert Wilders ætlar sér að verða forsætisráðherra Hollands. getty Hægrimaðurinn Geert Wilders, sigurvegari nýafstaðinna hollenskra þingkosninga, viðurkennir að stjórnarmyndunarviðræður hafi ekki hafist á neinni „draumabyrjun“. Flokkur Wilders, PPV eða Frelsisflokkurinn, var ótvíræður sigurvegari kosninganna og hlaut langflest þingsæti, 37 af 150. Wilders hefur verið umdeildur vegna afdráttarlausra yfirlýsinga sem varða innflytjendur og trúmál í landinu. Í kjölfar kosninga er venjan í hollenskum stjórnmálum að ráða sér einskonar umboðsmann til að þreifa fyrir sér í stjórnarmyndunarviðræðum. Eftir sigurinn valdi Wilders Frelsislfokksþingmanninn Gom van Strien til að gegna þeirri stöðu. Um helgina birti hollenska dagblaðið NRC Handelsblad hins vegar ásakanir Utrecht holdings á hendur nokkurra einstaklinga, þar á meðal van Strien, um svikastarfsemi tengd dótturfélögum Utrecht háskólans. Van Strien hefur hafnað öllum ásökunum en sagði af sér hlutverkinu engu að síður. Í samtali við hollenska fjölmiðla viðurkenndi Wilders að byrjunin væri ekki „draumabyrjun,“ og gagnrýndi van Strien fyrir að hafa ekki upplýst hann um fyrrgreinda stöðu. Stjórnarmyndun í Hollandi tekur vanalega nokkra mánuði og því er ekki óvenjulegt að viðræðurnar séu litaðar af alls kyns pólitík. Wilders, sem hefur heitið því að verða forsætisráðherra landsins, kveðst nú munu finna nýjan mann í hlutverk umboðsmanns „sem er fjarri pólitík,“en það fellur væntanlega í hans hlut að leiða fyrstu fundi með Wilders og leiðtoga Vinstri grænna og verkamannaflokksins, Frans Timmermanns leiðtoga VVD-flokksins og leiðtoga frjálslyndra demókrata D66, Rob Jetten. Holland Kosningar í Hollandi Tengdar fréttir Ekki lengur hægt að hunsa Frelsisflokkinn sem „muni stjórna“ „Það er ekki lengur hægt að hunsa PVV [Frelsisflokkinn]. Við munum stjórna.“ Þetta sagði Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, eftir að ljóst var að flokkurinn hefði unnið stórsigur í hollensku þingkosningunum sem fram fór í gær. 23. nóvember 2023 08:41 Útgönguspár: Geert Wilders sigurvegari í Hollandi Frelsisflokkur Geert Wilders er með flest þingsæti eftir þingkosningar í Hollandi í dag miðað við útgönguspár. Flokkurinn er lengst til hægri á pólitísku litrófi hollenskra stjórnmálaflokka og hefur Geert löngum barist gegn „íslamsvæðingu“ landsins. 22. nóvember 2023 21:47 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Flokkur Wilders, PPV eða Frelsisflokkurinn, var ótvíræður sigurvegari kosninganna og hlaut langflest þingsæti, 37 af 150. Wilders hefur verið umdeildur vegna afdráttarlausra yfirlýsinga sem varða innflytjendur og trúmál í landinu. Í kjölfar kosninga er venjan í hollenskum stjórnmálum að ráða sér einskonar umboðsmann til að þreifa fyrir sér í stjórnarmyndunarviðræðum. Eftir sigurinn valdi Wilders Frelsislfokksþingmanninn Gom van Strien til að gegna þeirri stöðu. Um helgina birti hollenska dagblaðið NRC Handelsblad hins vegar ásakanir Utrecht holdings á hendur nokkurra einstaklinga, þar á meðal van Strien, um svikastarfsemi tengd dótturfélögum Utrecht háskólans. Van Strien hefur hafnað öllum ásökunum en sagði af sér hlutverkinu engu að síður. Í samtali við hollenska fjölmiðla viðurkenndi Wilders að byrjunin væri ekki „draumabyrjun,“ og gagnrýndi van Strien fyrir að hafa ekki upplýst hann um fyrrgreinda stöðu. Stjórnarmyndun í Hollandi tekur vanalega nokkra mánuði og því er ekki óvenjulegt að viðræðurnar séu litaðar af alls kyns pólitík. Wilders, sem hefur heitið því að verða forsætisráðherra landsins, kveðst nú munu finna nýjan mann í hlutverk umboðsmanns „sem er fjarri pólitík,“en það fellur væntanlega í hans hlut að leiða fyrstu fundi með Wilders og leiðtoga Vinstri grænna og verkamannaflokksins, Frans Timmermanns leiðtoga VVD-flokksins og leiðtoga frjálslyndra demókrata D66, Rob Jetten.
Holland Kosningar í Hollandi Tengdar fréttir Ekki lengur hægt að hunsa Frelsisflokkinn sem „muni stjórna“ „Það er ekki lengur hægt að hunsa PVV [Frelsisflokkinn]. Við munum stjórna.“ Þetta sagði Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, eftir að ljóst var að flokkurinn hefði unnið stórsigur í hollensku þingkosningunum sem fram fór í gær. 23. nóvember 2023 08:41 Útgönguspár: Geert Wilders sigurvegari í Hollandi Frelsisflokkur Geert Wilders er með flest þingsæti eftir þingkosningar í Hollandi í dag miðað við útgönguspár. Flokkurinn er lengst til hægri á pólitísku litrófi hollenskra stjórnmálaflokka og hefur Geert löngum barist gegn „íslamsvæðingu“ landsins. 22. nóvember 2023 21:47 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Ekki lengur hægt að hunsa Frelsisflokkinn sem „muni stjórna“ „Það er ekki lengur hægt að hunsa PVV [Frelsisflokkinn]. Við munum stjórna.“ Þetta sagði Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, eftir að ljóst var að flokkurinn hefði unnið stórsigur í hollensku þingkosningunum sem fram fór í gær. 23. nóvember 2023 08:41
Útgönguspár: Geert Wilders sigurvegari í Hollandi Frelsisflokkur Geert Wilders er með flest þingsæti eftir þingkosningar í Hollandi í dag miðað við útgönguspár. Flokkurinn er lengst til hægri á pólitísku litrófi hollenskra stjórnmálaflokka og hefur Geert löngum barist gegn „íslamsvæðingu“ landsins. 22. nóvember 2023 21:47