„Mér finnst dauðinn bara falleg pæling“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 30. nóvember 2023 21:01 Kristinn Óli skaust upp á stjörnuhimininn með lagið BOBA ásamt Jóa Pé árið 2017. Móðurskipið Tónlistarmaðurinn og leiklistarneminn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, hefur glímt við ýmsar geðraskarnir frá unga aldri sem hafa hamlað honum í gegnum lífið en eru einnig aflgjafi í listsköpuninni. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Kiddi, eins og hann er kallaður, er nýjasti gestur Einars Bárðarsonar í hlaðvarpsþættinum Einmitt. Í þættinum segir Kiddi frá andlegum áskorunum og leið hans í sjálfsvinnu og úrvinnslu með útgáfu ljóðabókarinnar, Maður lifandi. Þar lýsir hann líðan sinni og speglar veruleikann hverju sinni. View this post on Instagram A post shared by K R Ó L I (@kiddioli) Kiddi var tíu ára gamall þegar hann var greindur með ofvirkni, athyglisbrest, tourette, og áráttu- og þráhyggjuröskun. Hann lýsir lífinu sem nokkurs konar atómsprengju. „Dalirnir sem maður gengur í gegnum breytast ekkert þótt maður þekki þá betur. Það er alltaf sama myrkrið og sami kuldinn,“ segir Kiddi. Hafði skipulagt dauðdaga sinn Í febrúar 2019 fór hann á myrkan stað þar sem hann hafði tekið ákvörðun um að kveðja. Óvænt atburðarás varð til þess að hann hætti við. Vinur hans, Jói Pé, þvældist fyrir því án þess að hafa hugmynd um það. „Ég var búinn að plana þetta allt í hausnum á mér og fara á afskekktan stað þar sem enginn náinn fjölskyldumeðlimur myndi finna mig,“ segir Kiddi. Hann lét engan vita af ætlunarverki sínu. „Ég var kominn á þann stað að ég sá fegurðina í hlutunum. Fyrir mér var þetta bara fallegt. Ég var að taka síðasta giggið með strákunum og keppti nokkrum dögum áður síðustu Morfís-keppnina mína, sem er eitthvað sem mér hefur þótt alltaf mjög skemmtilegt. Þetta endar á því að ég kemst ekki í þetta,“ segir hann og kveðst hræðast sjálfan sig í þessu hugarástandi. Kiddi segist ekki hræðast dauðann heldur taki hann honum opnum örmum. „Ég væri að ljúga ef ég segði það að ég væri ekki til í að lenda í einhverju bílslysi á eftir. Mér finnst dauðinn bara mjög falleg pæling,“ segir Kiddi. Hvernig ertu þá lifandi? „Ég vil ekki bregðast fólki. Ég á kærustu og kynntist henni fimm mánuðum eftir að þetta atvik átti sér stað. Það er hættulegt að segja þetta, ég hef ekki sagt henni þetta en hún hefur bara haldið mér á lífi,“ segir Kiddi. Hann tekur fram að hann mynd ekki fremja sjálfsvíg þrátt fyrir að þau myndu hætta saman. Hann lifi einnig fyrir fjölskyldu sína og vini. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan. Geðheilbrigði Heilbrigðismál Tónlist Mest lesið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Iðnaðarmaður ársins - Davíð Már er kominn í úrslit Lífið samstarf Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Sjá meira
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Kiddi, eins og hann er kallaður, er nýjasti gestur Einars Bárðarsonar í hlaðvarpsþættinum Einmitt. Í þættinum segir Kiddi frá andlegum áskorunum og leið hans í sjálfsvinnu og úrvinnslu með útgáfu ljóðabókarinnar, Maður lifandi. Þar lýsir hann líðan sinni og speglar veruleikann hverju sinni. View this post on Instagram A post shared by K R Ó L I (@kiddioli) Kiddi var tíu ára gamall þegar hann var greindur með ofvirkni, athyglisbrest, tourette, og áráttu- og þráhyggjuröskun. Hann lýsir lífinu sem nokkurs konar atómsprengju. „Dalirnir sem maður gengur í gegnum breytast ekkert þótt maður þekki þá betur. Það er alltaf sama myrkrið og sami kuldinn,“ segir Kiddi. Hafði skipulagt dauðdaga sinn Í febrúar 2019 fór hann á myrkan stað þar sem hann hafði tekið ákvörðun um að kveðja. Óvænt atburðarás varð til þess að hann hætti við. Vinur hans, Jói Pé, þvældist fyrir því án þess að hafa hugmynd um það. „Ég var búinn að plana þetta allt í hausnum á mér og fara á afskekktan stað þar sem enginn náinn fjölskyldumeðlimur myndi finna mig,“ segir Kiddi. Hann lét engan vita af ætlunarverki sínu. „Ég var kominn á þann stað að ég sá fegurðina í hlutunum. Fyrir mér var þetta bara fallegt. Ég var að taka síðasta giggið með strákunum og keppti nokkrum dögum áður síðustu Morfís-keppnina mína, sem er eitthvað sem mér hefur þótt alltaf mjög skemmtilegt. Þetta endar á því að ég kemst ekki í þetta,“ segir hann og kveðst hræðast sjálfan sig í þessu hugarástandi. Kiddi segist ekki hræðast dauðann heldur taki hann honum opnum örmum. „Ég væri að ljúga ef ég segði það að ég væri ekki til í að lenda í einhverju bílslysi á eftir. Mér finnst dauðinn bara mjög falleg pæling,“ segir Kiddi. Hvernig ertu þá lifandi? „Ég vil ekki bregðast fólki. Ég á kærustu og kynntist henni fimm mánuðum eftir að þetta atvik átti sér stað. Það er hættulegt að segja þetta, ég hef ekki sagt henni þetta en hún hefur bara haldið mér á lífi,“ segir Kiddi. Hann tekur fram að hann mynd ekki fremja sjálfsvíg þrátt fyrir að þau myndu hætta saman. Hann lifi einnig fyrir fjölskyldu sína og vini. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Tónlist Mest lesið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Iðnaðarmaður ársins - Davíð Már er kominn í úrslit Lífið samstarf Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Sjá meira