Með smá skvettu af stælum og stórt hjarta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2023 10:30 Sölvi Ólason er með ís í æðunum eins og hann sýndi á móti Hamri. Samsett mynd Blikinn Sölvi Ólason átti mikinn þátt í fyrsta sigri Blika í Subway deild karla í körfubolta á dögunum en hann kom í mjög mikilvægum leik á móti Hamri í síðustu umferð. Sölvi setti niður tvær mikilvægar þriggja stiga körfu á úrslitastund í leiknum og hann fékk mikið hrós í síðasta Subway Körfuboltakvöldi. Hinn nítján ára gamli Sölvi var kaldur karl þegar á reyndi en hann er einn af leikmönnum Blika sem hafa fengið mikla ábyrgð í vetur. „Allt mómentum var með Hamri þá. Danero Thomas nýbúinn að setja tvo þrista og maður hélt að þetta væri að brotna hjá Blikum,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds, um tímasetninguna á þessum risastóru þriggja stiga körfum Sölva. Klippa: Körfuboltakvöld: Sölvi Ólafsson og metnaður Blika „Hann var bara risastór, setti niður skotin og fagnaði þeim. Það er kraftur og orka í þessum dreng og smá skvetta af stælum sem gleður mig. Menn mega alveg vera smá karakterar inn á vellinum. Þú átt að láta finna fyrir þér og andstæðingnum á að finnast þú vera pínu pirrandi,“ sagði Helgi Már og brosti. Sölvi skoraði sextán stig í leiknum og setti niður fjögur af sex þriggja stiga skotum sínum. „Hann er líka með brosið og er að hafa gaman af þessu. Það er hægt að hafa stæla og hafa gaman. Hann er með stórt hjarta,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. Sævar segir Blika fara aðra leið en önnur félög í deildinni. „Það er búið að gagnrýna Breiðablik mikið á þessu tímabili, fyrir metnaðarleysi og guð má vita hvað. Metnaður þeirra liggur bara annars staðar en hjá mörgum öðrum liðum. Sum liðin vilja bara taka fimm til sjö útlendinga og það er bara gott og blessað með það. Breiðablik hefur spilað á ungu heimastrákunum sínum og ég held að þegar rykið sest og við skoðum til baka eftir fimm ár eða tíu ár þá sé það kannski bara heillavænlegast,,“ sagði Sævar eins og sjá má hér fyrir ofan. Subway-deild karla Breiðablik Körfuboltakvöld Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Sport Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Sjá meira
Sölvi setti niður tvær mikilvægar þriggja stiga körfu á úrslitastund í leiknum og hann fékk mikið hrós í síðasta Subway Körfuboltakvöldi. Hinn nítján ára gamli Sölvi var kaldur karl þegar á reyndi en hann er einn af leikmönnum Blika sem hafa fengið mikla ábyrgð í vetur. „Allt mómentum var með Hamri þá. Danero Thomas nýbúinn að setja tvo þrista og maður hélt að þetta væri að brotna hjá Blikum,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds, um tímasetninguna á þessum risastóru þriggja stiga körfum Sölva. Klippa: Körfuboltakvöld: Sölvi Ólafsson og metnaður Blika „Hann var bara risastór, setti niður skotin og fagnaði þeim. Það er kraftur og orka í þessum dreng og smá skvetta af stælum sem gleður mig. Menn mega alveg vera smá karakterar inn á vellinum. Þú átt að láta finna fyrir þér og andstæðingnum á að finnast þú vera pínu pirrandi,“ sagði Helgi Már og brosti. Sölvi skoraði sextán stig í leiknum og setti niður fjögur af sex þriggja stiga skotum sínum. „Hann er líka með brosið og er að hafa gaman af þessu. Það er hægt að hafa stæla og hafa gaman. Hann er með stórt hjarta,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. Sævar segir Blika fara aðra leið en önnur félög í deildinni. „Það er búið að gagnrýna Breiðablik mikið á þessu tímabili, fyrir metnaðarleysi og guð má vita hvað. Metnaður þeirra liggur bara annars staðar en hjá mörgum öðrum liðum. Sum liðin vilja bara taka fimm til sjö útlendinga og það er bara gott og blessað með það. Breiðablik hefur spilað á ungu heimastrákunum sínum og ég held að þegar rykið sest og við skoðum til baka eftir fimm ár eða tíu ár þá sé það kannski bara heillavænlegast,,“ sagði Sævar eins og sjá má hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Breiðablik Körfuboltakvöld Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Sport Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Sjá meira