PlayStation eða fyrirtækisrekstur? Valur Páll Eiríksson skrifar 28. nóvember 2023 23:31 Allir finna eitthvað við sitt hæfi í Noregi. Vísir/Hulda Margrét Það er misjafnt hvað landsliðskonur kvenna í handbolta gera til að stytta sér stundir á meðan þær eiga dauðan tíma milli æfinga og funda í aðdraganda heimsmeistaramótsins sem hefst með leik við Slóveníu á fimmtudag. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Stafangri Eftir undirbúningsmót í Lillehammer um helgina flaug íslenska liðið til Stafangurs frá Osló í dag og hafa því aðeins getað andað síðustu tvo daga eftir þrjá leiki frá fimmtudegi til sunnudags. Undirritaður hitti á leikmenn liðsins fyrir æfinguna sem fram fór í íþróttahöll í Stafangri í dag og spurði hvernig þær nýttu helst tímann þegar rólegra er að gera í handboltahlutanum. „Það er mikið spilað PlayStation og verið að hanga í sjúkraherberginu. Svo er maður bara að horfa á myndir, þætti og svo að horfa á aðra leiki,“ segir Andrea Jacobsen, leikmaður íslenska liðsins. Á ferðadögum er svo gott að eiga góða bók, eða hljóðbók. Samstarf við hljóðbókafyrirtækið StoryTel komi sér vel fyrir stelpurnar. „Þær eru margar að nýta sér það og svo eru aðrar með sínar bækur,“ segir Andrea. Leyfir sér jólaþætti milli æfinga og fyrirtækisreksturs Ekki gefst hins vegar mikill tími fyrir slíkt hjá Perlu Ruth Albertsdóttur. Perla Ruth og Sandra eiga í nógu að snúast með fyrirtæki sitt, PS árangur, á milli æfinga og leikja.Mynd/PS Árangur „Við Sandra [Erlingsdóttir, leikmaður landsliðsins] erum náttúrulega vinnufélagar þannig að við erum bara að vinna eins mikið og við getum í öllum frítíma, segir Perla Ruth. Þær Sandra reka fyrirtækið PS árangur sem aðstoðar fólk við að ná árangri með réttu mataræði og næringarráðgjöf. Við nýtum hverja einustu fríu mínútu. „Svo er maður bara að hafa það notalegt, hugsa vel um sig og horfa á einhverja jólaþætti,“ bætir Perla við og hlær. Lærdómsríkt og mikilvægt Nýafstaðið er áðurnefnt æfingamót í Lillehammer þar sem Ísland þurfti að þola tap fyrir Póllandi, Noregi og Angóla. Leikmenn liðsins segja úrslitin þar ekki hafa skipt öllu. Liðið hafi hrist úr sér ákveðinn skrekk og hægt að byggja á mörgu góðu fyrir stóru leikina sem fram undan eru. „Þetta var auðvitað mjög krefjandi verkefni og krefjandi þrír leikir. En ótrúlega mikil reynsla og lærdómur sem kom út úr þessum þremur leikjum,“ segir Sandra Erlingsdóttir. „Það er náttúrulega alltaf eitthvað sem að maður vill bæta, bæði varnarlega og sóknarlega. Við höfum ekki enn náð að skoða [leikina við] Angóla og Noreg ennþá. Við munum vinna í því í kvöld og sjá hvar við getum gert betur,“ segir kollega Söndru hjá PS árangri, Perla Ruth að endingu. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Stafangri Eftir undirbúningsmót í Lillehammer um helgina flaug íslenska liðið til Stafangurs frá Osló í dag og hafa því aðeins getað andað síðustu tvo daga eftir þrjá leiki frá fimmtudegi til sunnudags. Undirritaður hitti á leikmenn liðsins fyrir æfinguna sem fram fór í íþróttahöll í Stafangri í dag og spurði hvernig þær nýttu helst tímann þegar rólegra er að gera í handboltahlutanum. „Það er mikið spilað PlayStation og verið að hanga í sjúkraherberginu. Svo er maður bara að horfa á myndir, þætti og svo að horfa á aðra leiki,“ segir Andrea Jacobsen, leikmaður íslenska liðsins. Á ferðadögum er svo gott að eiga góða bók, eða hljóðbók. Samstarf við hljóðbókafyrirtækið StoryTel komi sér vel fyrir stelpurnar. „Þær eru margar að nýta sér það og svo eru aðrar með sínar bækur,“ segir Andrea. Leyfir sér jólaþætti milli æfinga og fyrirtækisreksturs Ekki gefst hins vegar mikill tími fyrir slíkt hjá Perlu Ruth Albertsdóttur. Perla Ruth og Sandra eiga í nógu að snúast með fyrirtæki sitt, PS árangur, á milli æfinga og leikja.Mynd/PS Árangur „Við Sandra [Erlingsdóttir, leikmaður landsliðsins] erum náttúrulega vinnufélagar þannig að við erum bara að vinna eins mikið og við getum í öllum frítíma, segir Perla Ruth. Þær Sandra reka fyrirtækið PS árangur sem aðstoðar fólk við að ná árangri með réttu mataræði og næringarráðgjöf. Við nýtum hverja einustu fríu mínútu. „Svo er maður bara að hafa það notalegt, hugsa vel um sig og horfa á einhverja jólaþætti,“ bætir Perla við og hlær. Lærdómsríkt og mikilvægt Nýafstaðið er áðurnefnt æfingamót í Lillehammer þar sem Ísland þurfti að þola tap fyrir Póllandi, Noregi og Angóla. Leikmenn liðsins segja úrslitin þar ekki hafa skipt öllu. Liðið hafi hrist úr sér ákveðinn skrekk og hægt að byggja á mörgu góðu fyrir stóru leikina sem fram undan eru. „Þetta var auðvitað mjög krefjandi verkefni og krefjandi þrír leikir. En ótrúlega mikil reynsla og lærdómur sem kom út úr þessum þremur leikjum,“ segir Sandra Erlingsdóttir. „Það er náttúrulega alltaf eitthvað sem að maður vill bæta, bæði varnarlega og sóknarlega. Við höfum ekki enn náð að skoða [leikina við] Angóla og Noreg ennþá. Við munum vinna í því í kvöld og sjá hvar við getum gert betur,“ segir kollega Söndru hjá PS árangri, Perla Ruth að endingu. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira