Ekki fundið einn einasta skjálfta í Grindavík í marga daga Oddur Ævar Gunnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 28. nóvember 2023 14:53 Bjarki Sigmarsson, sölumaður í verslun Vélsmiðju Grindavíkur, er sáttur við að vera mættur aftur til vinnu. Vísir/Einar Bjarki Sigmarsson, sölumaður í verslun Vélsmiðju Grindavíkur, segir það góða tilfinningu að vera mættur aftur til vinnu. Hann segist ekki hafa fundið einn einasta skjálfta í bænum í marga daga. Bjarki rifjar upp að föstudagskvöldið þann 10. nóvember síðastliðinn þegar almannavarnir tóku ákvörðun um að rýma bæinn. Hann segir skjálftana hafa verið létta þar til komið var að kvöldmatarleyti. „Ég var leystur af og fór heim klukkan fjögur og sat heima við eldhúsborðið og þá byrjuðu lætin. Þetta ágerðist alltaf og ágerðist. Svo þegar það voru liðnir tveir tímar og þetta stoppaði eiginlega ekki neitt, þá var manni hætt að lítast á það.“ Hann segir að þau hjónin hafi ákveðið að gista þessa nótt í hjólhýsi á Flúðum, bara til þess að sofa í friði. Síðan hafi þau ekki snúið aftur. Misjafnt hljóð í fólki Hvernig tilfinning var að mæta aftur til vinnu? „Æi það var ósköp gott sko. En það er náttúrulega, maður hefur svona varann á sér og er alltaf að bíða eftir því að finna skjálftann, en við höfum ekki fundið neitt. Allavega ekki ennþá.“ Hafa margir komið til ykkar í dag? „Já það hefur nú verið svona rennirí. Það hefur kannski ekki verið alveg fullt út úr dyrum en einn og einn svona að ná sér í eitthvað smáræði og bjarga sér.“ Hvernig er hljóðið í fólki? „Það er misjafnt. Flestir eru mjög harðir í afstöðu sinni að koma aftur. En það er beygur í sumu fólki, maður verður var við það. Það er eðlilegt, maður hefur skilning á því.“ Bjarki segir það þægilegt að vera mættur aftur til vinnu. Hann vilji komast aftur í rútínuna sína. „Maður sér bara hvað það er mikill lúxus að sofa í rúminu sínu og sitja í sófanum sínum á kvöldin. Það er ákveðinn lúxus sem maður getur varla leyft sér núna.“ Bjarki gistir nú í íbúð dóttur sinnar í Njarðvík. Hann tekur fram að það væsi ekki um sig. Ekkert stressaður En þig langar heim? „Já, mig langar heim. Ekki spurning.“ Ertu vongóður um hvenær það getur orðið? „Auðvitað vona ég að það verði sem fyrst en ég held að það verði allavega einhverjar vikur í það. Ætli það verði nokkuð fyrr en eftir áramót í fyrsta lagi, ég geri ekki ráð fyrir því.“ Áttirðu von á því að þið gætuð opnað búðina svona fljótt aftur? „Nei, þetta er náttúrulega búinn að vera mikill tilfinningarússíbani og maður er búinn að fara upp og niður og út um allt í að velta vöngum yfir þessu. Ég átti svo sem ekki von á því en það er gaman að vera kominn hingað aftur.“ Ertu eitthvað stressaður að vera hérna núna? „Nei, alls ekki. Alls ekki. Eins og ég sagði, við höfum ekki fundið einn einasta skjálfta síðan við komum. Við erum búnir að vera að flækjast hérna af og til undanfarna daga og við höfum ekki fundið neitt. Það er bara góð tilfinning að vera kominn hingað aftur.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira
Bjarki rifjar upp að föstudagskvöldið þann 10. nóvember síðastliðinn þegar almannavarnir tóku ákvörðun um að rýma bæinn. Hann segir skjálftana hafa verið létta þar til komið var að kvöldmatarleyti. „Ég var leystur af og fór heim klukkan fjögur og sat heima við eldhúsborðið og þá byrjuðu lætin. Þetta ágerðist alltaf og ágerðist. Svo þegar það voru liðnir tveir tímar og þetta stoppaði eiginlega ekki neitt, þá var manni hætt að lítast á það.“ Hann segir að þau hjónin hafi ákveðið að gista þessa nótt í hjólhýsi á Flúðum, bara til þess að sofa í friði. Síðan hafi þau ekki snúið aftur. Misjafnt hljóð í fólki Hvernig tilfinning var að mæta aftur til vinnu? „Æi það var ósköp gott sko. En það er náttúrulega, maður hefur svona varann á sér og er alltaf að bíða eftir því að finna skjálftann, en við höfum ekki fundið neitt. Allavega ekki ennþá.“ Hafa margir komið til ykkar í dag? „Já það hefur nú verið svona rennirí. Það hefur kannski ekki verið alveg fullt út úr dyrum en einn og einn svona að ná sér í eitthvað smáræði og bjarga sér.“ Hvernig er hljóðið í fólki? „Það er misjafnt. Flestir eru mjög harðir í afstöðu sinni að koma aftur. En það er beygur í sumu fólki, maður verður var við það. Það er eðlilegt, maður hefur skilning á því.“ Bjarki segir það þægilegt að vera mættur aftur til vinnu. Hann vilji komast aftur í rútínuna sína. „Maður sér bara hvað það er mikill lúxus að sofa í rúminu sínu og sitja í sófanum sínum á kvöldin. Það er ákveðinn lúxus sem maður getur varla leyft sér núna.“ Bjarki gistir nú í íbúð dóttur sinnar í Njarðvík. Hann tekur fram að það væsi ekki um sig. Ekkert stressaður En þig langar heim? „Já, mig langar heim. Ekki spurning.“ Ertu vongóður um hvenær það getur orðið? „Auðvitað vona ég að það verði sem fyrst en ég held að það verði allavega einhverjar vikur í það. Ætli það verði nokkuð fyrr en eftir áramót í fyrsta lagi, ég geri ekki ráð fyrir því.“ Áttirðu von á því að þið gætuð opnað búðina svona fljótt aftur? „Nei, þetta er náttúrulega búinn að vera mikill tilfinningarússíbani og maður er búinn að fara upp og niður og út um allt í að velta vöngum yfir þessu. Ég átti svo sem ekki von á því en það er gaman að vera kominn hingað aftur.“ Ertu eitthvað stressaður að vera hérna núna? „Nei, alls ekki. Alls ekki. Eins og ég sagði, við höfum ekki fundið einn einasta skjálfta síðan við komum. Við erum búnir að vera að flækjast hérna af og til undanfarna daga og við höfum ekki fundið neitt. Það er bara góð tilfinning að vera kominn hingað aftur.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira