„Núna er komið að alvörunni“ Valur Páll Eiríksson skrifar 30. nóvember 2023 11:01 Sunna Jónsdóttir er fyrirliði íslenska liðsins. Vísir/Diego Landsliðsfyrirliðinn Sunna Jónsdóttir er klár í slaginn fyrir leik Íslands við Slóveníu á HM kvenna í handbolta í dag. Hún naut góðs af hvíld gegn Angóla á sunnudaginn var. Sunna kann vel við sig í Noregi eftir að hafa búið þar um hríð fyrir nokkrum árum. „Ég bjó í Noregi og er með mikla Noregsnostalgíu. Þetta er bara ótrúlega ljúft og gott,“ segir Sunna. Eitthvað af norskunni sitji þá eftir. „Maður reynir alltaf.“ Klippa: Maður var náttúrulega algjör kjúlli Mikil spenna Stemningin sé góð í hópnum. Spennan sé eðlilega afar mikil fyrir fyrsta leiknum á stórmóti í yfir áratug. „Stemningin er ótrúlega góð. Þetta er flottur og vel samstilltur hópur. Við finnum eftir að við komum hingað til Stafangurs að þetta er smá breytt. Það er mikill spenningur en samt smá ró,“ „Við erum mjög spenntar og ég finn á hópnum að okkur langar þetta ótrúlega mikið. Við ætlum okkur hluti. Þetta æfingamót gerði okkur gott og losaði um smá skrekk þar. Núna er komið að alvörunni,“ segir Sunna. Sunna var hvíld í leiknum við Angóla á æfingamótinu á sunnudaginn var en kveðst ekki vera að glíma við nein meiðsli og er klár í slaginn. „Ég er orðin aðeins ein af þeim eldri og ég fékk smá hvíld. Þær sem komu inn stóðu sig ótrúlega vel og ég er bara klár í alla leiki,“ segir Sunna. „Algjör kjúlli síðast“ Sunna er ein tveggja í hópnum, ásamt herbergisfélaga sínum Þóreyju Rósu Stefánsdóttur, sem áður hefur farið á stórmót. Hún segir stöðu sína vera aðeins öðruvísi en þá. „Maður var náttúrulega algjör kjúlli síðast og engin pressa á manni. Við tvær sem höfum farið, við vissum svo sem alveg hvað við værum að fara út í. Þetta er miklu stærra svið, með fjölmiðla og allt miklu meira um sig. Við vorum meðvitaðar um það, þetta er erfitt en líka skemmtilegt,“ segir Sunna. Leikur Íslands og Slóveníu hefst klukkan 17:00 og verður lýst beint á Vísi. Allar helstu fregnir af landsliðinu má einnig finna á sportvefnum eftir því sem þær berast. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Tengdar fréttir „Hugrakkar, ákveðnar og keyrum vel á þær“ Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, er spenntur fyrir komandi leik við Slóveníu - hans fyrsta með liðið á stórmóti. Erfitt sé hins vegar að rýna í slóvenska liðið. 29. nóvember 2023 23:30 „Örugglega erfiðara fyrir mig en hann“ Þær eru nokkrar mæðurnar í landsliðshópi Íslands sem hefur keppni á HM í handbolta á morgun. Þær segja erfitt að vera í burtu frá börnunum en búa að sterku baklandi. 29. nóvember 2023 20:00 Dómaramútur og skrautsendingar í harðri jólakeppni Herbergisfélagarnir Sunna Jónsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir ætla sér sigur í jólaskreytingakeppni milli landsliðskvenna í handbolta í kvöld. Slegið var til keppninnar milli herbergja til að létta á stressi kvöldið fyrir fyrsta leik á HM. 29. nóvember 2023 17:01 Bitist um tónlistina: „Hún byrjaði að spila kántrí!“ Skiptar skoðanir eru um tónlist innan íslenska landsliðsins sem hefur keppni á HM á fimmtudaginn kemur. Herbergisfélagarnir Sandra Erlingsdóttir og Andrea Jacobsen segja hvora aðra vera með versta tónlistarsmekkinn í liðinu. 29. nóvember 2023 09:00 PlayStation eða fyrirtækisrekstur? Það er misjafnt hvað landsliðskonur kvenna í handbolta gera til að stytta sér stundir á meðan þær eiga dauðan tíma milli æfinga og funda í aðdraganda heimsmeistaramótsins sem hefst með leik við Slóveníu á fimmtudag. 28. nóvember 2023 23:31 Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Í beinni: Valur - Vestri | Djúpmenn kasta út neti á Hlíðarenda Íslenski boltinn Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Sjá meira
