„Hugrakkar, ákveðnar og keyrum vel á þær“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2023 23:30 Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. VÍSIR / PAWEL Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, er spenntur fyrir komandi leik við Slóveníu - hans fyrsta með liðið á stórmóti. Erfitt sé hins vegar að rýna í slóvenska liðið. Slóvenska liðið spilaði enga æfingaleiki í aðdraganda mótsins og ákvað þjálfari liðsins að vinna frekar með liðinu í æfingabúðum heima fyrir. Vegna skarða sem hoggin eru í slóvenska liðið vegna meiðsla er erfitt fyrir íslenska þjálfarateymið að rýna í leik liðsins. „Dragan Adzic [þjálfari Slóveníu] er klókur. Hann var heima með liðið og æfði. Við erum með leiki sem þær spiluðu í nóvember við Ítali og Letta sem þær unnu nokkuð léttilega og við fáum ekki mikið út úr. En við vitum þó að það eru þarna heimsklassa leikmenn, eins og Ana Gros, og við eigum efni með henni og fylgst með í mörg ár. Það eru fleiri leikmenn þarna sem eru afar sterkir. Við eigum efni, höfum verið að skoða þær og eigum von á hörkuleik,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Þrír leikstjórnendur eru meiddir og aðeins einn miðjumaður í 20 manna leikmannahópi Slóvena. Hvaða áhrif hefur það? „Það sem við vitum er að það kemur annar mjög leikmaður í stað þeirra meiddu. Þetta er þannig hópur og þannig lið. Við vitum líka að þær munu spila mjög sterka vörn. Azdic er mjög fær þar og þær eru mjög góðar í vörn og keyra mikið,“ „Svo mun sóknarleikurinn þá enn meira snúast um Önu Gros. Ég á von á öllu frá honum, hann gæti farið í 5-1 á okkur og testað okkur þannig en þeirra vörn er 6-0, mjög sterk, þétt og góð markvarsla og við erum að búa okkur undir það,“ segir Arnar. Klippa: Erfitt að lesa í andstæðinginn Íslenska liðið vann engan leik á æfingamóti í aðdragandanum en mætti þar sterkum andstæðingum í Póllandi og Frakklandi. Angóla er skör neðar en þau lið en sá leikur tæplega marktækur þar sem Angóla er í riðli Íslands og vildu menn ekki sýna öll spilin svo skömmu fyrir mót. En hvaða kröfur á að gera til liðsins gegn Slóveníu á morgun? „Við eigum að gera þá kröfu að og ég veit það að við munum mæta 100 prósent til leiks, við munum vera tilbúnar og leggja okkur allar í það sem við erum að gera, bæði í vörn og sókn. Við eigum að gera þá kröfu að við séum hugrakkar, ákveðnar og keyrum vel á þær. Þá er allt hægt og við vitum að ef við náum að hámarka okkar leik – þá getur allt gerst.“ segir Arnar. Ísland mætir Slóveníu í fyrsta leik riðlakeppninnar á HM á morgun. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður gerð góð skil á Vísi. HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Íslenski boltinn Valur - Keflavík | Hörkuleikur á Hlíðarenda Körfubolti „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Fleiri fréttir Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Sjá meira
Slóvenska liðið spilaði enga æfingaleiki í aðdraganda mótsins og ákvað þjálfari liðsins að vinna frekar með liðinu í æfingabúðum heima fyrir. Vegna skarða sem hoggin eru í slóvenska liðið vegna meiðsla er erfitt fyrir íslenska þjálfarateymið að rýna í leik liðsins. „Dragan Adzic [þjálfari Slóveníu] er klókur. Hann var heima með liðið og æfði. Við erum með leiki sem þær spiluðu í nóvember við Ítali og Letta sem þær unnu nokkuð léttilega og við fáum ekki mikið út úr. En við vitum þó að það eru þarna heimsklassa leikmenn, eins og Ana Gros, og við eigum efni með henni og fylgst með í mörg ár. Það eru fleiri leikmenn þarna sem eru afar sterkir. Við eigum efni, höfum verið að skoða þær og eigum von á hörkuleik,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Þrír leikstjórnendur eru meiddir og aðeins einn miðjumaður í 20 manna leikmannahópi Slóvena. Hvaða áhrif hefur það? „Það sem við vitum er að það kemur annar mjög leikmaður í stað þeirra meiddu. Þetta er þannig hópur og þannig lið. Við vitum líka að þær munu spila mjög sterka vörn. Azdic er mjög fær þar og þær eru mjög góðar í vörn og keyra mikið,“ „Svo mun sóknarleikurinn þá enn meira snúast um Önu Gros. Ég á von á öllu frá honum, hann gæti farið í 5-1 á okkur og testað okkur þannig en þeirra vörn er 6-0, mjög sterk, þétt og góð markvarsla og við erum að búa okkur undir það,“ segir Arnar. Klippa: Erfitt að lesa í andstæðinginn Íslenska liðið vann engan leik á æfingamóti í aðdragandanum en mætti þar sterkum andstæðingum í Póllandi og Frakklandi. Angóla er skör neðar en þau lið en sá leikur tæplega marktækur þar sem Angóla er í riðli Íslands og vildu menn ekki sýna öll spilin svo skömmu fyrir mót. En hvaða kröfur á að gera til liðsins gegn Slóveníu á morgun? „Við eigum að gera þá kröfu að og ég veit það að við munum mæta 100 prósent til leiks, við munum vera tilbúnar og leggja okkur allar í það sem við erum að gera, bæði í vörn og sókn. Við eigum að gera þá kröfu að við séum hugrakkar, ákveðnar og keyrum vel á þær. Þá er allt hægt og við vitum að ef við náum að hámarka okkar leik – þá getur allt gerst.“ segir Arnar. Ísland mætir Slóveníu í fyrsta leik riðlakeppninnar á HM á morgun. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður gerð góð skil á Vísi.
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Íslenski boltinn Valur - Keflavík | Hörkuleikur á Hlíðarenda Körfubolti „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Fleiri fréttir Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Sjá meira