Sunna kann vel við sig í Noregi eftir að hafa búið þar um hríð fyrir nokkrum árum. „Ég bjó í Noregi og er með mikla Noregsnostalgíu. Þetta er bara ótrúlega ljúft og gott,“ segir Sunna. Eitthvað af norskunni sitji þá eftir. „Maður reynir alltaf.“ Klippa: Maður var náttúrulega algjör kjúlli Mikil spenna Stemningin sé góð í hópnum. Spennan sé eðlilega afar mikil fyrir fyrsta leiknum á stórmóti í yfir áratug. „Stemningin er ótrúlega góð. Þetta er flottur og vel samstilltur hópur. Við finnum eftir að við komum hingað til Stafangurs að þetta er smá breytt. Það er mikill spenningur en samt smá ró,“ „Við erum mjög spenntar og ég finn á hópnum að okkur langar þetta ótrúlega mikið. Við ætlum okkur hluti. Þetta æfingamót gerði okkur gott og losaði um smá skrekk þar. Núna er komið að alvörunni,“ segir Sunna. Sunna var hvíld í leiknum við Angóla á æfingamótinu á sunnudaginn var en kveðst ekki vera að glíma við nein meiðsli og er klár í slaginn. „Ég er orðin aðeins ein af þeim eldri og ég fékk smá hvíld. Þær sem komu inn stóðu sig ótrúlega vel og ég er bara klár í alla leiki,“ segir Sunna. „Algjör kjúlli síðast“ Sunna er ein tveggja í hópnum, ásamt herbergisfélaga sínum Þóreyju Rósu Stefánsdóttur, sem áður hefur farið á stórmót. Hún segir stöðu sína vera aðeins öðruvísi en þá. „Maður var náttúrulega algjör kjúlli síðast og engin pressa á manni. Við tvær sem höfum farið, við vissum svo sem alveg hvað við værum að fara út í. Þetta er miklu stærra svið, með fjölmiðla og allt miklu meira um sig. Við vorum meðvitaðar um það, þetta er erfitt en líka skemmtilegt,“ segir Sunna. Leikur Íslands og Slóveníu hefst klukkan 17:00 og verður lýst beint á Vísi. Allar helstu fregnir af landsliðinu má einnig finna á sportvefnum eftir því sem þær berast.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Tengdar fréttir „Hugrakkar, ákveðnar og keyrum vel á þær“ Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, er spenntur fyrir komandi leik við Slóveníu - hans fyrsta með liðið á stórmóti. Erfitt sé hins vegar að rýna í slóvenska liðið. 29. nóvember 2023 23:30 „Örugglega erfiðara fyrir mig en hann“ Þær eru nokkrar mæðurnar í landsliðshópi Íslands sem hefur keppni á HM í handbolta á morgun. Þær segja erfitt að vera í burtu frá börnunum en búa að sterku baklandi. 29. nóvember 2023 20:00 Dómaramútur og skrautsendingar í harðri jólakeppni Herbergisfélagarnir Sunna Jónsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir ætla sér sigur í jólaskreytingakeppni milli landsliðskvenna í handbolta í kvöld. Slegið var til keppninnar milli herbergja til að létta á stressi kvöldið fyrir fyrsta leik á HM. 29. nóvember 2023 17:01 Bitist um tónlistina: „Hún byrjaði að spila kántrí!“ Skiptar skoðanir eru um tónlist innan íslenska landsliðsins sem hefur keppni á HM á fimmtudaginn kemur. Herbergisfélagarnir Sandra Erlingsdóttir og Andrea Jacobsen segja hvora aðra vera með versta tónlistarsmekkinn í liðinu. 29. nóvember 2023 09:00 PlayStation eða fyrirtækisrekstur? Það er misjafnt hvað landsliðskonur kvenna í handbolta gera til að stytta sér stundir á meðan þær eiga dauðan tíma milli æfinga og funda í aðdraganda heimsmeistaramótsins sem hefst með leik við Slóveníu á fimmtudag. 28. nóvember 2023 23:31 Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Í beinni: Valur - Vestri | Djúpmenn kasta út neti á Hlíðarenda Íslenski boltinn Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Sjá meira
„Hugrakkar, ákveðnar og keyrum vel á þær“ Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, er spenntur fyrir komandi leik við Slóveníu - hans fyrsta með liðið á stórmóti. Erfitt sé hins vegar að rýna í slóvenska liðið. 29. nóvember 2023 23:30
„Örugglega erfiðara fyrir mig en hann“ Þær eru nokkrar mæðurnar í landsliðshópi Íslands sem hefur keppni á HM í handbolta á morgun. Þær segja erfitt að vera í burtu frá börnunum en búa að sterku baklandi. 29. nóvember 2023 20:00
Dómaramútur og skrautsendingar í harðri jólakeppni Herbergisfélagarnir Sunna Jónsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir ætla sér sigur í jólaskreytingakeppni milli landsliðskvenna í handbolta í kvöld. Slegið var til keppninnar milli herbergja til að létta á stressi kvöldið fyrir fyrsta leik á HM. 29. nóvember 2023 17:01
Bitist um tónlistina: „Hún byrjaði að spila kántrí!“ Skiptar skoðanir eru um tónlist innan íslenska landsliðsins sem hefur keppni á HM á fimmtudaginn kemur. Herbergisfélagarnir Sandra Erlingsdóttir og Andrea Jacobsen segja hvora aðra vera með versta tónlistarsmekkinn í liðinu. 29. nóvember 2023 09:00
PlayStation eða fyrirtækisrekstur? Það er misjafnt hvað landsliðskonur kvenna í handbolta gera til að stytta sér stundir á meðan þær eiga dauðan tíma milli æfinga og funda í aðdraganda heimsmeistaramótsins sem hefst með leik við Slóveníu á fimmtudag. 28. nóvember 2023 23:31
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða